Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 31
I * Akæran Framh. af bls. 12. Susan lét alla þessa ógnvekjandi spádóma hennar sem vind um eyru þjóta. Hún gekk viðutan um húsið og brosti þvílíku hamingjubrosi, að móður hennar lá við sturlun. Loks gerði frú Templer atlögu að Ernest. Hún sagðist skyldu fyririrgefa þeim þetta leynimakk þeirra og reyna aeð gleyma því, hversu Ernest hefði misnotað sér gestrisni hennar, ef hann sannaði sér að hann væri maður, er ætti skilið að fá dóttur hennar. — Susan er jú auðug, hún er einka- erfingi minn. Hvernig get ég annars vitað hvort þér eruð ekki bara ævin- týramaður, sem er að sækjast eftir pen- ingunum hennar, sagði hún. — Úr því fáið þér aldrei skorið, sagði hann rólega. — Og ég ætla livorki að játa því eða neita. — Finnst yður þetta sanngjarnt af yður? — Þér eigið fyllilega skilið að kvelj- ast af efa, ég hef enga meðaumkun með yður. Ég veit nákvæmlega til hvers þér ætluðust, þegar þér leigðuð mér, og mér, finnst sanngjamt, að þér sjáið eftir öllu saman, þegar þér hafið loksins komið vilja yðar fram. Frú Templer greip höndum um hjarta- stað. — Ég held, að ég sé að veikjast, sagði hún næstum biðjandi og fór. En frú Templer lét ekki snúa á sig, Kæri Astró. Ég hef áhuga á að fá að vita svolítið um framtíðina. Ég er fædd klukkan 8.00 fyrir hádegi í Reykjavík. Ég hef áhuga á að komast í skóla og læra og langar til að verða vel menntuð.. Svo langar mig líka til að ferðast en þar sem ég er alltaf í fjárþröng er ég vantrúuð á að það takist nokkurn tíma. Eða hvað segja stjörnurnar um það? Auðvitað langar mig líka að giftast og eignast gott og myndarlegt heimili og mann, sem mér þykir vænt um. Heldurðu að nokk- uð af þessu takist? Hvaða tími mun vera heppilegastur til giftingarhugleið- inga? Hvernig verður heilsufarið á mannskapnum? Með kæru þakklæti. Hildur. Svar til Hildar. Því miður var ekki unnt að birta bréf þitt þann 29. maí eins og þú óskaðir eftir, þar eð önnur bréf voru á undan í röðinni, en við vonum að þessi töf komi sér ekki illa fyrir þig. Þú hefur ágæta hæfileika til þess að leggja út í eitthvert nám, þar eð Mán- inn er í þriðja húsi, en þar þýðir hann að hæfileikinn til að hugsa og skilja og hún réði sér strax leynilögreglu- mann, sem skyldi færa henni sönnur á, hver þessi maður með þetta algenga nafn í raun og veru var. Hún fékk fljótlega skýrslu frá hon- um, og þegar hún las hana greip hún höndum um hjartastað, jafnvel þótt hún væri ein. Á því andartaki var hún áhyggjufyllri um afdrif sín en Ernest Jones. Því frú Templer átti sér leyndarmál, sem aðeins hún og læknirinn hennar vissu. Hún gekk í raun og veru með hjartasjúkdóm, mjög alvarlegan. Hún gerði sér mat úr honum, þegar hún vildi koma fram vilja sínum, en þess á milli reyndi hún að gleyma honum. Síðast, þegar hún talaði við lækninn, reyndi hann ekki að leyna því að næsta kast gæti orðið hennar síðasta. Hún sat nokkra stund grafkyrr og starði á skýrsluna, en þegar andþrengslin liðu hjá, lét hún senda boð eftir Jones. Nú veit ég sannleikann um yður, sagði hún strax og hann var seztur. — Ég veit allt. Fyrir fjórtán árum voruð þér dæmdur fyrir morð á manni, sem hét Hemsley. Þér voruð dæmdur til dauða, en seinna náðaður. Þannig er for- tíð yðar, herra Jones, síðastliðin fjórtán ár hafið þér setið í fangelsi Það fór hrollur um hana. — Þetta var hræði- legt. Hugsa sér að það hefði getað farið svo, að þér kvæntust Susan. Ernest Jones svaraði ekki strax. Ekk- ert rauf þögnina nema hljóðið í vegg- klukkunni, sem samvizkulega hélt áfram að mæla mínúturnar. Frú Templer fylltist skelfingu, er hún hugs- hlutina sé góður. Staða hans í merki Krabbans bendir til þess að þú hafir frjótt ímyndunarafl og sért talsvert næm fyrir umhverfinu. Þú munt hafa gaman af ferðalögum, en ekki löngum, því þér myndi finnast langferðalög leiðigjörn. Stutt innanlandsferðalög mundu hins vegar falla þér vel í geð, og þér yrði léttara að standa undir kostnaði samfara þeim. Marz og Satúrn í samstöðu benda til þess að þú þurfir að forðast að hlaupa of mikið eftir tilfinningaseminni, því slíkt kann að koma þér í klandur oftar heldur en góðu hófi kann að gegna. Hinar góðu hliðar þessarar afstöðu eru þær að hún gefur óttaleysi, kjark og mikinn viljastyrk, en þér ber einnig að forðast eigingirnina, ef þú vilt að kost- irnir á afstöðunni komi fram. Að öðr- um kosti getur hún virkað neikvætt sem eigingirni, nízka, ótti og deyfð. Þar sem vitundarástand þitt er meira bundið innan tilfinninganna, þá er þér hættara við þinum neikvæðu áhrifum afstöðunnar. Hins vegar myndar Satúrn hagstæða afstöðu gagnvart Sól, þannig að allar líkur eru fyrir að þú munir eiga marga lífdaga fyrir höndum. aði um hvílík framtíð hefði beðið Sus- an við hliðina á þessum morðingja. Og Ernest Jones hugsaði um það, að hversu mikla refsingu sem menn fengju fyrir misgjörðir sínar í lífinu væri skuldin samt aldrei að fullu greidd. — Ég kvænist samt Susan, þrátt fyrir allt, sagði hann, fremur við sjálfan sig en frú Templer. — Það er alveg útilokað, sagði frú Templer hvasst. Hann horfði reiðilega á hana. — Ég veit ekki hvernig þér hafið komizt á snoðir um fortíð mína, sagði hann. — Staðreyndirnar eru aðeins lítið brot af sannleikanum. Naktar stað- reyndir gefa aldrei rétta mynd af slík- um atburðum. Það er eins gott, að ég segi yður allan sannleikann. Saga hans var ekki svo mjög óvenju- leg. Hann og systir hans voru munað- arlaus. Systir hans var eldri en hann, afar lagleg stúlka. Hún var vön því að fórna sér fyrir hann, og hún hjálpaði honum til að stunda háskólanám. En hann steypti sér í skuldir, og varð að grátbæna hana um meiri hjálp. Skuld- in var ekki stór, og nú, löngu seinna, gat hann ekki séð að vandræðin hefðu verið svo stórkostleg sem honum virt- ist þá. Loks fann systir hans ráð til að útvega upphæðina, sem þá virtist leysa öll vandræðin. — Þá vissi ég ekki, að hvert það vandamál, sem leyst er, leiðir aðeins af sér ný og stærri vandamál, sagði hann bitur. — Það eru sennilega marg- ar fallegar stúlkur, sem bæta úr fé- Framhald á næstu síðu. í ástamálunum þarftu einnig að vera vel á verði, þar eð Venus pláneta ást- arinnar er undir hagstæðri afstöðu Neptúns. Þetta bendir til oft á tíðum blekkinga í ástamálunum, þannig að þú hefur tilhneigingu til að leika á aðra í þeim efnum, og þar af leiðandi fellur hið sama á þig af annarra hálfu. Sakir afstöðunnar þarftu að ganga úr skugga um einlægni hins tilvonandi eiginmanns þíns með því að reyna nokkuð á þolrif hans. Betra er því að giftingin dragist frekar á langinn, þannig að þér séu kunnir allir kostir og lestir eiginmanns- ins tilvonandi, því það getur oft verið ónotalegt að komast að einhverju leið- inlegu eftir að ekki verður stígið til baka. Ágætar afstöður eru til gifting- ar þegar þú ert 18 ára, þar eð Sólin gengur þá yfir Venusinn í fæðingarkorti þínu og hæpið að um betri möguleika sé að ræða í þeim efnum fyrir þig. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.