Fálkinn - 16.11.1964, Síða 17
Mikil ólga vegna hinnar
ný|u kvikmyndar
Ingmars Bergmans,
sem ber nafnii
ÞÖGNIN
Hann bætir við að list allra alda hafi sýnt þessa
hluti óhikað. Hins vegar hefur kvikmyndalistin
Orðið fyrir því, að þessir hlutir eru bannfærðir,
hvað henni viðkemur. Þessu verður að breyta í
því skyni, að kvikmyndalistin nái jöfnum þroska
og aðrar listgreinar.
Bersýnilega hefur sænska kvikmyndaeftirlitið
gert þessi orð að sínum. „Það er ekki hlutverk
eftirlitsins að gelda listaverk,” sagði Torsten Ek-
lund dósent, sem situr í nefndinni ásamt með
Vivica Starfeldt Barthel skáldkonu og barnalækn-
inum dr. Per Nordenfeldt. Þau bera ábyrgð á því
að „Þögnin“ kom óklippt fyrir augu Svía. „Sænska
kvikmyndaeftirlitið vill spyrna við ofbeldi, kvala-
losta og ruddaskap og öðrum eyðandi öflum í sál
mannsins. En samdrátt kynja skoðum við ekki sem
glæp eða ódæði. Kynkvöt er skapandi lífsafl. Við
klippum ekki myndir Bergmanns, við gætum alveg
eins vel brotið hluta af grísku höggmyndunum eða
skorið niður Shakespeare."
Þessi úrskurður nefndarinnar hefur að sjálfsögðu
vakið ýmsar deilur í Svíþjóð. Sumir halda því
fram, að djörfustu atriði myndarinnar séu sýnd af
svo miskunnarlausu raunsæi og atburðirnir séu
látnir gerast í svo mikilli „nálægð“, að varla geti
verið um listræna nauðsyn að ræða. Jafnframt er
á það bent, að fordæmið geti leitt til þess, að fólk
geri ekki greinarmun á verkum, sem framleidd eru
til að fullnægja dýrseðli mannsins, og hinum, sem
sköpuð eru sem listaverk.
Formaður eftirlitsnefndarinnar, Erik Skoglund,
sem var í leyfi, þegar þessi úrskurður var felldur
af starfsbræðrum hans, hefur viðurkennt:
„Það verður að draga markalínu milli kláms og
listaverka. Raunsæ, eðlileg ástaratriði, hluti af list-
rænni heild, geta aldrei skoðazt sem klám. Ef
hins vegar þessi atriði eru þjöppuð saman í stutta
kvikmynd, horfir málið öðruvísi við.“
Hinn konunglegi embættismaður Bergmann,
kærði sig ekki hót um þessar deilur: „Ég pípi á
eftirlitið — það er gersamlega þýðingarlaust, sagði
hann dönskum gesti. „Eina eftirlitið, sem ég viður-
kenni, er samvizka og innri þörf listamannsins
sjálfs. Það er eðli listarinnar að þróast án ytri hafta
og takmarkana. ,Það er aldrei hægt að setja sönn-
um listamanni fýrir eða neyða hann á einn eða
annan hátt, jafnvel ekki í smáatriðum.“
Leikkonur Bergmanns þurfti að minnsta kosti
ekki að neyða til neins. Ingrid Thulin, sem leikur
Ester í kvikmyndinni, hefur lýst því yfir, að hún
sé fyllilega samdóma aðgerðum persónunnar, sem
hún leikur.
Og Lissi Alandh, sem leikur „konu í bíó“ í einu
djarfasta atriði myndarinnar sagði: „í fyrstu var
ég óstyrk. Smám saman varð mér ljóst samhengið,
vissi, að þetta atriði var hlekkur í langri keðju,
Framh. á bls. 31.
Kvikmyndin ÞÖGNIN
segir sögu tveggja
systra á ferðalagi.
Önnur systirin, Anna,
er fráskilin og Lit,i drengurinn, Jóhann,
vergjörn. heldur áfram förinnl
með Önnu móður
sinni, móðursystir hans,
Ester, liggur dauðvona
eftir á hótelinu.