Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 12
Frá fyrstu stundu ræddi frú Templer við Ernest Jones hvenær sem tækifæri gafst. Hún talaði ákaft um ágæti hjóna- bandsins. Hún hrósaði Susan, og sagði að hún væri efni í hina fullkomnustu eiginkonu. Hún greip líka hvert tæki- færi til að hrósa Ernest, en hann reyndi af fremsta megni að forðast hana. Sérstaklega gerði hún sér far um að fá hann til að segja sér eitthvað um fortíð sína, fjölskyldu og annað þess háttar, en árangurslaust. Að lokum gekk hún hreint til verks og sagði: — Þér megið ekki misskilja mig, en þér gerið alltof mikið af því að vera aðeins góður áheyrandi. Þér ættuð að tala dálítið meira um sjálfan yður. Þér hafið í raun og veru verið svo þögull um sjálfan yður, að maður skyldi ætla að tilvera yðar hafi hafizt í þessu húsi. Hann vissi að hann átti sér engrar undankomu auðið. — Sannleikurinn um mig er svo ein- kennilegur, að ég tala aldrei um hann, sagði hann, og brosti leyndardómsfullt. Þegar hann sá, hversu eftirvæntingar- full frú Templer varð, hóf hann sögu sína: — Móðir mín var leikkona, mjög þekkt leikkona. Þér munduð kannast við nafn hennar, ef ég segði yður það. Faðir minn . . . Jæja, þetta var víst ekki í fyrsta skipti sem slíkt og því- líkt skeður. Margar af elztu og virðu- legustu ættum þessa lands eiga einmitt upphaf sitt að þakka þannig löguðum samböndum. En tímarnir hafa breytzt..... Frú Templer hallaði sér fram í sæt- inu af ákefð. Vinkonur hennar yrðu gular og grænar af öfund, er þær kæm- ust að því, að hún hefði náð í tengda- son af aðalsættum, jafnvel þó hann væri ávöxtur ólöglegs hjónabands. — Ég ólst upp .... hann hikaði lengi . ... í umsjá föður míns. Ég var nokkurs konar leikfélagi hálfsystkina minna. Sú skýring var gefin á því, að ég væri sonur vinar hans, sem féll í stríðinu. — Ó, Guð, andvarpaði frú Templer. — Og móðir yðar ....'! — Ég var orðinn níu ára þegar ég sá móður mína í fyrsta skipti. Húsið, sem við bjuggum í, var þannig að hún gat alls ekki komizt þangað inn án vitundar föður míns. En þá kom hún samt sem áður, með fyllstu leynd. Ég held alltaf, að það hafi verið stjúpa mín, sem stóð á bak við það. Mamma tók mig með sér. Það má næstum segja, að hún hafi rænt mér. Frú Templer dró djúpt andann. Augu hennar tindruðu. Hún sá sig í hugan- um með barnabarn sitt, sem gæti hafa verið... já, það mátti Guð vita . . . ef örlögin hefðu verið sér hliðholl. Hún gat aðeins gizkað á hversu tigið það hafði verið, og ímyndunarafl hennar átti sér engin takmörk. — Næstu nótt stigum við um borð í skip eitt, hélt hann áfram. — Það lét úr höfn daginn eftir, en lenti í hræðilegu fárviðri. Þrír menn féllu fyr- 12 FÁLKINN ir borð, en ég og móðir mín komumst í einn af björgunarbátunum. En þá mundi mamma allt í einu eftir öllum gimsteinunum, sem hún hafði skilið eft- ir í káetu sinni. Og meðan skipstjórinn stóð teinréttur og virðulegur í brúnni og beið þess að farast með skipi sínu.. . Andlitssvipur frú Templer tók mikl- um breytingum. Hún beit saman vörun- um og reis á fætur. — Þetta er fádæma ósvífið af yður, sagði hún kuldalega. Þegar hún var farin, fór Ernest að hugsa um, að eigilega væri hann henni algjörlega sammála. Hann hafði gengið of langt, og hún hafði séð, að hann var aðeins að endurtaka söguþráðinn úr gömlum reyfara. Þegar hann sagði Susan frá þessu um kvöldið, hló hún fyrst, en sagði svo alvarlega: — Þú hefðir ekki átt að gera þetta. Þú skalt sanna það, að á morgun verður hún orðin veik, og í vikulokin verður hún ófær um að yfirgefa herbergið sitt. Nú hefur hún ákveðið að losna við þig. Hann brosti, og tók hana í faðm sér. Það var dimmt, því tunglið óð í skýj- um. Þau höfðu valið sér fáfarna leið, því það, sem frú Templer hafði þráð svo lengi, hafði loksins skeð — Susan var orðin ástfangin, og ást hennar var endurgoldin. Ernest kyssti hana. Þau töluðu ekki mikið saman, það voru ekki mörg orð, sem þau þurftu að nota til að skilja hvort annað. Susan hafði ekkert reynt að fá vitneskju um fortíð hans. Hún hafði yfirleitt ekki neinn áhuga á henni. Skömmu seinna viku þau af veginum og hurfu í ilmandi kjarrið, sem óx í kring. Það var nokkuð, sem frú Templer hefði aldrei fallizt á. -— Ég er hrædd um, að ég hafi ekki gert rétt í að leigja herra Jones, sagði frú Templer. — Þessi maður hefur áreiðanlega ekki hreint mjöl í pokan- um. Það er eitthvað dularfullt við hann. — Vitleysa, sagði Susan stutt í spuna. Hún hafði aldrei áður leyft sér að svara móður sinni þannig, og frú Templ- er setti upp þjáningarsvip. Susan vissi, að nú liði ekki á löngu þar til hún fengi eitt af þessum venjulegu hjartaköstum sínum. Ef til vill væri rétt af henni að segja henni núna frá sambandi þeirra. — Ég vona, að þér komi ekki alltof mikið á óvart, mamma, en við Ernest erum ástfangin hvort af öðru og ætlum að giftast. Frú Templer tók andköf — það var engin tilgerð í þetta skiptið — og það sem eftir var dagsins hélt hún langa fyrirlestra yfir dóttur sinni um hversu óaðgætið þetta væri af henni og hversu hræðileg fortíð þessa Ernest Jones gæti verið. ímyndunarafl hennar átti sér engin takmörk, en hún komst þó hvergi nærri sannleikanum. Framhnld á bls. 31. Prestarnir — Prestarnir eru mitt uppáhald, segir hann og hlær. ✓ — Hvers vegna? spyr ég — Þú veizt það, að hátíðleikinn er alltaf ákaflega nærri því að vera hlægi- legur. Við skulum taka dæmi, — nei, annars ætli sé ekki bezt að sleppa þeim. Það er Gísli Sigurkarlsson sem talar. Hann er ungur maður, rúmlega tvítug- ur og hefur undanfarið skemmt fólki með gamanvísum og eftirhermum. Hann er að stúdera lög og skemmtir aðeins í frístundum sínum. — Hvenær byrjaðir þú að herma eft- ir? — Ég hef gert það frá blautu barns- beini. — Ég meina á opinberum vettvangi. — Það var um haustið 1961, fyrir starfsmenn rafveitunnar á Irafossi. — Og semurðu textana sjálfur? — Já, það eru svo fáir menn á Islandi fyndnir. — Eru þínir textar þá fyndnir? — Ég vona það, annars er maður varla dómbær á þá, eftir að maður er búinn að puða við að semja þá. Það er mjög erfitt að leggja mat á sitt eigið hugarfóstur — sérstaklega þegar mað-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.