Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Side 12

Fálkinn - 18.11.1963, Side 12
Ekki er langt síðan að öll hin mestu vatns- föll þessa lands voru óbrúuð. Þeir menn eru nýgengnir, sem þá tíma muna. En á fáum áratugum hafa orðið miklar breytingar á. Vegakerfið hefur þanizt út með ótrúlegum hraða, stórbrýr hafa verið byggðar á hverju ári. Þar sem menn börðust áður við straum- þung vatnsföll á litlu, fótvissu íslenzku hest- unum, þjóta nú gljáfægðar lúxusbifreiðar yfir án þess að dregið sé úr hraðanum. Og um leið og farþegarnir líta niður í mórautt straumkast jökulvatnanna, minnast þeir 1 bezta falli óljóst einhverra sagna um svaðil- farir og mannraunir, sem þeir hafa lesið um í einhverjum bókum, eða heyrt munn- mælasögur um. Svo er áin að baki, og hug- urinn upptekinn af öðru, sem fyrir augun ber, eða rætt er um. Ekki er þó enn fært venjulegum bifreið- um hringinn í kringum land okkar. Þjóðvega- kerfi okkar endar raunverulega þar á Suður- landi, er komið er austur í Fljótshverfi, þar sem Núpsvötn belja fram austan Lómagnúps. Austan þeirra tekur við Skeiðarársandur og austast á honum er Skeiðará, sá farartálmi, sem örðugast mun að eiga við, svo unnt verði að leggja hringbraut um ísland. Austan hennar kemur svo Öræfasveitin, einhver fegursta sveit á landi hér og blessunarlega ósnortin af nútímanum. Innan sveitarinnar er þó komið sæmilegt vegakerfi fyrir tveggja drifa bíla, þótt betra mætti vera, og Faxar nútímans svífa um loftin blá, til og frá Ör- æfum. Það er vissulega sérkennilegt við þessa sveit, að einangrun hennar var hvorki rofin með mótorskipum né bifreiðum, hún HEFUR ' K, 1 t :• • , • •" ■ '-'2 STÆRRI ÞESSI

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.