Fálkinn - 16.11.1964, Page 14
íste, íste í stórum skömmt- s
um er það sem heldur okkur
uppistandandi gömlu konunum f
á heitum sumrum hér syðra.
Ég lauk úr bollanum og hristi
teglasið svo glamraði í ísmolun-
um.
Það er bezt að láta nýjan
skammt í frysti, hugsaði ég
með mér, stjakaði hjólastólnum
mínum burtu frá skrifborðinu
og í áttina að eldhúsinu. En
áður en ég var komin hálfa leið
var barið að dyrum.
Ég sneri stólnum og fór inn
í dagstofuna þar sem geislar
síðdegissólarinnar streymdu
inn um gluggann. Og þarna, á
tröppunum fyrir utan, stóð eini
ættingi minn á lífi, bróðurson-
ur minn, Sidney Comstock.
Hann brosti við mér eins og
hann væri enn daggeislinn
hennar Töttu frænku.
Ég trúi ég hafi gripið and-
ann á lofti. Ég hafði. ekki séð
hann í fimmtán ár. Svo hvæsti
ég:
— Hvenær var þér sleppt laus-
um? Og hvað viltu hingað?
Hann smaug inn um gættina
eins og áll.
— En elsku Tatta frænka!
Eru það nú viðtökur!
— Þú átt ekki betra skilið
hafandi svívirt hreinan skjöld
Comstock-ættarinnar! Hvað
viltu hingað?
— Ég kom bara til að heilsa
upp á þig, kæra frænka. Hann
litaðist um í herberginu. —
Ertu ein? spurði hann var-
færnislega. Hvar er Delja?
— Hún á frí í dag, svaraði
ég og óskaði þess að svo hefði
ekki verið.
— Hvernig líður gamla
skrímslinu og hvernig heilsast
sjálfri þér?
Hann hlammaði sér á stól
andspænis mér og ætlaði að
taka um hendurnar á mér en
ég kippti þeim að mér. Fyrir
■ ■
Ijr | i ■ n 1B B HP® fkí ■
mm m 11 fei m h Wf §3! Kj ® Pá Im H|i
BHK ■ ■ ■ ggj ■ Mm wm. fiæB M| Kfg mS Ell
■BS HLJHI BBL ■ 1 m w
Ég hafði ekki brjóst i mér að svipta
[iann lífi af því hann hafði verið svo sætt
og yndislegt bar«t...
mörgum árum hafði Sidney
getið sér frægð sem glæpa-
maður er hann skaut til bana
afgreiðslumann á olíustöð sem
neitaði að afhenda kassann.
Eftir það gat ég ekki afborið
að snerta við þessum höndum.
Og Sid sem eitt sinn hafði verið
daggeislinn minn.
Minningin um þennan hýra
cg glaðlega dreng skar mig í
14 FÁLKINN