Fálkinn - 23.11.1964, Side 31
suddi þegar við höldum frá
Þingeyri inn Dýrafjörð og
syrtir í lofti. Nú er farin
Gemlufallsheiði í Önundar-
fjörð. Það gerir lítilsháttar él
á okkur uppi á heiðinni, og
nú fréttum við í talstöðinni, að
komin sé slydda á Breiðadals-
heiði, síðasta og hæsta fjallveg-
inn. Nú ökum við fram á D-24
hann er stopp upp á Gemlu-
fallsheiði. Stýrið situr fast.
— Það er ekki allt unnið við
að hafa vökvastýri, segir Gunn-
ar, og enn bregður hann sér
út, húddið á þeim bláa er rifið
upp á gátt, svo hann gapir mót
norðri, og þeir hella sér í það
að rífa dýnamóinn úr honum.
Hér verður hann að sitja um
sinn, þar til þeir fá gert við
dýnamóinn á ísafirði. Og jafn-
skjótt berast fréttir um, að
Volvó hafi þrotið erindið á
Breiðadalsheiði.
Meðan þeir rífa dýnamóinn
úr, kallar Þingeyrar Radíó okk-
ur upp, séra Stefán hafði verið
beðinn um að fylgjast með af-
drifum bilsins, sem fór til
Patreksfjarðar. Það kemur þá
í ljós, að bíllinn hefur ekki
komið til Patreksfjarðar á til-
settum tíma, og símstöðin á
Patreksfirði hafði neitað að
hringja á þá bæi, sem liggja við
veginn og grennslast fyrir um
bílinn. Prestinum er auðheyri-
lega mikið niðri fyrir, þegar
hann tilkynnir okkur þetta, og
jafnframt má heyra, að hann
sé ekki af baki dottinn, hann
kveðst samstundis hafa sam-
band við formann Slysavarnar-
félagsins á Patró og fá hann til
að ganga í málið.
Og séra Stefán setur allt af
stað, og árangurinn lætur ekki
KAFFI!
Kaiiisopinn indœll er*
eykur ijör og skapið kœtir.
Langbczt jafnan likar mér
Ludvig David kaiiibœtir.
0. J0HNS0N
I & KAABER H.F.
á sér standa. Það er varla lið-
inn stundarfjórðungur, fyrr en
koma fréttir af bílnum og var
hann þá heill á húfi. En hér
hefði getað farið verr, því það
kemur í ljós, að hann hefur
lent út af veginum í Vatnsfirði
utanverðum og komst ekki
sjálfkrafa upp aftur. En hér fór
betur en á horfðist, engin slys
urðu á mönnum, og dráttarvél
frá Brjánslæk tókst að bisa
bílnum aftur á réttan kjöl.
Og nú sannfærist ég enn
betur um það, sem Gunnar
Pétursson sagði, fyrr í ferðinni
um prestinn á Þingeyri, þetta
er maður, sem ætti að verð-
launa.
„Þið farið þetta strax
aftur!“
Ferðin gengur að óskum,
það sem eftir er leiðarinnar,
upp snarbrattar hlíðar Breiða-
dals, síðasta spölinn í áfanga-
stað. Við höfum verið á ferð-
inni stöðugt í hálfan annan
sólarhring, án þess að nokkur
hvíld gæfist. Og þó segir Gunn-
ar mér, að í þeta sinn hafi allt
gengið snurðulaust, færðin ver-
ið með betra móti. í fyrra voru
þeir eitt sinn fimm sólarhringa
frá Reykjavík til ísafjarðar.
Fannfergi, skriðuföll, aurbleyta
og vatnsflaumur hafa oft leikið
þá grátt, en aldrei gefast þeir
upp. Það er ekki með í dags-
skipuninni. Breiðadalsheiði er
oft erfið, þar fennir á skömm-
um tíma, svo vegurinn færist
á kaf. Og ofan á náttúruöflin
Framhald á bls. 33.
Mig langar mjög mikið til
að vita hvað stjörnurnar segja
um framtið mína. Ég er trú-
lofuð og vinn úti.
Ég er fædd 1943 kl. 9 um
morgun.
Með fyrirfram þökk.
Helga.
Svar til Helgu:
Þú hefur, eins og svo margar
ungar stúlkur á þínum aldri,
allar pláneturnar fyrir ofan
sjóndeildarhring eða rísandi,
sem kallað er, og hefur þú því
tækifæri til að geta notið
flestra eða allra þeirra hæfi-
leika, sem fyrir hendi eru. Þú
ættir einnig að geta náð góðum
árangri í flestu því, sem þú
tekur þér fyrir hendur.
Ég mundi halda, að þú værir
fædd örlítið seinna en þú gef-
ur upp, því þá kemur Nauts-
merkið á geisla sjöunda húss,
en það er sólmerki unnusta
þíns. Það er nokkuð algengt,
að sólmerki eiginmannsins sé
á geisla sjöunda húss hjá kon-
unni.
Kort ykkar eiga að mörgu
leyti vel saman. Þið eruð bæði
fædd í jarðmerkjum, Venus er
einnig í jarðmerkjum, og Marz
í loftmerkjum. Þetta bendir til
að tilfinningaeðli ykkar sé
mjög líkt, og þyrftu því ekki
að verða árekstrar út af því,
eins og stundum vill verða.
Það má búast við því, að þó
þú giftir þig, þá hafir þú alltaf
löngun til að vinna utan heim-
ilis og skapa þér góða aðstöðu
í þjóðfélaginu. Einnig í félags-
lífinu muntu leitast við að vera
leiðandi manneskja.
Fiskamerkið á geisla fimmta
húss bendir til mikillar frjó-
semi og margra barna, en þar
sem unnusti þinn er með miður
frjósamt merki þar, má búast
við, að barnahópurinn verði
svona meðalstór.
Merki Nautsins á geisla
sjöunda húss eykur löngun
þína eftir ást, en gerir þig hins
vegar nokkuð vandláta á því
sviði. Þegar málin eru komin á
það stig að verða hjónaband,
ert þú einlæg og vilt, að þér
sé sýnd full einlægni á móti,
og þú munt gera þitt til að
hjónabandið endist út ævina.
Merki Ljónsins á geisla
tíunda húss er mjög hagstætt
fyrir öll störf sem leiðbein-
andi og kennari. Kennsluhæfi-
leikinn er einn aðalkostur þessa
merkis. Þér mundi falla betur
að vinna eitthvað sjálfstætt
heldur en undir stjórn annarra.
Það eru mjög hagstæðar af-
stöður, með tilliti til hjóna-
bands, fyrir ykkur bæði, núna
í ár og einnig 1965.
Það má búast við, að fjár-
hagur unnustans verði ekki sér-
lega góður nokkur næstu ár,
en það lagast og batnar alltaf,
eftir því sem á ævina líður.
Þú ættir sem minnst að
skipta þér af sameiginlegum
fjármálum ykkar, það leiddi
bara af sér árekstra.
FALKINN
31