Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Qupperneq 37

Fálkinn - 18.11.1963, Qupperneq 37
£ - Þegar Fred gróf ... Framh. af bls. 31. nokkrar skóflur og nærð svo í mig á skrisftofunni minni. Ég reyndi að fá hann ofan af þessu, en það tókst ekki. Ég lof- aði þá að ná í nokkur vitni eft- ir hádegisverðinn. Hann var mjög óþolinmóður, en kvaðst bíða eftir okkur, ef við bara sæjum um að flýta okkur. Ég átti í dálitlum erfiðleik- um með að fá vitni. Þau vildu öll koma, unz ég sagði þeim að þetta væri í sambandi við upp- gröft. Að lokum tókst mér að ná í tvo náunga á kránni, sem gjarna vildu vinna sér inn tíu dali frá ríkinu. Ég náði í nokkr- ar skóflur og svo fórum við til Rudy. Rudy vildi, að ég æki heim til Freds í bíl lögreglu- stjóraembættisins, en ég út- skýrði fyrir honum, að bíllinn hefði verið óökufær í þrjá mán- uði. Rudy varð önugur yfir því, en sagði svo, að við gætum svo sem alveg eins gengið. Áður en við fórum af skrifstofu hans, hringdi hann til Bill Troop, út- fararstjórans, og bað hann um að koma með líkvagninn á stað- inn. Þetta fannst mér nú nokk- uð langt gengið, en Rudy var viss um að við myndum finna Coru niðri í gröfinni. Fred varð ekkert glaður við, þegar Rudy sagði honum, til hvers við værum komnir. Hann aestist upp og öskraði, að hann skyli höfða mál á hendur hinu opinbera. Rudy sýndi honum bara dómsúrskurðinn og sagði okkur að hefjast handa. Strákarnir byrjuðu að grafa, og ekki leið á löngu, unz tals- vert af forvitnu fólki hafði safnazt saman. Ég skipaði öll- um óviðkomandi að halda sig utan lóðar Freds, og mennirnir héldu áfram að grafa. Þegar þeir voru komnir þrjú fet niður, hugsaði ég með mér, að þeir myndu ábyggilega ekki finna neitt. En Rudy vildi ekki leyfa þeim að hætta. Molly hékk í glugga sínum og kom með ýms- ar Ijótar athugasemdir um menn sem myrtu eiginkonur sinar, og annað álíka, og lík- vagninn stóð reiðubúinn við innakstur Freds. Vig vorum komnir fjögur fet niður, þegar maður, sem seldi íspinna, ók vagni sínum til okk- ar. Við hættum allir og hvíld- um okkur og stóðum og borð- uðum ís, þegar bíll stanzaði úti á götunni. Um það bil sex ís- Pinnar duttu á jörðina, þegar Cora Beasly steig út úr bílnum og gekk 1 gegnum garðinn. — Hvað í ósköpunum gengur hér á, Fred? spurði hún. Er skolpleiðslan í ólagi rétt einu sinni? Fred leit á Rudy, og sagði svo: — Við skulum koma inn, Cora. Mig langar að vita, hvern- ig þú hefur haft það í ferðinni, svo skal ég segja þér frá því, hvað þessir apakettir eru að gera. Rudy leit út fyrir að geta dottið dauður niður á hverri stundu. Liturinn á andliti hans minnti mjög á fullþroskaðan tó- mat, og hann sagði: — Þetta er nóg, menn. Fyllið þessa holu, eins fljótt og þið getið. Því næst flýtti hann sér út úr garðinum. Ég sagði ökumanni líkvagns- ins, að það væri bezt fyrir hann að fara.-Molly hvarf úr glugganum og hinir forvitnu dreifðust. Við vorum nálægt tíu mínútum að fylla holuna aftur, og svo fórum við líka. Tveim dögum síðar leit Rudy aftur út fyrir að geta dottið dauður nið- ur. Fred hafði höfðað mál gegn hinu opinbera og Rudy og kraf- izt tíu þúsund dollara í skaða- bætur. Hann ákærði fyrir heil- margt. Truflun á einkalífi, árás og ólöglega rannsókn, og að nafn hans hefði verið sví- virt í augum almennings. Rudy sagði, að þar sem ekkert annað lægi fyrir réttinum, myndi mál- ið tekið fyrir í næstu viku. Næstum allir íbúar bæjarins voru í réttarsalnum. Flestir urðu fyrir vonbrigðum, af því að engin virkilega góð kjafta- saga kom fram. Málið tók um tvo tíma. Fred hafði fengið hvassyrtan, ungan lögfræðing frá Carlinsville. Hann flutti mál sitt vel, og það var auðséð, að hann hafði mikil áhrif á kviðdómendur. Rudy fjasaði og þrasaði heilmikið, og jafnvel ég sá, að kviðdómendunum leidd- ist. Þeir voru úti í nálega tutt- ugu mínútur, og svo komu þeir inn og kváðu upp úrskurð sinn, sem var Fred í vil. Dómurinii féll á þá leið, að hið opinbera skyldi borga Fred 500 dollara og Rudy eitt hundrað. Dómarinn hélt áminningar- ræðu yfir Rudy. Ég hefi aldrei heyrt neinn mann tættan svo- leiðis í sundur opinberlega. Mér fannst þetta hlyti að kenna Rudy að halda sig á mottunni í dálítinn tíma. Ég hugsa, að dómarinn hafi verið á sama máli, og að þess vegna hafi hann sagt, það sem hann sagði. Bæjarbúar voru mjög æstir út i Rudy. Þeir gátu ekki annað en hugsað um þá peninga, sem málið hafði kostað bæjarfélag- ið. Rudý var mjög þögull næstu vikurnar, og meira að segja Molly var ekki nærri eins skraf- hreyfin og venjulega. Ég var viss um, að bæði Rudy og Molly báru hefnd í huga. Þau biðu eftir því, að fá tæki- færi til að gera sakirnar upp við Fred. Þau fengu tækifæri til þess eftir hálft ár. í þetta skipti var það Rudy sem færði mér fréttirnar. Fred hafði bersýnilega tekið til hend- inni aftur og grafið gröf í garð- inum seint kvöldið áður. í þetta skipti var það þó ekki eins og í fyrra skiptið. Um miðnætur leytið hafði Molly heyrt skot- hvell, og litlu síðar heyrt, þeg- þegar Fred tók gröfina. Rudy hafði kynnt sér málið, og nokkr- ir aðrir nágrannar höfðu einnig heyrt skotið. Fred neitaði að tala um skotið og einnig að gefa upplýsingar um, hvor Cora væri. Hún hafði aftur farið í burtu. Ég skal viðurkenna, að þetta leit mjög grunsamleega út. Molly var viss um, að nú hefði Fred losað sig við Coru, í þeirri trú, að hvorki ég né Rudy myndum voga okkur að grafa Framhald á næstu síðu. ILJJJ 'I 1 I / ■iMBÍMHIirk / ÆMSSSSSaBBIEBHBmV i5bh|íiSbí9hh| IH^HÍ íhbhbi wm1 iegm. ýÖft ^aindiegníötin bjófia yðut í' sejnn, /þaegi/egcy flík í SdL-l legum jiiti/m og öiu^gt skjól í ölluiíy / veðiuiji. ýÖR/ skjólfííki}! á eldii Jseid / yngri./ I I ^ f ' / / • / r I 1 I FALKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.