Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Side 36

Fálkinn - 14.12.1964, Side 36
SMAIR * nota POLAR rafgeyma GJAFAVÖRUR Sendum heim og í póstkröfu. VALVER hf. Laugavegi 48 — sími 1-5692 Sólgeisli Framhald aí bls. 33. fullur af háværu fólki mest- megnis hermönnum og vinkon- um þeirra, skálaglamri, hrjúf- um hlátrasköllum, stólasargi, upphrópunum og lauslegu söngli. Það kemur alltaf jafn- ónotalega við hann að sjá þessa tilbúnu glaðværð, og hann flýtir sér inní eldhús- ið til að heilsa uppá heimilis- fólkið. Honum er tekið af sömu fölskvalausu ástúðinni einsog jafnan þegar hann ber að garði. Stjúpa hans hellir strax uppá könnuna til að gefa honum nýtt kaffi og systkinin hópast um hann og segja honum það helzta sem gerzt hefur síðan hann kom síðast. Faðir hans situr 1 eldhúshorninu með glas og er orðinn góðglaður. Hann leikur við hvern sinn fingur: — Mikill bissness í kvöld *— og fjandinn hafi þó þeir hafi mölvað tvo stóla, bara ef gluggarnir fá að vera í friði í þessu fárviðri. Það eru þessir 36 FALKINN tveir bölvaðir korpóralar sem alltaf fara í hár saman útaf sömu stúlkukindinni. Hún er í stökustu vandræðum með þá — kærir sig víst um hvorugan. Heyrðu elskan mín, hún var að spyrja hvort hún mætti ekki liggja hér hjá okkur í nótt til að losna við þá, segir hann og lítur á konu sína. Hún anzar engu í fyrstu, er alltaf jafnhljóð og æðrulaus hvað sem á gengur, maður gæti næstum sagt hún væri skap- laus ef fortíð hennar segði ekki allt aðra sögu. Þessi skapmikla kona hefur lært að beygja sig undir vilja og duttlunga manns- ins sem hefur átt með henni 5 börn. Henni er þvert um geð að reka þessa knæpu, en hún þekkir hann og veit að þau geta hvorugt án hins lifað: henni þykir á sinn hátt vænt um ístöðuleysi hans, þó það hafi bakað henni margfalt ang- ur, afþví hún veit að það er honum í blóð borið, er partur af hlýju hans og á einhvern dularfullan hátt sterkasti þátt- urinn í viija hans til að lifa. — Hvað segirðu um það, væna mín? spyr' faðirinn þegar kona hans anzar engu. Hún lítur til hans mædd á svip: — Ég veit ekki hvar þú ætl- ar að koma henni fyrir, segir hún með hægð. Við höfum nú bara rétt pláss handa krökkun- um og okkur sjálfum, og nú er Brói líka kominn. Einhver- staðar verður hann að liggja í nótt. — Hann getur legið hjá mér, segir pabbi og hefur á svip- stund leyst vandann. Við bú- um um stúlkuna inní sal þegar pakkið er farið. Hún verður ánægð með það. Við höfum nóg af teppum. — Er það ekki til nokkuð mikils mælzt að við förum að skjóta skjólshúsi yfir gestina ofaná allt annað? segir konan með sömu hægðinni. — Bara í þetta eina skipti, elskan mín, segir pabbi blíðari á manninn. Stúlkukindin á bágt og ég kenni í brjóst um hana. Munaðarlaus nítján ára stúlka. Veiztu hverslags örlög það eru? — Já, einu sinni vissi ég það, gegir konan kaldranalega, En ég hélt við ættum bara nóg með okkur þó við færum ekki að setja hér upp hæli fyrir munaðarlausa. Að svo mæltu tekur hún fram bollapar og sykurkar og setur fyrir Bróa. Pabbi dreyp- ir á glasi sínu og horfir hníp- inn á soninn sem er kominn heim úr borginni. Á andliti hans er svipur barns sem hef- ur verið misskilið eða hrekkt að ósekju. Alltaf þessi sami svipur þegar honum gengur erfiðlega að fá konuna á sitt mál. — A ég að segja ykkur nokkuð, heillirnar, segir hann eftir stundarþögn. Við erum miklu lukkulegri en við höld- um. Konan hættir í miðjum klíð- um að smyrja brauðið og lítur á hann forundruð. Krakkarnir standa enn kringum Bróa og fylgjast með samtalinu. Þeim finnst hálft í hvoru spennandi að fá ókunnuga manneskju sem næturgest. — Já, ég meina það, segir pabbi og lítur á konuna. Veiztu

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.