Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 43

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 43
Ei heldur máninn . . . Framh. af bls. 39. eina, sem skildi í raun og veru, hvernig allt var í pottinn búið. Hún vissi líka um tilveru þína, Andrew. Við vorum miklar vin- konur og eins oft og hún gat kom hún til okkar. Hún var þar líka .. . nóttina, sem hún dó. Alice hélt áfram og rödd hennar var hljómlaus en stilli- leg: — Þegar ég kom til mömmu var hún í miklu uppnámi. Og þegar hún var þannig hafði hún megnustu andstyggð á að fá sprautuna sem hún fékk á hverju kvöldi. Þú getur ímynd- að þér ... hvernig mér leið að verða beinlínis að gera það gegn hennar vilja... og ég vissi, hvað hún óttaðist. Hún var svo hrædd og hjálpar- vana... Án þess að segja orð gekk Rusty til hennar og rétti henni glas. — Drekktu þetta. Hún hlýddi því og hélt því næst áfram. — Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem ég varð að gefa henni sprautuna gegn vilja hennar — en þetta kvöld vissi ég að nú gat ég ekki meira. Ég man tæpast hvað gerðist. Ég stillti mig meðan ég var inni hjá henni, en þegar ég kom upp til Bettyar missti ég allt vald á mér og fór að gráta. Hún reyndi að hughreysta mig og sagði: „Vertu ekki hrygg, Alice. Nú fer ég til mömmu þinnar. Ég veit hvar allt er og hún er alltaf vingjarnleg við mig.“ þegar hún kom niður aftur var ég að nokkru búin að jafna mig. Ég hafði búið til te og kveikt á útvarpinu. Betty þrýsti hönd mína og hvíslaði að mamma hefði sofnað. Alice dró djúpt andann áður en hún sagði meira: — Þegar ég gekk inn til hennar morguninn eftir — tókst mér ekki að vekja hana . . . hún hafði dáið í svefni. — En það gat gerzt hvenær sem var — það hefurðu sjálf sagt, sagði Andrew. Rusty horfði beint á Alice. — Hvers vegna ásakar þú sjálfa þig? Og hvers vegna skyldi nokkur ásaka þig? Framhald í næsta blaði. Helztu breytingar eru: Diskahemlar framan (í staS venjulegra borðahemla). Ný krómhlíf (grill) framan, með breyttum stefnuljósum. Nýtt mælaborð. Nýtt stýrishjól (safety-steering wheel). Breyttir aðalljósa- og stefnuliósarofar. Breytingar ó lit að innan í samræmi við óklæðislit. Ný gerð af tauóklæði ósamt nýjum litum af gervileðri (vinyl). Enn fullkomnara loftræstikerfi. Hkim út KH. KRI5TJAN5SDN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.