Fálkinn - 18.11.1963, Síða 31
Þegar Fred gróf . . .
Framhald aí bls. 29.
smámunur á þessum tveimur
málum. Hann gekk ekki um og
auglýsti verkna'ðinn. Ég fékk
strák einum vikublaðið og bað
hann um að færa Molly það, og
síðan fór ég aftur inn í keilu-
spilsklúbbinn og tapaði þar
þrjátíu og fimm sentum. Ég
minnist bara á það, til þess að
þið getið gert ykkur ljóst,
hvernig þetta allt saman fór
með taugar mínar.
Þegar ég var svo dreginn út
úr keilspilsklúbbnum þriðja
morguninn í röð, varð ég virki-
lega reiður. Ég var alveg að
því kominn að segja af mér
lögreglustjórastarfinu. Þegar
starfið rekst svona illa á einka-
líf manns, er kominn tími til
þess að hugsa sig eitthvað um.
í þetta skipti var það lögfræð-
ingurinn Rudy Parsons, sem
dró mig út.
— Lögreglustjóri, sagði hann.
— Molly leit inn til mín í morg-
un til þess að tala um Beasly-
málið. Hún er mjög æst út af
því. Hún álítur, að við verðum
að gera eitthvað.
— Nú skal ég segja þér dá-
lítið, Rudy. Það bezta, sem við
getum gert, er að gleyma því
alveg. Ég er viss um, að Cora
Beasly kemur bráðum heim.
Rudy tók orðum mínum ekki
sérlega vingjarnlega. Ég skildi
vel, hvað var að. Hann hafði
verið opinber ákærandi í bæn-
um okkar í þrjú ár og enn þá
ekki fengið neitt tækifæri til
Kæri Astró.
Mig langar til að vita eitt-
hvað um framtíðina. Ég er
fædd klukkan 4.30. Hvað um
heilsuna og framtíðina yfir-
leitt. Vinsamlegast sleppið
fæðingarstað, fæðingardegi og
ári.
Með fyrirfram þakklæti.
Auða.
Svar til Auðu.
Það eru mjög hagstæðar af-
stöður fyrir hendi í ástamálun-
um þegar þú verður tvítug, en
þá verður Sólin í hagstæðri af-
stöðu við Venus, fæðingarkorts
þíns. Þér munu bjóðast beztu
möguleikar ævinnar á sviði
ástamálanna það árið. Árið
eftir eða 1968 eru hagstæðar af-
stöður milli Sólarinnar og Úr-
anusar, en það bendir til ó-
væntra og hagstæðra breytinga
á vinum þínum og kunningjum,
það er að segja að þú munt þá
kynnast nýjum vinum, en þeir
þess að mæta í réttinum sem
slíkur, en nú sá hann hilla und-
ir reglulegt morðmál.
— Ég mun bíða í nokkra daga
enn þá, og ef Cora kemur þá
ekki heim, og Fred getur ekki
útskýrt, hvar hún sé, þá mun
ég láta til skarar skríða, sagði
hann.
— Þú hefur sjálfsagt heimild
til þess, sem opinber ákærandi.
Ég skal tala við Fred og láta
þig vita, hvað hann segir. En
ég ætla að gera það með varúð.
Þú veizt, hvernig Fred er.
Rudy féllst á að bíða í þrjá
daga til viðbótar, áður en hann
hæfist handa, og við létum þar
við sitja. Næstu þrjá daga gat
ég ekki einbeitt mér að keilu-
spilinu, og Beasly-málið, eins og
Molly kallaði það, kostaði mig
yfir tvo dollara í klúbbnum.
Þriðja daginn ranglaði ég yfir
til Freds. Iíann var í ágætu
skapi og við skeggræddum dá-
lítið um fiskveiðar og aðra þýð-
ingarmikla hluti. Loks kom ég
að efninu og spurði Coru.
Hann varð afundinn og sagði:
— Ég veit hvað gamla kerling-
in í næsta húsi hefur sagt, og
mér fellur ekki við það. Þetta
kemur hvorki henni, né nein-
um öðrum við. Ég er búinn að
segja þér að Cora er farin úr
bænum með systur sinni, og það
er allt og sumt, sem ég kæri
mig um að segja þér.
— Fred, svaraðu bara einni
spurningu minni. Hvað er í
gröfinni þarna úti í garðinum?
— Hver hefur sagt, að það
sé gröf? Ekki ég. Ég sagðist
hafa pælt dálítið upp í garðin-
geta einnig horfið úr lífi þínu
jafn skjótt og þeir komu og
jafn óvænt.
Árið 1972 er óhagstæð af-
staða milli Sólarinnar og Mána,
fæðingarkorts þíns. Þetta raun
vafalaust virka að nokkru leyti
inn á ástamál þin og hjónaband
og orsakar ósamkomulag og
einnig verða árin 1971 og 1973
nokkuð varasöm í þessu tilliti.
Á þessu tímabili ber að varast
að láta orðahnippingar fara út
í öfgar, þannig að til úrslita
kunni að draga. Hyggilegast að
þola erfiðleikana með þögn og
þolinmæði, því eftir skúr kem-
ur ávallt skin. Þessi afstaða
getur einnig virkað talsvert inn
á fjármálin og þú munt verða
tilneydd að eyða fjármunum
meir heldur en að öðru jöfnu.
Árið 1977 myndast afstöður,
sem munu leiða til talsverðra
ferðalaga hjá þér, þó ekki til
útlanda. Jafnvel að þú munir
eignast bifreið, eða maki þinn.
um, til þess að fá tilbreytingu
frá grasflötinni. Ef þú vilt
handtaka mig, þá gerðu svo
vel. Ég ætla bara að vara þig
við því, að ég mun höfða mál
vegna tilefnislausrar handtöku.
Jæja, þannig endaði samtalið
og ég fór brott til þess að gefa
Rudy skýrslu.
Rudy varð mjög æstur og
sagði, að honum virtist, að
hegðun Freds benti eindregið í
þá átt, að hann væri sekur. Ég
reyndi að róa hann, en það gekk
ekki mjög vel. Rudy kvaðst til-
kynna mér daginn eftir, hvað
hann ætlaðist fyrir.
Ég var dálítið hissa að ég
skyldi ekki vera dreginn út úr
keiluspilsklúbbnum árdegis
daginn eftir. Ég fór að halda, að
Rudy hefði ákveðið að hætta
við allt saman. Þessi hugsun
kætti mig svo, að ég vann fjór-
um sinnum í röð.
Um hádegisbilið fann Rudy
mig í veitingastofunin. Hann
var æstur yfir einhverju og
neyddi mig til þess að koma út,
áður en hann segði mér, hvað
væri um að vera.
— Lögreglustjóri, sagði hann.
— Ég hefi dómsúrskurð, sem
heimilar þér að opna gröfina
í garði Freds Beasly. Náðu í
nokkur vitni, svo gerum við það
seinni partinn í dag.
— Augnablik, Rudy. Fred
mun alls ekki fella sig við það.
Ég hefi sagt þér það, að hann
verður mjög reiður, ef fólk
blandar sér í hans málefni.
— Mér kemur ekkert við,
hvort hann er viðkvæmur,
greip hann fram í fyrir mér,
Árið 1962 verður hagstæð af-
staða milli Sólarinnar og Nept-
ún, sem bendir til þess að ým-
islegt, sem hulið hefur verið
innan heimilisins og fjölskyld-
unar muni koma fram í dags-
ljósið og ekki verða vafið
neinni dulu lengur. En það
verður til hagsbóta fyrir alla
aðila.
Árið 1985 og 1986 verður
hagstæð afstaða milli Sólarinn-
ar annars vegar og Satúrns og
og Plútós hins vegar. Þetta
bendir til breytinga í persónu-
legri afstöðu þinni til hlutanna
og aðrir munu finna að persónu-
leiki þinn mun breytast stór-
lega.
Árið 1991 verður mjög hag-
stæð afstaða milli Sólarinnar
annars vegar og Júpíter og
Venusar hins vegar. Þessi af-
staða bendir til velgengni á
hinum rómantísku sviðum.
Einnig er efnahagurinn með
miklum blóma og heppilegt að
ég hefi dómsúrskurð fyrir þvi
að opna þessa gröf, og það ger-
um við. Þú útvegar vitnin og
Framhald á bls. 37.
Kvikmyndir
Framh. af bls. 29.
skemmtilegri mynd eftir þeim
leikurum að dæma sem fara
með aðalhlutverkin.
Skal þá fyrstan frægan telja
Dirch Passer. Hann er okkur að
góðu kunnur fyrir leik sinn í
fjölmörgum myndum. Nú í
haust höfum við séð hann í
þrem myndum hverri ann-
arri betri. Ævintýrið í Sívala-
turninum, Sælueyjan sem sýnd
var margar vikur í Bæjarbíó í
Hafnarfirði og nú síðast og
ekki sízt Stúlkan og blaðaljós-
myndarinn, sem nýlega var
sýnd í Nýja Bíó. Passer fer með
hlutverk annars unga mannsins
en með hitt fer Paul Hagen
sem einnig lék í Stúlkan og
blaðaljósmyndarinn. Leigubíl-
stjóra í París sem kemur stúlk-
unum til hjálpar í vandræð-
um sínum leikur Daniel Gelin
hinn franski. Þær eru orðnar
margar myndirnar sem við höf-
um séð hann í en þetta mun
vera fyrsta danska myndin
sem hann leikur í. Þá má einnig
geta þess að hinn skemmtilegi
Noel Roquevert fer með smá
hlutverk í myndinni.
Með hlutverk hinna þriggja
stúlkna fara Susse Wold, Ghita
Nörbý, en hún lék bæði í SæJ.u-
eyjan og Stúlkan og blaðaljós-
myndarinn og Hanne Borch-
senius.
leggja út í einhver ný fyrir-
tæki til tekjuöflunar. Ferðalag
einnig undir góðum afstöðum.
Árið 1992 er óhagstæð afstaða
milli Sólarinnar og Marz og
bendir þetta til þess að þú eig-
ir í erfiðleikum við vini þína
og kunningja sakir einhverra •
misklíðar.
Ég held að heilsufarið ver,
yfirleitt gott og heppin ver; -
urðu í ástamálunum þar có
Venus er undir óvenju góðum
afstöðum i fæðingarkorti þínu.
Geisli sjöunda húss fellur í
merki Vansberans þannig að
miklar líkur eru fyrir því að
maki þinn verði fæddur á tíma
bilinu frá 21. jan. til 19. febr.
31
FALK.INN