Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 17
Ungar og þokkafull- ar stúlkur af anna.. Þær rændu þessu tagi voru veiðibráð systr- þeim, pynduðu þær og neyddu þær að gerast vændiskon- ur. Hóruhúsin keyptu stúlkur á 40 til 80 dali stykkið. SALA Eftir FERNANDEZ LOPES Þar sem hún stóð við einn gluggann tók hún eftir konu sem kom upp að hliðinni á henni. Hún horfði á sama glugga. Konan var miðaldra, klædd eins og mexíkani af miðstétt. Hún talaði yfir öxl stúlkunnar og sagði eitthvað um þessa fallegu leðurmuni í glugg- anum, verðmiðinn sýndi að hann kostaði 30 dali ameríska,, hnakk- urinn. Þær urðu samferða stuttan spöl og staðnæmdust við vöruhús. Stúlkan andvarpaði. — Ég vildi ég hefði peninga til að kaupa eitt- hvað af þessu. En launin sem ég íæ í skóverksmiðjunni hrökkva rétt fyrir húsnæði og fæði. Það litla sem afgangs verður sendi ég heim til að hjálpa systkinum mín- um sem eru of ung til að vinna. — Hvað borgarðu í húsaleigu? spurði konan. Stúlkan sagði henni það og þá fnæsti hún við. — Það er allt of mikið. Ég hef ágætt herbergi með fallegum húsgögn- um fyrir aðeins 36 pesos á viku. Konan og stúlkan gengu sam- hliða út á enda götunnar og skildu þegar stúlkan hafði lofað að hein> sækja konuna daginn eftir. Konan kynnti sig sem Una Delso. — Við tökum aðeins við stúlk- um sem okkur fellur í geð, útskýrði frú Delso, við getum ekki leigt slæm- um stúlkum svo það er öllum fyrir beztu þú segir ekki frá því í verksmiðj- unni hvert þú flytur. Annars verður stöðugur straumur af stelpum sem vilja fá leigt. Mér fellur vel við þig, Jósefína, ég vil gjarna hjálpa þér. Péres Guerra leynilögreglumaður hafði einmitt verið fluttur til León. Og það var engin tilviljun. Hann hafði v«p- ið í Monterry og 1962 hafði hann krrrhið upp um glæpahring sem stundafði hvíta þrælasölu ljóst. LögregJumtíðurinn sem átti að fylgjast með hringnum hafði þegið mútur og ekkert aðhafst. Árið 1963 fékk Guerra svo skipun um að fara til León sem bóndi í atvinnuleit. Hann átti ekki að segja lögreglunni á staðnum frá því hver hann var. — Það getur verið að okkur skjátlist, sagði yfirmaður hans. Stúlkur koma og fara og foreldrar hafa alltaf áhyggjur en ríkissaksóknarinn í Mexíkó City hef- Ur fengið tíu mannshvörf til meðferðar á einu ári. Allt eru það stúlkur og all- ar hverfa þær I León! Við höfum verið beðnir að rannsaka málið og þér urðuð ^ Framhald á næstu síðu. FÁLKINÞÍ 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.