Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Page 62

Fálkinn - 14.12.1964, Page 62
SPRAUTUKÖKUR (nál. 50 stk.). 25 g sætar möndlur 150 g sykur 3 bitrar möndlur 1 lítið egg 300 g hveiti 200 g smjörlíki. Möndlurnar afhýddar og malaðar fínt. Blandað saman hveiti, sykri og möndlum á borð. Setjið eggið í holu í miðjuna einnig smjörlíkið, sem mulið er í deigið með hníf. Deigið hnoðað mjög léttilega. Sprautið ess eða hringi, sem bakaðir eru við 225°, þar til þeir eru gulbrúnir. FRANSKAR PIPARKÖKUR (nál. 150). SMÁKÖKUR 1 tsk. pottaska 1 msk. koníak 250 g smjörlíki 2 dl sykur 200 g síróp 2 tsk. kanell 2 tsk. negull (100 g möndlur 1—1*4 1 hveiti Pottaskan leyst upp í koníaki. Smjörlíkið hrært með sykri, sírópi, kryddi og pottösku. Möndlunum (afhýddum og flög- uðum) og hveiti hnoðað upp í. Deigið mótað í um 3 cm breið- ar rúllur, sem flattar eru dálítið út með lófanum. Rúllurnar geymdar á köldum stað yfir nótt, skornar í þunnar sneiðar, látnar á smurða plötu. Bakað við 225°. Kökurnar látnar kólna að mestu á plötunum. áður en þær eru teknar af. ÞURRAR KRINGLUR (nál. 25 stk.). 150 g smjörlíki 200 g hveiti 4 msk. þunnur rjómi perlusykur. Smjörlíkið hrært lint, rjóma og hveiti blandað saman við. Rúllið deigið í fingurþykkar lengjur, sem skornar eru í hæfi- lega bita, mótaðar kringlur. Kringlunum dyfið í perlusykur (eða mulinn molasykur). Bakað við 250° í krukkunni eru kringlur, en í körfunni liafrakökur, möndlu- kökur, sprautukökur og franskar piparkökur. MÖNDLUKÖKUR (25—30 stk.). 150 g sætar möndlur 2 eggjahvítur 6 bitrar möndlur Rautt aldinmauk. 6 msk. sykur Möndlurnar afhýddar og malaðar í möndlukvörn, merjið þær með sykrinum bezt að gera það í „mortéli". Hvíturn- ar stífþeyttar blandað saman við. Sett með teskeið á vel- smurða og hveitistráða plötu. í miðju hverrar hrúgu er gerð dæld með fingri og þar í er sett aldinmauk eða hlaup. Kök- urnar bakaðar við vægan hita 160° þar til þær eru fallega Ijósbrúnar. Þessar kökur eru beztar nýbakaðar. Eigi að geyma þær er bezt að gera það í sama íláti og mótköku. NAPOLEONSHATTAR. 250 g hveiti 150 g smjörlíki 80 g flórsykur 1 egg 100 g flysj. malað- ar möndlur 100 g flórsykur 1 msk. vatn. Hveiti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við, sykri og eggi blandað í. Deigið hnoðað, kælt. Deigið flatt út frekar þykkt, stungnar út kringlóttar kökur, kúla úr möndludeigi, látin á hverja köku. Deigið brotið upp á möndlukúlunni á 3 vegu. Bakað við 175° í um 15 mínútur. Möndludeigið má ýmist kaupa tilbúið eða blanda saman mörðum möluðum möndlum, flórsykri og vatni. 62 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.