Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 41

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 41
gat farið upp í klukkustundar lestarferð á sumrum. Svo var hún oft líka vond, hún Skeið- *ra. — Fórstu ekki oft yfir hana á jöklí? — Jú, margar ferðirnar, bæði yfir hana og Jökulsá á Breiðamerkursandi. — Fórstu þá langt inn á Jökulinn? — Það var misjafnt. Stund- um var hægt að fara yfir á smá hafti, rétt við upptök Skeiðarár, en stundum varð að fara innar, það fór eftir ýmsu. Annars var miklu oftar farið ýfir Jökulsá á Breiðamerkur- sandi á jökli. og þar varð stund- um að krækja langt inn á jökul, til þess að komast yfir. Hann var oft svo sprunginn. Það kom fyrir að við urðum að fara þriggja til fjögurra tíma ferð inn á jökulinn, til þess að komast yfir hann. Og ósjaldan urðum við að brúa sprungur, til þess að komast yfir þær. Við höfðum þá með okkur timbur og lögðum það yfir sprungurnar, svo unnt væri að koma hestunum yfir. Stundum vorum við með ullar- poka með okkur á vorin, þegar farið var í kaupstaðarferðir, og þá var þeim troðið í sprung- urnar og þær brúaðar þannig. Já, það varð að neyta allra ráða, því ferðirnar um jökulinn Voru tafsamar og ekki hættu- lausar. Annars var reynt að fylgjast vel með leiðinni yfir Breiðamerkurjökul. Björn heit- inn Pálsson á Kvískerjum fylgdist með jöklinum og stik- aði leiðir eftir honum. Þetta var þjóðvegur á jökli, því hið opin- bera borgaði Birni eitthvað fyrir þetta starf. — Ætli það hafi ekki verið eini þjóðvegurinn hér, og þótt víðar væri leitað, á jökli? — Ég veit það ekki. Ég hef ekki heyrt um fleiri hér.. — En svo við snúum okkur að „nágrönnum“ þínum. Voru þáu ekki oft ófrýnileg, Núps- Vötnin og Skeiðará? — Þau gátu orðið býsna Vatnsmikil í hlaupunum, jú. tetta eru engin vatnsföll orðin ný, miðað við það sem var. Mér er til efs, að það sé meira f Súlu í hlaupum nú, en gat orfiið í stórrigningum, þegar ég eaan fyrst eftir henni. — Hlaupa þær ekki oft í einu, Súla og Skeiðará? 7- Jú, þannig er, að þegar Skeiðará hleypur, kemur alltaf hlaup í Súlu líka, enda er þetta hpphaflega sama áin. Maður sér ofan á jöklinum, hvar þær skiija og Súla rennur í vestur- átt. Skilin sjást eins og dökk'ur hryggur ofan á jöklinum. Súla kemur þannig alls ekki úr Grænalóni. En meðan Skeiðar- árjökull var þykkri en nú er, var afrennsli úr Grænalóni í Núpsá og má enn sjá farveginn, sem er víst einum 30 metrum ofar við núverandi yfirborð Grænalóns. Þetta hefur allt minnkað svo. Nú er afrennsli úr Grænalóni um þrönga glufu milli Eystra-Fjalls og Skeiðar- árjökuls, og fyrir kemur að hún stíflast. Þá koma smá- hlaup í Súlu, en þau eru smá- ræði móti því, þegar yfirborðið var 30 metrum hærra, eins og gefur að skilja. — Þú komst í hann krapp- ann í Skeiðarárhlaupunum, Hannes. — Nei, blessaður vertu, það get ég ekki sagt. — En þú lentir þó í þeim? — Jú, ég varð var við þau. Haustið 1922 fór ég póstferð austur og þá var með mér stúlka utan úr Landbroti, Guð- rún Pálsdóttir, dóttir Páls Sig- urðssonar í Þykkvabæ. Ég átti mér einskis ills von, enda gekk allt vel austur að sæluhúsinu á Skeiðarársandi. En þegar ég sá austur yfir af öldunni, sem það stóð á, gaf á að líta. Þar fyrir austan var vatnsflóð tekið að belja fram, sem ekkert vatn átti að vera og í því var talsverður jakaburður. Vatnið streymdi fram í mörgum ál- um þarna austan öldunnar og mér flaug strax í hug, að þetta væri byrjunin á Skeiðarár- Ég var því á báðum áttum, hvort ég ætti að halda áfram, einkum þar sem stúlkan var með mér, en fannst þó hálf hart að snúa við, ef þetta væri nú alls ekkert hlaup, þegar til kastanna kæmi. Það varð því úr, að við héldum áfram, og sagði ég stúlkunni ekkert frá grun mínum, til þess að fara ekki að hræða hana að óþörfu. Ferðin austur yfir gekk vel, þótt ég þyrfti að gæta mín vel á jökunum. En þegar austur að Skeiðará kom, sá ég, að hlaup myndi örugglega í aðsigi. Er við vorum komin austur yfir vestustu álana mættum við þeim Oddi og Runólfi í Skafta- felli, sem höfðu séð til ferða okkar og kömu á móti okkur. Því varð ég feginn, og fól öðr- um þeirra að gæta stúlkunnar austur yfir, en hinn fór á undan til að velja leiðina. Ég fór síðan austur að Svínafelli með póstinn og fékk Svínfell- inga til þess að fara með hann áfram austur, en er ég kom aftur að Skaftafelli, hafði vatn- ið litið vaxið. Varð því úr, að ég fór út yfir, og réði þar mestu, að ég gat engum boðum komið heim, um hvernig mér hafði reitt af, og bjóst við að fólkið heima yrði áhyggjufullt, er það sæi til hlaupsins og ég væri ókominn. Oddur fylgdi mér vestur yfir Skeiðará. Er ég var kominn að vatnsfallinu nýja austan sæluhússins, stanz- aði ég aðeins, en heyri þá skruðninga í átt til jökulsins. Tafði ég þá ekki lengur, en flýtti mér allt hvað ég gat vest- ur yfir. Það var farið að skyggja, en ég held, að ég hafi séð flóðbylgju æða fram sand- inn að baki mér, er ég var kom- inn yfir. Fleira bar ekki til tíð- inda í ferð minni, en sælu- húsið fór af í þessu hlaupi, og daginn eftir að ég fór vestur yfir var engum fært yfir sand- inn, nema fuglinum fljúgandi. Svo hafði ég dálítil kynni af Skeiðarárhlaupinu 1934. Það hlaup kom á útmánuðum, að ég held í marzlok. Hlaupið var að byrja, þegar ég fór austur yfir, og meðan ég var fyrir austan, komst það í algleyming. Ég átti að hitta vestanpóstinn á Kirkjubæjarklaustri laugar- daginn fyrir páska og vildi helzt ekki láta standa á mér, var alltaf illa við það. Það varð því, úr, að ég fékk tvo menn til þess að fylgja mér út yfir jökulinn, Þá Odd Magnússon og Jón Stefánsson. Við urðum að fara inn úr hlíð- unum til þess að komast að útfallinu, því hlaupið lónaði upp um alla aura. Er við kom- um inn að jöklinum gaf vissu- lega á að líta. Það var stórkost- leg sjón, sem ekki er hægt að lýsa með orðum, er jökulflóðið beljaði fram undan jöklinum með risastórum ísjökum, sem rákust saman með geysilegum hávaða og kaffærðu hvern ann- an og brotnuðu. Færðin var ekki góð á jökl- inum, blotasnjór í miðjan legg. Ég hafði fengið lánuð skiði í Skaftafelli, en var ekki vanur þeim og því ekki sérlega flink- ur. Enda notaði ég þau fyrst í stað til þess að draga dót mitt á þeim. Talsvert miklar sprungur urðu á vegi okkar og er við höfðum reynt að krækja fyrir þær árangurslaust, hætt- um við við það og reyndum að komast yfir þær. Urðum við að klifra upp og niður eftir veggjum sumra þeirra. Ég get ekki neitað því að þau voru hálf leiðinleg öskrin í henni Skeiðará, þar sem hún byltist fram undir jöklinum, og oft titraði hann undir fótum okkar. En allt fór þetta vel og þegar við vorum komnir yfir sprungubeltið lét ég fylgd- armenn mína snúa við og spennti á mig skíðin. Eftir um það bil tveggja stunda skíða- ferð kom ég í skarðið á Súlu- tindi og var þá búinn að vera alls um 4 stundir á jökli. Það var ekki síður stórkostleg sjón að sjá hlaupið þaðan, ég sá ekki betur en það breiddist yfir allan sandinn frá Ingólfshöfða að Veiðiós. Er ég var kominn í skarðið fannst mér sem ég væri kom- inn heim, enda kominn í Núps- staðaland. En þó var enn góð- ur spölur eftir, því ég þurfti að krækja fyrir hlaupið, sem flæddi yfir alla aurana og fara fram úr torfærum brekkum, þar sem skiptust á skógarkjarr, klettar og skriður, og færð var afleit í brekkunum vegna blota- snjós. En þetta fór allt saman vel og þegar fór að skyggja lýstu eldingarnar frá jöklinum mér. Ég komst heim í tæka tíð, og pósturinn náði vestan- póstinum á Klaustri. — Þetta hefur verið mikil svaðilför. — Nei, blessaður vertu. Það voru sumir að skamma mig fyrir það, að hafa látið fylgdar- mennina snúa svona fljótt við, en það var ástæðulaust að láta þá fara lengra. Ég þekkti þessa leið, ég var búinn að fara hana í áratugi. — Hvað stundaðir þú póst- ferðirnar lengi, Hannes? — Ég fór mína síðustu póst- ferð árið 1946. Þá hafði leiðin stytzt mikið. Hún hafði verið að smá styttast síðustu árin, og síðast var ekki farið nema austur í Öræfin. Þá hafði Björn Stefánsson á Kálfafelli, sonur Stefáns Þorvaldssonar, sem ég fór mínar fyrstu ferðir fyrir, tekið við ferðunum á móti mér. Svo var ekki þörf fyrir þessar ferðir lengur. Þeir voru farnir að fljúga í Öræfin og fluttu póstinn með flugvélum. — Manstu nokkuð sérstakt úr síðustu ferðinni þinni? — Nei, blessaður vertu. Ekkert sérstakt. Ég held að það hafi ekkert sérstakt borið við. Eitt bar þó sérstakt við. Þegar Hannes á Núpsstað spretti af hestum sínum í Núps- staðartúninu að lokinni þeirri ferð, var nærri lokið merkum kapítula í samgöngusögu ís- lendinga. Faxar fortíðarinnar höfðu senn lokið hlutverki sínu í flutningi pósts og fólks yfir einn torfærasta vegartálma á FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.