Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 55

Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 55
TÓNABÍÓ SÝNIR: TARAS BUIBA Jólamynd Tónabíós að þessu sinni er Taras Bulba. Myndin er byggð á skáldsögu Nikolja Gogols. Atburðirnir gerast í byrjun sextándu aldar, þegar tyrkneski herinn œðir inn í Evrópu. Þeir stefna herjum sínum til vesturs og nálgast landamæri Póllands. Pólski prinsinn Grigory hefur á hendi forustu hersins og bíður ósigur fyrir Tyrkjum og vill ekki grípa til varaliðs síns, þar sem hann á von á liðstyrk Kósakka. Þeir koma á síðustu stundu og sigra Tyrkina. Kósakkarnir berjast fyrir frelsi lands síns, en Pól- verjarnir vilja halda sléttunum og nota þær sem varnarbelti gegn Tyrkjum. Kósakkahetjan Taras Bulba lendir í stríði við menn Grigorys, þegar hann sér hvað þeir ætla sér. Herstyrkur Pólverja er miklu meiri en kósakkanna. Kósakkarnir brenna því bæi sína og flýja til fjalla í þeim tilgangi að ráðast síðar á Pólverjana, þegar þeir sjá sér fært. Síðari hluti myndarinnar gerist nokkrum árum seinna og segir frá hefndum kósakkanna. Þar koma við sögu tveir synir Taras Bulba þeir Andrei og Ostap og Natalía dóttir pólska landsstjórans. Áður en kósakkarnir ná rétti sínum gerast ýmsir atburðir og sigur- inn verður Taras Bulba ekki eins sætur og hann hafði gert sér vonir um. Það mun hafa valdið aðstandendum þessarar myndar nokkrum erfiðleikum að finna hentuga staði til að kvikmynda á. Þeir reyndu víða fyrir sér t. d. í Júgóslavíu, Grikklandi, á eyjunni Ródos og í Mexíkó. Að lokum fundu þeir staðinn, Salta í Argentínu. En þótt staðurinn væri fundinn, var margt enn óleyst. T. d. þurfti að sauma um 12 þúsund búninga og ráða þúsundir stadista. Að lokum voru þó allir erfiðleikar úr sögunni og myndatakan gat hafizt. Hún stóð í rúma fjóra mánuði, og þegar henni lauk, er sagt, að lengd filmunnar hafi verið um 90 kílómetrar. Kostnaður við kvikmynda- tökuna mun hafa numið eitthvað um 300 milljónum íslenzkra króna. Leikstjóri myndarinnar er J. Lee Thompson. Hann tók til við þessa mynd eftir að hafa stjórnað myndinni Byssurnar í Navarone sem sýnd var við miklar vinsældir í Stjörnubíó fyrr á þessu ári. Thompson hefur fengizt við margt, var m. a. siglingafræðingur og sprengjuvarpari í brezka flughernum á styrjaldarárunum. Þá hóf hann að skrifa leikritið „Murder Without Crime“ sem hlaut góða dóma á frumsýningu. Seinna var það leikrit kvikmyndað og skrifaði Thompson sjálfur handritið að þeirri mynd og stjórnaði henni. Sú mynd þótti mikill sigur fyrir Thompson. Þeir sem fara með aðalhlutverkin í myndinni eru allt þekktir leikarar. Yul Brynner fer með hlutverk Taras Bulba. Við höfum hér séð flestar myndir þær sem hann hefur leikið í, m. a. Konung- urinn og ég, sem færði honum Oscarsverðlaunin 1956 Nú síðast mun myndin Bræðurnir Karamazov hafa verið sýnd hér. Tony Curtis fer með hlutverk Andrey Bulba. Það er óþarfi að kynna Tony nánar því hann er vel þekktur hér. Christine Kauf- mann leikur Natalíu, dóttur pólska landsstjórans. T -.#• - t ■■ . ^ HAFNARFJARÐÁRBfÓ SÝNIR: Hafnarfjarðarbíó sýnir að þessu sinni sem jólamynd, Fröken Nitouche, danska mynd sem byggð er á hinni vinsælu óperettu. Það er óþarfi að kynná efni þessarar vinsælu óperettu, þar sem hún hefur tvívegis verið sett á svið hér; fyrst í Iðnó og seinna í Þjóðleikhúsinu. í bæði skiptin var það Haraldur Björnsson sem leikstýrði og Sigrún Magnús- dóttir og Lárus Pálsson sem fóru með aðalhlutverki-.. Annelise Reenberg heitir sú sem leikstýrir þessari mynd. Hún er lærður ljósmyndari og við fyrstu mynd- irnar sem hún vann að var hún kvikmyndatökumaður. Seinna fór hún svo að fást við leikstjórn og stundum hefur hún verið hvortveggja í senn leikstjórinn og kvikmyndatökumaðurinn. Hún hefur einu sinni hlotið kvikmyndaverðlaunin dönsku, Bodil-verðlaunin. Það er Dirch Passer sem fer með hlutverk söngkennar- ans við klausturskólann og óperettuhöfundarins. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjölyrða hér um Dirch og hans list, svo margar mynda hans hafa verið sýndar hér hin seinni árin. Stundum hefur mönnum þótt nóg um, en hvað um það — Dirch hefur oft sýnt ágætan leik og komið mönnum til að brosa. Það er Lone Hertz sem fer með hlutverk Cliariotte. Lone er ung og vaxaíidi leikkona og fyrir leik sinn í þessari mynd hlaut hún ágæta dóma i dönskum blöðum. Af fyrri myndum, sem við höfum séð hana í, má nefna Sælueyjan. Það er Katy Bödtger sem syngur hlutverk Charlotte í myndinni. Af öðrum leikurum má nefna Ebb Langberg, Hans Kurt. Else Marie, Malene Schwartz, Poul Hagen, Ove Sprogöe. FÁLKINN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.