Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 46

Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 46
eðlilegum ástæðum er orðið minna nýjabragð að dagbók- um Jakobs H. Líndals, þegar NÝJAR RÆKUR Tregaslagur Nýlega er komin í bókaverzl- anir ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum, og nefnist hún Tregaslagur, en Jóhannes hef- ur verið mjög afkastamikill upp á síðkastið, og nægir þar a nefna bókina Óljóð, sem kom út 1962. Tregaslagur skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn nefnist Á mörkum tveggja heima og hefur að geyma 15 ljóð, annar hlutinn heitir Talað við sjáifan sig, og birtast þar 20 ljóð, en í síðasta hlutanum, sem ber nafnið Stef úr glataðri bók, eru 21 ljóð. Höfundur tekur fram, að þessi síðasti þáttur sé tengdur „þeim minum góða horfna vini sem nefndur er í ©inu ljóðanna,“ en það er Árni Hallgrímsson. Jóhannes úr Kötlum. Víða kveður við. nýjan tón í þessari nýju Ijóðabók Jóhann- esar, og er það undrunarefni margra, hversu honum tekst að birta nýja hlið á skáldskap sínum með hverri bók sinni. Tregaslagur er 143 blaðsíður að stærð, gefin út af Heims- kringlu og kostar kr. 294,00. Þættir um íslenzkt mál Bók Almenna bókafélagsins fyrir ágústmánuð eru Þættir um íslenzkt mál, en þeir voru áður fluttir í erindaflokki út- varpsins um íslenzka tungu, sem haldinn var á útmánuðum 1963. Ritstjóri bókarinnar er Halldór Halldórsson prófessor, en hann segir meðal annars í formála: „Þættir þeir um íslenzkt mál, sem hér birtast, eru frá hendi höfunda hugsaðir sem alþýð- leg fræðsla um íslenzka tungu og þróun hennar. Hér er ekki um það að ræða, að birtar séu nýjar athuganir eða niðurstöð- ur nýrra rannsókna, þótt að vísu sé í sumum þáttanna ýmis- legt, sem ekki hefur verið áður fram tekið eða sett fram á 'þann hátt, sem hér er gert. Þetta bið ég lesendur að at- huga, svo að þeir búist ekki við öðru né meira en ætlað er. Bókin er ?em sé hugsuð sem aiþýðlegt, fræðslurit.“ Bókin Þættir um íslenzkt mál geymir 8 þætti, en höfund- ar þeirra eru Hreinn Benedikts- son, Jón Aðalsteinn Jónsson, Jakob Benediktsson, Halldór Halldórssori, Ásgeir Blöndal Magnússon og Árni Böðvars- son. Aftast er skrá yfir helztu rit um íslenzka tungu. Bókin er 202 blaðsíður að stærð. Horft á Reykjavík Árni Óla sendir nú frá sér fjórðu bók sína um Keykja- vík, sem hann nefnir Horft á Reykjavík, en titlar hinna þriggja, sem áður eru komnar, eru Fortíð Reykjavíkur (1950), Gamla Reykjavík (1954 og Skuggsjá Reykjavíkur (1961). Jafnframt fylgir hinni nýju bók nafnaskrá yfir allt ritsafn- ið, sem orðið er geysimikið að vöxtum. Undirtitill bókarinnar er sögukáflar, og eru þættirnir 36 talsins og fjalla um hin margvíslegustu efni, er varða Reykjavík fyrr og nú. Höfundinn, Árna Óla, er óþarft að kynna, hann er þegar orðinn þekktari en svo fyrir bækur sínar og grein- ar, ekki hvað sízt fyrir skrif sín um Reykjavík, en þar má hann heita sérfræðingur og hefur enginn gert höfuðstaðn- um þvílík skil sem hann. Er ekki að efa, að hin nýja bók Arni Óla. hans verður þakksamléga þegin af öllu því marga fólki, sem les bækur Árna og ann þjóð- legum fróðleik. Horft á Reykjavík er gefin út af ísafoldarprentsmiðju, er 401 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda og kostar kr. 379,00. IUeð huga og hamri Með huga og hamri, Jarð- fraeðidagbækur og ritgerðir, nefnist nýútkomin bók eftir Jakob Líndal, Sigurður Þórar- insson bjó til prentunar og rit- aði formála. Þar segir hann meðal annars: „Sú bók, sem hér kemur fyr- ir aimenningssjónir, hefur að geyma nær allt það, sem Jakob H. Líndal skrifaði á íslenzku um jarðfræði lands síns. Meiri hluti bókarinnar er dagbækur hans, sem hann sjálfur nefnir jarðfræðidagbækur. Þær elztu eru aðeins til í uppkasti og eru þær án ár eða dagsetninga, en munu vera frá sumrunum næstu fyrir 1938. Frá og með sumrinu 1938 eru dagbækurnar hreinritaðar, en hreinritunin virðist gerð að loknum ferða- lögunum ár hvert. Síðasta dag- bókin er frá sumrinu 1944. Af Jakob H. Líndal. þær nú loks koma fyrir al- menningssjónir en þegar þær voru skrifaðar. En þær eru enn brunnur fróðleiks um jarðfræði og staðhætti þeirra svæða, sem þær fjalla um, og þær varpa skýru ljósi á vísindamanninn Jakob H. Líndal og vinnu- brögð hans. Ásamt ritgerðun- um eru þær óbrotgjarn minnis- varði glöggskyggni og vísinda- legum hugsunarhætti þessa hógværa bónda.“ Með huga og hamri er 410 blaðsíður að stærð, gefin út af Menningarsjóði og kostar krón- ur 379,80. Taminn til kosta Guðrún A. Jónsdóttir, sem er höfundur bókarinnar Taminn til kosta, hefur skrifað eina skáldsögu áður, Helgu Hákon- ardóttur, er kom út hjá bóka- forlaginu Norðra. í kynningu á bókinni er sagt m. a. að þetta sé alþýðleg bók í góðri merkingu. „Skáldkonan er glöggskyggn á tilfinningar og ástríður manna og áhrif þeirra á líf þeirra og mótun. Hún hefur næmt auga fyrir fegurð íslenzkrar náttúru og til- brigðum hennar, er orðauðug og orðsnjöll og gædd ríkri frá- sagnargleði, ásamt tilfinningu fyrir því, sem líklegt er til dramatískra áhrifa ...“ Guðrún A. Jónsdóttir er bú- sett 1 Borgarnesi, fædd 1908 að Ásbjarnarstöðum í Stafholts- tungum. Bókin er 298 bls. að stærð, gefin út af ísafoldarprent- smiðju og kostar kr. 253,00 FALKINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.