Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIMHOLST AÐ VERA GLEYMINN smjör heim. Og rúgbrauð. Rúgbrauð er líka eitt af því fáa, sem maður getur treyst karlmönnum til að kaupa. Ég gekk yfir í mjólkurbúðina og keypti smjör og rúgbrauð. Samt hafði ég einhvern veginn á tilfinningunni, að það var alls ekki smjör og rúgbrauð, sem ég átti að koma með heim. — Þér virðist vera í þungum þönk- um, sagði afgreiðslustúlkan við mig. Ég sýndi henni klútinn á fingri mér og skýrði henni frá málsatvikum. — En hafið þér þá ekki bundið sjálf- ur klútinn um fingurinn? spurði hún. Ég hugsaði mig lengi um. — Ja, það man ég ekki, muldraði ég. — Ef þér hafið sjálfur bundið klút- inn, þá getur það hugsazt, að þér hafið ætlað að kaupa gjöf — ég meina, ef kon- an yðar á afmæli. Er afmælisdagurinn hennar í dag? — Nei ,sagði ég, — jú bíðum nú við, hvaða dagur er í dag? Ég meina mánað- ardagur? — Sá tuttugasti og fyrsti. —• Þá hafið þér rétt fyrir yður. Það er afmælisdagurinn hennar. Ég fór til blómasalans til þess að kaupa rósir. Ég var í sjöunda himni yfir að vita það, sem ég átti að vita. Og svo glaður var ég, að ég keypti í við- bót franskt ilmatn og hjartalagaðan konfektkassa. — Gerðu svo vel og til hamingju, sagði ég um leið og ég kom inn úr dyr- unum. — Takk, sagði Marianna og flýtti sér að taka á móti rósunum, ilmvatninu og konfektinu. — En hvað þetta var fal- legt af þér, ég bjóst satt að segja ekki við að þú mundi gefa mér svona elsku- legar gjafir, því að þú gafst mér nokkur hundruð krónur í morgun og þær mátti ég nota í hvað sem var. En hvernig líð- ur þér í fingrinum? — í fingrinum? — Já, þú skarst þig, þegar þú varst að raka þig í morgun. Blæðir enn? Willy Breinholst. útskýra það. Wilson var ekki byrlað eit- ur, hann var ef svo mætti að orði kveða, „þrumu lostinn“, eða drepinn með raf- magni. Mjór málmþráður liggur eftir einum taflmanninum endilögum. Borð- ið var fyrirfram útbúið, og látið á viss- an stað á gólfinu. Þegar svo biskupinn með málmþræðinum var settur á ein- hvern silfurreitinn, þá fór rafstraumur- inn í gegnum Wilson, og drap hann á augabragði. Hið eina sem sást eftir þetta, var rafmagnsbruni á hendinni vinstri hendinni, því hann var örfhend- ur. Þetta sérstaka borð var framúrskar- andi kænlega útbúið. Borðið sem ég rannsakaði, var eftirlíking af hinu, og algjörlega meinlaust. Það var skipt um borðin strax eftir morðið. Öllu þessu var stjórnað úr búðinni fyrir neðan, sem var leigð með húsgögnum. Það var að minnsta kosti einn samsekur í íbúð Svavaronoffs. Stúlkan er umboðsmaður rússnesks leynifélags, sem stefnir að því, að erfa peninga Svavaronoffs.“ „Og Ivan?“ „Ég gruna Ivan stranglega um sam- starf við stúlkuna.“ „Það er furðulegt," sagði ég að lok- um, „hvernig allt fellur hvað að öðru. Svavaronoff hafði hugboð um samsærið, og neitaði þessvegna að heyja skák- einvígið.“ Poirot gekk um gólf án þess að mæla orð, sneri sér allt í einu að mér og sagði: „Það vildi víst ekki svo vel til, kæri vinur, að þú hafir hérna einhverja bók um tafl?“ „Ég hygg að ég eigi einhvers staðar slíka bók.“ Það tók nokkurn tíma að finna bók- ina, en er það hafði tekizt færði ég Poirot hana, sem þegar sökkti sér niður í lestur hennar. Um fimmtán mínútum síðar hringdi síminn, og ég svaraði. Japp var í sím- anum. Ivan hafði farið úr íbúðinni með stóran böggul. Hann sté inn í leigubif- reið, og þar með byrjaði eltingaleikur- inn. Það var augljóst, að hann reyndi mjög að losna við þá sem eltu hann, og að lokum hélt hann að sér hefði tekizt það, og lét aka sér að stóru auðu húsi í Hampstead. Hús þetta var samstund- is umkringt. Allt þetta endurtók ég fyrir Poirot, sem aðeins starði á mig eins og hann hefði ekki skilið nema sumt af því sem ég sagði. Hann hélt á skákbókinni. ,,Gefðu þessu gaum, vinur minn. Þetta er sem sé Ruy Lopez opnunin. 1P—K4, P—K4.2Kt—KB3, Kt—QB3. 3B—Kt5. Síðan kemur spurningin um Svarts bezta 3. leik. Hann getur valið um ýmsar varnir. Það var 3. leikur hvíts, sem varð Wilson að bana, 3B-—-Kt5. Aðeins 3. leikur, .... geturðu dregið nokkra ályktun af því?“ Ég botnaði ekki í neinu, og sagði honum það. . . . „Hastings, ég hygg að meðan þú sazt i þessum stól, þá hafir þú heyrt að útidyrahurðin var opnuð, og síðan lokað, hvað dettur þér í hug í sambandi við það?“ „Ég mundi halda að einhver hefði farið út.“ „Já, en það er ætíð hægt að líta á at- burðina á tvennan hátt. Einhver farið út, .... einhver komið inn .... tvennt ólíkt. Hastings. Segjum sem svo, að þú ályktaðir hið ranga, þá mundi ójafnvægi læðast inn í rás viðburðanna og sýna þér, að þú værir á rangri leið.“ „Hvað á allt þetta að þýða, Poirot?“ Poirot þaut á fætur með skyndileg- um krafti. Framh. á næstu síðu. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.