Fálkinn - 23.11.1964, Side 30
Biðin . . .
Framh af bls. 27.
um fjöruna. Fólkið dreif að.
Ótrúlega margir söfnuðust
þarna saman á jafn skömmum
tíma. Einn af þeim var Bragi.
Hann var fálmandi og ráða-
laus. — En hvað var þetta?
Hann gleymdi sjálfum sér. —
Þarna skaut Sveini gamla upp
með drenginn. Hann fór sér að
engu óðslega og þó neytti hann
allra sinna krafta. — Það var
hásjávað, og brátt voru þeir
báðir á bryggjunni, Sveinn og
drengurinn.
Gamli maðurinn var ekki
fyrr kominn upp á bryggjuna
en hann fór að gera lífgunar-
tilraunir á Tryggva. Hann gat
ekki trúað því, að drengurinn
ætti að deyja, fyrst hann var
látinn bíða eftir þessari stund.
Náð Guðs hafði svo oft verið
nærri honum, — og nú, — ó,
drengurinn var með lífi. — En
þarna kom læknirinn, svo hans
þurfti ekki lengur með.
Sveinn tók úlpuna sína. Nú
fann hann, að hann var stirð-
ur af að vera í þessum blautu
fötum. — Hann rölti inn fjör-
una, tár runnu niður vanga
hans. — Lífið var dásemd, ef
Guð vildi blessa verk manns,
annars var það þreytandi leit
Og bið.
Sveinn gamli strauk sigg-
grónu hendinni yfir andlit sér.
Hann leit upp í skýlausan him-
ininn. ÖIl þessi mikla dýrð var
lofgjörð um Hann, sem var frá
upphafi vanmáttugum hjálp og
vörn.
Bragi leit spyrjandi í kring-
um sig. — Hvar var Sveinn?
Stundu seinna hitti Bragi
Svein gamla í kjallaranum, þar
sem hann var kominn í þurr
föt og búinn að stinga niður
dóti sínu, — kannski aleigu
sinni, — hver vissi það? Hann
gerði hvorki að kvarta né van-
þakka.
Bragi þrýsti gamla mannin-
um að sér, án þess að koma
upp nokkru orði.
Sveini fannst fátt um slík
atlot. „Þetta er ekki mér að
þakka,“ sagði hann, — „heldur
Guði, sem grf mér máttinn."
Fyrir orð Þórdísar lét Sveinn
gamli það eftir að láta þurrka
íötin sín og bíða næsta dags.
Annars var kominn ferðahugur
í gamla manninn, því nú hafði
hann ekkert að gera þarna
lengur.
JálkiHH tfhjyut4 út!
nú heyrist kallað í talstöðina
á í-248. Gunnar er beðinn að
doka við, hann fer nú fyrir
lestinni. Tveir bílanna liggja
þversum í einni brekkunni
uppi á heiði. Þeir hafa runnið
í hálkunni og verður ekki þok-
að.
— Hvað eru þeir að villast?
tautar Gunnar og stöðvar bíl-
inn, hallar sér fram á stýrið
og grípur tækifærið að fá sér
hænublund, því nú hefur hann
ekið látlaust í fjórtán klukku-
stundir. En svefninn stendur
ekki nema þrjár mínútur, þá
réttir hann úr sér aftur, kallar
í talstöðina og spyr, hvernig
gangi. Það líður nokkur tími,
unz svarað er, sýnilega eiga
þeir í bagsi. Loks koma þó boð
þess efnis, að bílarnir báðir
séu nú komnir á veginn og vísi
í rétta átt, og þá er ekki lengur
til setunnar boðið, Benzinn tek-
ur nýjan fjörkipp og rennur
léttan áleiðis í Vatnsfjörð.
Sólarupprás og hænsna-
gagg á Hrafnseyri
Við Vatnsfjarðarskála er
staldrað við andartak, og þar
svo um munar. Þessi vegur var
lagður fyrir fjórum eða fimm
árum og hefur ekki þurft að
henda í hann skóflufylli eða
lagfæra hann á neinn hátt. í
hann var notaður botn úr upp-
þornuðu stöðuvatni nærhendis,
og auk þess liggur hann á
klöpp. Svo sagði mér maður,
sem fór um land allt á einum
mánuði í hitteðfyrra og kom
í öll kauptún og sveitir lands-
ins og fór hvern vegarspotta,
að hvergi á landinu geti betri
veg en þennan.
Nú er tekið að birta á ný
og leiðin liggur ofan í Dynj-
andavog, sem skerst inn úr
Arnarfirði. Hér bjuggu galdra-
menn fyrrum, og hver veit
nema leynist einhver enn í dag
kveður einn bíllinn lestina og
heldur í áttina til Patreksfjarð-
ar. En hinir skríða langan
brattan fjallveg upp á Dynj-
andaheiði. Þar við vegbrúnina
hafa vegavinnumenn gert sér
til dundurs að reisa styttu úr
steinsteypu, það er manns-
mynd, og fótstallurinn mann-
gengur. Ekki veit ég, hvað
þessi steinsteypumaður á að
tákna, það er kannski efni í
doktorsritgerð fyrir fornleifa-
fræðinga eftir tvö þúsund ár,
þegar atombomban hefur eytt
þessu mannkyni og Guð búið til
nýtt.
Dynjandaheiði er ákjósanleg
tilbreyting fyrir bíl og mann
eftir puðið á hinum fyrri fjall-
vegum. Þar liggur beinn og
breiður vegur ofan á fjallinu,
enda er nú slegið í merarnar
lilaðurinn og bíllinn .. .
Framhald af bls. 15.
dregur ekki úr fegurðinni að
koma ofan Þingmannaheiði í
Vatnsfjörð. í þetta sinn eigum
við þó ekki von á ilmi úr grasi
í Vatnsfirði, en látum okkur
nægja að minnast hans frá
liðnu sumri. Það var í Vatns-
firði, sem Hrafna-Flóki bjó um
sig árlangt, og þá var fjörður-
inn fullur af veiðiskap, svo
hann gætti ekki að fá heyjanna,
og féll allur kvikfénaður þeirra
um veturinn. En mér gefst ekki
tóm til að hugsa meir um þann
fyrsta búskussa á Islandi, því
á einhverjum bænum. Nú eru
hér flestir bæir í eyði, og ýms-
ir hrukku upp með andfælum
um daginn, þegar spurðist, að
sjálf Hrafnseyri væri komin í
eyði. Það var rokið til í skyndi
og fenginn maður til að vera
þarna vetursakir ásamt konu
sinni, við erum með eldavélina
fólksins og rennum í hlaðið.
Þar er enginn maður á fæðing-
arstað Jóns Sigurðssonar, tómt
húsið heilsar okkur syfjuðum.
af fjalli. Þetta er fyrsta
koma mín til Hrafnseyrar og
ekki ýkja hátíðleg, þegar Gunn-
ar opnar bílinn að aftanverðu
að ná út eldavélinni, heyrist
ámátlegt gagg í mörgum hæn-
um. Þær kúra sig þarna í fjór-
um pappakössum, og för þeirra
er heitið á Þingeyri. Ég hafði
ekki hugmynd fyrr um þessa
fiðruðu ferðafélaga okkar, og
gaggið í þeim blandaðist saman
við minninguna um þjóðhetj-
una, er sleit barnsskónum hér á
hlaðinu. Sólin er að koma upp
og ber í lágan kirkjustafninn,
trékrossar og legsteinar varpa
þunnum skugga á snjófölið i
garðinum: undir þessum kross-
um og steinum hvíla nú einu
íbúar Hrafnseyrar. Þegar elda-
vél fólksins er komin í hús, er
haldið aftur af stað, nú er eftir
einn hæsti fjallvegurinn á leið-
inni, Hrafnseyrarheiði.
Það er nær hádegi, þegar við
rennum inn í þorpið á Þingeyri,
hér þarf að losa álitlegan hluta
af farminum. Ég nota tækifær-
ið og lít til þeirra frú Huldu
og Höskulds, og þar er mér tek-
ið með tveim höndum og drifið
í mig heitt kaffi og smurt
brauð. Þegar Höskuldur hafði
gengið úr skugga um, að Gunn-
ar og Ebenezer væru enn ekki
ferðbúnir, var lagt á borð að
nýju, og í þetta sinn kæst skata
að vestfirzkum sið. Hér á Þing-
eyri var mikil drift í gamla
daga, þá stóð hér útgerð og
verzlun í blóma, hinum megin
fjarðarins rak kaftein Berg sína
hvalveiðistöð og jós gullinu
upp úr sjónum, unz búinn var
allur hvalur, héðan gerðu Ame-
ríkumenn út á lúðuveiðar áður
fyrr, og franskar duggur röð-
uðu sér á fjörðinn með barkar-
lituð segl, og þarna upphófst
sérstakt tungumál, Haukadals-
franskan; kaupmenn á Þingeyri
beittu sér fyrir menningarlífi
á staðnum og efnt var til fjöl-
mennra hátíða. Nú kveður allt
við annan tón í þessu fallega
byggðarlagi, unga fólkið flyzt
burt, strax og það kemur undir
sig fótunum, og óðum minnka
umsvif þeirra, sem eftir sitja.
Það er kominn rigningar-
30
FALKINN