Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Síða 41

Fálkinn - 14.12.1964, Síða 41
Silfurmunir eftir Hrein M. Jóhannsson: fremst eru ermahnappar, þeir minni eru fyrir kvenfólk- ið og kosta 200—250 kr. en hinir, sem eru með hvítum steinum, kosta 700 kr. Minni bókahnífur- inn kostar 618 kr. en sá stærri með þorskinum kostar 3.750 kr. — Mikill gripur og eigulegur. íslenzka silfursmíðin. Hjá Kornelíusi á Skólavörðustíg er margt k fallegra muna: handunnir kínverskir listmunir, skornir í rósavið, sem fluttir eru inn frá Þýzka- landi; indverskar bronsvörur, skartgripaskrín frá Japan, og svo má lengi telja. En mitt á meðal - þessara glæsilegu muna stillir Kornelíus út silfur- munum Hreins Jóhannssonar og þeir standast sam- keppnina með prýði. Útlendingum finnst íslenzk silfursmíði skemmti- leg og sérkennileg. Þeir eru sérstaklega hrifnir af íslenzkum steinum, sem flestir eru ættaðir úr Glerhallarvík. Hreinn er sannfærður um að ís- lenzka silfursmíðin sé samkeppnisfær á erlendum markaði hvað gæði snertir, en tollarnir eru Þránd- ur í Götu. Kornelíus segir að smekkur fólks hafi mikið batnað á undanförnum árum og fólk kaupi nú yfir- leitt vandaða vöru; perlufestar og nælur, sem selzt hafa vel mörg undanfarin ár, virð- ast vera að hverfa fyrir handunnum skartgripum. Það er nýjung, að kvenfólkið er farið að spyrja eftir erma hnöppum úr silfri. Má telja víst að silfursmiðum þyki það góðar fréttir. Kornelíus Jóns- son ber Ómega- úrið upp að eyr- anu — auðvit- að er gangurinn þýður og hárná- kvæmur. Mikið að gera hjá Axminster. Gunnar Finnbogason, verksmiðjustjóri hjá Axminster: Það hefur alltaf verið mikið meira að gera fyrir jólin. Salan jókst að mun fyrlr mánuði, og nú erum við hættir að taka pantanir. Það er mest fjölskyldufólk, sem kaupir teppi fyrir jólin, og flestar pant- anirnar fara í nýju húsin. Hér er unnið á vöktum allan sólarhring- inn og nú starfa hjá okkur 28 manns. Það hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en í ár og síðastliðið ár. Við getum ekki annað pöntunum nema frá Reykja- vík og Suðurlandi, en aftur á móti höfum við umboðsmann á Akureyri. Fyrirtækið hefur starfað í ellefu ár og nú er verið að byrja á viðbótarbyggingu. Við höfum á boðstólum milli 30 og 40 mynstur og liti. í dag er eftirspurnin mest eftir yrjuðum teppum, en fólk kýs helzt að kaupa svo til einlit teppi, enda er það hentugast. Nú kostar fermeterinn af gólfteppunum 595 krónur fyrir utan filt. Menn frá okk- ur annast allar mælingar, snið og saum. Efnið í teppunum er íslenzk ull, baðm- ullarþráður frá Finnlandi og hörþráður frá Englandi. Hreinn M. Jóhannsson legg- ur síðustu hönd á silfur- kross, sem hann er að smíða fyrir kvenfélagið Einingu á Skagaströnd. Silfurkrossinn á að prýða altari Hólanes- kirkju. Gunnar Finnbogason, verksmiðjustj. svarar fyrirspumum í símann og reiknar út um Ieið fermetrafjölda og verð fyrir viðskiptavininn. Þorleifur Bragi Guðjónsson grípur hér eitt teppi, sem á að fara til Vestmannaeyja, en öll teppahrúgan, sem sést á myndinni, á að fara þangað. Það er semsagt gott hljóð í Axminster- mönnum og þeir eru hvergi smeykir við framtíðina, eða keppinauta.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.