Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 19

Fálkinn - 16.11.1964, Page 19
ILVOGI Strandakirkja berst í bökkum. Framundan er beljandi Atlants- hafið en að baki sandflæmi, hraun og heiða- flákar. Það hvín ekki framar í hverfissteininum undan beittum ljánum enda fær nú grasið að gróa að vild á sumum þeirra kota sem áður áttu sinn þátt í byggð Selvogs. Það er ekki nóg með, að það sé allt þei. 1 land, heldur fjaran líka, og þarna er eng 1 flæðihætta. Að öðrum kosti hefði jörð 1 verið óbyggjanleg. Þá hefði þurft að pa> raka féð. Þarna voru slægjur engar, nema túnið, raunar voru þau tvö, eystra túnið gróið upp af sjófangi. Og útræði var í Herdísarvík allt f:á fyrstu tíð og allar götur fram til 1922. Þar voru sjómenn í veri og þótti slíkt hag- ræði, að jafnvel Landeyingar sóttu þangí ð til sjóróðra. Árni sýslumaður Gíslason át Á jafnan tvö skip í Herdísarvík, og var ve > stöð hans kölluð Krísuvíkurbúð. En Árni sat í Krísuvík, og þar er hann grafinn i 3 kirkju, raunar sá eini í kirkjugarðinum sem hvílir undir steini. Önnur leiði eru þar gróin og nafnlaus. í Herdísarvík er fremur veðursælt nema í norðanátt og þá getur orðið landbrim. Nú er Herdísarvík í eyði og þögnin geymir gömlu bæjarrústirnar við veginn, enginn dyttar lengur að grjótgarðinum, enda er hann víða hruninn og túnið í órækt. Þar stendur enn uppi baðstofa í gömlum stíl og önnur hús úr torfi, fjós, hlaða og fjárhús. Athygli vegfarandans beinist þó fyrst að einlyftu timburhúsi, sem stendur þar í túninu og horfir til sjávar, nú er búið að negla hlera fyrir alla glugga og dyrnar eru harðlæstar. Við- irnir í húsinu eru sorfnir vindum og veðrL í þessu húsi bjó skáldið Einar Benedikts- son síðustu æviár sín. nema 40 manns og ungur þingmaður Árnessýslu hefur gert að tillögu sinni að sameina hreppinn Ölfushreppi. Ýmislegt er gert í því skyni að við- halda jafnvægi í byggð landsins og stuðla að því að fólki þyki hag sínum betur borgið í heimasveit en á mölinni. Því þótti Selvogsbænd- um skjóta skökku við, þegar kaupfélagsstjórinn á Selfossi neitaði að sækja til þeirra mjólk, nema þeir hefðu minnst 70 kýr mjólkandi í fjósi. Taldi hann ekki borga sig að sækja mjólkina svo langan veg að öðrum kosti. Þó lét hann sækja mjólk á bæ, sem ekki er nema 14 kíló- metra frá Selvogi, og fór því fjarri, að þar væru 70 kýr í fjósi. En Selvogsbændur neyddust til að bjarga sér sjálfir, þeir reyndu á tímabili að koma þar upp mjólkurbúi sjálfir, en reyndust of fáliðaðir. Nú byggist búskapur þeirra nær eingöngu á sauðfjárrækt, enda eru skilyrði til þess ákjósanleg og raunar óvíða á landinuu betri. Ólafur Þorvaldsson bjó síðastur bænda í Her- dísarvík, sat jörðina frá 1927 til 1933, en varð þá að standa upp fyrir eigandanum. Einari skáldi Benediktssyni. — f Herdísarvík var gott að búa, sagði Ólafur mér, það er frábær útbeitarjörð, ég hika ekki við að segja langbezta beitarjörðin á Suðurlandi. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.