Fálkinn - 23.11.1964, Side 33
Maðurinn og bíllinn ...
Framhald af bls. 31.
og höfuðskepnurnar þurfa þeir
líka að etja kappi við vega-
gerðina. Þeir eru ekkert allt of
bráðlátir að ryðja heiðarnar,
þegar snjóar.
Gunnar sagði mér, að hann
hafi farið þess á leit við vega-
málastjóra um daginn að ryðja
Breiðadalsheiðina með ýtu, þá
var hún orðin ófær vegna
snjóa. Vegamálastjóri tók
þeirri málaleitan heldur
dræmt:
— Það þýðir ekkert að ryðja
þetta fyrir ykkur, sagði hann,
þið farið þetta strax aftur.
Og það er að heyra á Gunn-
ari, að svona rökvísi gildi ekki
í fjallaferðum vestra, þótt hún
þyki fullgóð á skrifstofum
syðra. Það hefur bjargað þeim
Gunnari og Ebenezer að þeir
eigi sjálfir tvær ýtur, sem þeir
geta gripið til, þegar í nauðir
rekur. Eitt sinn lögðu þeir af
stað með þrjá bíla frá ísafirði
og þá lá fannfergi á Breiðadals-
heiði, með í förinni voru tveir
verkfræðingar og þeir hristu
sín lærðu höfuð. En Gunnar
lét aðra ýtuna fara fyrir fylk-
ingunni og draga einn bílinn,
jafnframt því sem hún ruddi
brautina gegnum samfelldan
snjóskaflinn, siðan kom hin ýt-
an og dró bílana tvo. Og þannig
silaðist lestin yfir heiðina.
Það er mikið áhugamál Vest-
firðinga, að lokið sé vegarlagn-
ingunni inn úr Djúpi, frá Arn-
gerðareyri til ísafjarðar. Enn
vantar 50 kílómetra til þess, að
vegurinn nái saman. Og lítill
áhugi hjá þeim, sem stjórna
þessum málum. En sá vegur
mundi leiða til þess, að fært
yrði til ísafjarðar árið um
Það er ekki til setunnar boð-
ið á ísafirði, þótt menn séu
þreyttir eftir ferðina, nú er
tekið til óspilltra málanna að
afferma bílana og síðan að
hlaða þá á ný. Það er eftir
engu að bíða, strax skal haldið
suður á ný til Reykjavíkur og
brátt eru bílarnir hlaðnir ýms-
um varningi: selskinn og æðar-
dún, filmum, gleri, umbúðum,
niðursuðu, og fl.
Gunnar gefur sér þó tíma til
að líta inn heima hjá sér á
Hlíðarvegi 17, cg konan er með
heitt á könnunni handa okkur
öllum. Sigríður Sigurðardóttir
fagnar manni sínum vel og spyr
frétta af ferðinni, annars hef-
ur hún haft spurnir af honum
lengst af. Það er víða hlustað
á viðskiptin í loftinu, því marg-
ir eiga undir því, að vörurnar
berist í tæka tíð. Til dæmis
voru forstjórar niðursuðuverk-
smiðjunnar orðnir heldur
kvíðafullir að fá ekki dósirnar
sínar að sunnan.
En þótt náð sé áfangastað
eftir langa og stranga ferð, er
hreint ekki til setunnar boðið
því strax næsta kvöld halda
fyrstu bílarnir af stað upp á
Breiðadalsheiði á ný.
Mér verður hugsað til Sísífos-
ar í hinni grísku goðsögu er ég
fylgist með þungskreiðum full-
hlöðnum bílunum leggja á heið-
ina, sem þeir komu ofan í gær.
Á honum hvíldu þau álög að
velta um alla eilífð sama stein-
inum upp sömu fjallshlíðina,
þegar hann náði brúninni varð
hann að láta steininn velta nið-
ur hlíðina aftur, síðan gekk
hann sjálfur niður á eftir og
tók að velta steininum á ný upp
á fjallið. Og þannig koll af kolli
um aldur og ævi.
Þeir hverfa mér sjónum i
nætursortann þessir frændur
Sísífosar, bíll og maður. Vegur-
inn dregur þá, landið og nóttin
umlykur þá.
3^11=33
Þetta.er einfalt reikningsdæmi út af fyrir
sig, en ókaflega athyglisvert þegar skyrta
á í hlut. Nýja nælonskyrtan frá okkur,
Terella de luxe, sem kemur nú á mark-
aðinn, fæst í þrem ermalengdum innan
hvers númers, sem eru ellefu alls. Skyrt-
an er því í rauninni fáanleg í 33 -mis-
munandi stærðum, en það þýðir einfald-
lega að þetta er skyrta, sem passar á
alla. Terella skyrtan er hvít, úr mjög
vönduðu ensku efni. Og svo ættuð þér
þara að sjá hve falleg hún er— gerið
það í næstu búðarferð. VÍR
terel a.
-ss=s5”^^2—-
kring, þá væri nóg að ryðja
eina heiði í stað sjö. En þessi
vegagerð á langt í land, og því
verða ísfirðingar enn um sinn
að treysta á þá félaga Gunnar
& Ebenezer.
Hvít þrælasala
Framhald af bls. 19.
tókst að læsa handjárnum um
úlnliðina á henni fyrir aftan
bak.
Guerra þaut að dyrunum,
reif þær upp á gátt og varð nær
örvita við þeirri sjón er blasti
við honum. Jósefína var bund-
in nakin á rúmbálk og yfir
henni stóð mexíkani með flösku
í annarri hendi en hina hend-
ina lét hann hvíla á líkama
hennar. Stúlkan virtist með-
vitundarlaus.
Framh á næstu síði).
FALK.I NN
33