Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Page 26

Fálkinn - 23.11.1964, Page 26
rovsn IOIMIW bílaleiga ina^niisar ««kipli»lli 21 n'mar: 21100-2111(5 Haukur (juðmuhdMch HEIMASIMl 21037 Biðin ... Framhald af bls. 24. höfðu borðað, og bað hana að koma því til mannsins, sem væri í framkjallaranum. En hún yrði að muna það, að þetta kæmi aðeins sér og henni við. Þura hikaði, horfði á hús- móður sína og strauk hárlokk aftur fyrir eyrað. „Þér er óhætt,“ sagði Þórdís. „Ég bið þig aldrei um neitt, sem sakar þig.“ Þura roðnaði, tók skálina og fór með hana niður. Var þá maður í kjallaranum eftir allt saman? hugsaði hún og hjarta hennar fór að berjast óeðlilega hratt. Jæja, hurðin á milli kjallar- anna var ekki einu sinni læst, aðeins krækt með litlum krók, sem Þura hafði ekki tekið eftir áður. Nú rifjaðist upp fyrir henni, að það sem hún hafði eMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mm Einangmrgler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlaerötu 57 — Sími 23200. 26 heyrt þau hjónin tala saman í vetur rétt fyrir vertíðina. Auðvitað myndi Þórdís þekkja þennan mann. Þura kom við krókinn og ýtti hurðinni upp. Það var hengt fyrir gluggann á smíðakjallaranum, og gott luktarljós stóð á kassa við bedda, sem stóð rétt við stein- vegginn. Á öðrum kassa, rétt við ljósið, sat gamall maður. Hár hans var mikið og dökkt, nema hvað það var farið að grána í vöngunum. Hann var með alskegg, klippt og vellag- að. Þuru varð orðfall. Hún stóð kyrr, hélt á skálinni og horfði á manninn. Ekki var hægt ann- að að segja en þessi ókunni gestur tæki eftir telpunni. Hann rýndi á hana litlum, hvössum, kringlóttum augum. Loks áttaði telpan sig. Hún sagði óeðlilega hratt: „Hún Þór- dís bað mig að fá þér þetta,“ um leið rétti hún honum skál- ina. „Guðlaun," sagði hann og rétti fram báðar hendur. Hann setti skálina á milli hnjánna og hélt henni þennþá með báðum höndum og horfði fast á Þuru. „Því komst þú?“ sagði hann laks. „Þórdís er lasin.“ „Lasin.“ Hann leit af telp- unni og horfði á ljósið. Hún sá, að augu hans voru ekki lengur hvöss og stingandi, heldur djúp og dreymandi. „Hvað get ég verið í sam- bandi við það?“ sagði hann lágt við sjálfan sig. „Ha?“ sagði Þura og starði spyrjandi á ókunna manninn. Hann hrökk við og tautaði: „Ég sagði ekkert.“ Þura hraðaði sér út og gleymdi að bjóða góða nótt. Á þessari stuttu stund, sem hún staldraði við í kjallaranum, fannst henni hún hafa elzt og þroskazt. — Hún vissi leyndar- mál, — og þó — hvaða leyndar- mál? „Þura, en hvað þú varzt lengi.“ Stúlkan leit fjarhuga á hús- móður sína. — „Lengi, fannst þér það?“ „Fóruð þið að tala saman?" „Lítið, hann spurði um þig?“ „Já, auðvitað. Blessaður gamli maðurinn.“ „Þórdís, því er hann svona?“ „Hann er bara umkomulaus maður, sem vinnur hér fyrir sér yfir vertíðina." Þura þagði. Hún fann að þetta var ekkert svar við því, sem hún var að spyrja um. Þessi gamli maður var eitt- hvað allt öðruvísi en hún hafði hugsað sér fólk. Skyndilega datt henni nýtt í hug. „Er hann ruglaður?“ spurði hún. Þórdís fölnaði ögn við og starði á stúlkuna. — „Því kem- urðu með svona getsakir, telpa? Þú skalt muna það, sem ég hef sagt þér, að koma fram við aðra eins og þú vilt, að aðrir komi fram við þig.“ Þura strauk hárlokkinn aftur fyrir eyrað og fór að raða upp diskunum, sem Þórdís var að ljúka við að þvo upp. Víst ætlaði hún ekki að segja neitt niðrandi um þennan gamla mann. Og þó hún spyrði, hvort hann væri ruglaður, hélt hún, að það væri ekki neitt ljótt, ef svo væri. En hún vissi líka, að Þórdís vildi ekki neitt skvaldur á annarra kostnað. Hún taldi það ekki lánsmerki, hvorki fyrir þetta líf né hið komandi. Þuru fannst það ekki skemmtilegt að þurfa nú þegar að hugsa um hið ókomna líf, en Þórdís taldi það sjálfsagt, og hún vissi, að hún var góð kona og vitur, og Þura var ákveðin í að taka sér kosti hennar til fyrirmyndar. Næsta dag var heilsa Þór- dísar svo léleg, að hún lét Þuru hjálpa sér meira við hússtörf- in en venjulega. Nú sendi hún hana, rétt fyrir hádegið, bæði með matarskál og kaffi, sem hún átti að setja á kassann, er luktin stóð á. Þura fór þetta hiklaust og án athugasemda. En nú var eng- inn í kjallaranum. Luktin stóð ljóslaus á kassanum, og það hafði verið tekið frá gluggan- um. Úr kassanum tók hún tómu skálina frá því kvöldið áður og tóma kaffiflösku. Hún gekk frá þessu, eins og henni hefði verið sagt og flýtti sér svo upp aftur. Hún beið þess, að Þórdís spyrði sig einhvers, en hún gerði það ekki. Þetta var sjálf- sagt ekki annað en hún sjálf hafði innt af hendi án þess að ræða um það, síðan þessi mað- ur kom í húsið. Allan daginn var ókunni maðurinn við og við að koma upp í huga Þuru. Skyldi Þór- dís láta hana færa honum aftur í kvöld og hvað myndi hann þá segja? Vel gat hún sagt eitthvað við hann. Hvort honum leiddist ekki að vera einum, eða eitthvað þess hátt- ar. Einhverja ættingja hlaut maðurinn að eiga, hún gat gjarnan spurt hann, hvar þeir væru. Annars vissi Þura, að Þórdís myndi ekki ætlast til þess, að hún færi að ræða víð manninn. — Fæst orð höfðu ávallt minnsta ábyrgð, — vftr hún vön að segja. Líklega myndi húsmóðirln rétta mörgum einstæðingi bita og sopa, svo fáir vissu um’. Einu sinni í rökkrinu fyrir jólin í vetur hafði Þórdís seht hana með þungan pakka tíl Bjössa gamla og Sigru 'i Bryggjuhúsinu. Mikið höfðti þau blessað Þórdísi og sagt þáð ekki vera í fyrsta sinn, sem hún hefði dregið skugga frá augum þeirra. Sigra brá sér aðeins fram og skoðaði innihald pakkans, en þegar hún kom aftur inn, var daufara yfir henni og sagði hún þá, að hún væri alveg vita við- bitslaus. Líklega ætti Þórdís sín enga flotögn. Þetta þótti Þuru í meira lagi móðgandi, þó hún léti ekki á neinu bera í návist Sigru. En; á heimleiðinni lagði hún sinh dóm á þetta fólk. Það var nú meira, hvað það var vanþakk- látt. m Þegar Þura kom heim ú*r: þessari sendiferð, spurði hus- móðirin hana um líðan þeirr*a hjóna í Bryggjuhúsinu, o'g' hvort Sigra sín hefði eÉltí kvartað um, að sig vantaði eitthvað sérstakt? Þura sagði henni þá allt, sem þeim hefði farið á milli og gaj, ekki látið vera að býsnast yfip, frekju Sigru. , , r\ rr^n BKARTGRIPIR Irúlofunarhrlngar • HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.