Fálkinn - 03.05.1965, Síða 11
„ÞETTA ER FRISTIJNDAFITL”
viðtal við Harald Guðbergsson, teiknara, um
hina nýju myndasögu sem hefst í þessu blaði.
I þessu blaði hefst ný
myndasaga eftir sögnum af
Sæmundi inum fróða, en
hinn góðkunni teiknari Har-
aldur Guðbergsson hefur
gert hana.
Þegar Haraldur kom til
okkar með fyrstu myndirn-
ar, notuðum við tækifærið
og spurðum hann nokkurra
spurninga í tilefni sögunnar
og fer samtalið hér á eftir:
— Hvenær hófst þú þinn
myndlistarferil, Haraldur?
— Það má segja að hann
hafi byrjað þegar ég var á
Reykjalundi, en þá var
Gunnar Gunnarsson, listmál-
ari, fenginn til að leiðbeina
í teikningu og málun. Það
byrjuðu nokkuð margir í
tímum hjá honum, nokkrir
heltust úr lestinni eins og
gengur, en ófáir héldu samt
áfram.
— Og síðan fórstu í Hand-
íðaskólann?
— Já, ég var víst sá eini
sem gerði það, en þar var ég
í tvo vetur og hafði þá Sig-
urð Sigurðsson og Sverri
Haraldsson að aðalkennur-
um.
Og síðan?
— Síðan hef ég verið við
þetta þegar tími hefur unn-
izt til.
— En hvenær fékkstu á-
huga á að teikna myndasög-
ur?
— Hann hefur verið nokk-
uð lengi fyrir hendi. Ég
byrjaði á því að krota upp
persónur yfir kaffibolla og
smátt og smátt varð heild
úr krotinu. Ása-Þór var
fyrsta viðfangsefnið.
— Og nú er hann fastráð-
inn hjá Lesbók Morgun-
blaðsins?
— Já, og vinnufélagi
minn, Knútur Magnússon, á
sinn þátt í þeirri ráðningu,
en hann hvatti mig til að
koma sögunni á framfæri.
— Svo Knútur er máske
meðeigandi í Ása-Þór?
— Við skulum nota hans
eigin orð um þá hlið máls-
ins, en Knútur sagði, að ef
ég teldist faðirinn að þessum
fígúrum, þá gæti hann talist
afinn.
— Þið vinnið á legsteina-
verkstæði, hvernig fer það
saman, að gera grafskriftir
á daginn og grínmyndir af
Sæmundi inum fróða á
kvöldin.
— Ætli þessi myndasaga
verði ekki grafskriftin yfir
þjóðsagnaáhuga íslendinga?
— Hvenær heldurðu að
sá tími komi að íslenzkir
teiknarar geti haft mynda-
sögutilbúning að aðalstarfi?
—Eins og málum hefur
verið háttað, hefur útlitið
satt að segja verið heldur
svart, en máske væntanlegt
sjónvarp skapi þeim tæki-
færi.
— Ertu með fleiri mynda-
sögur í bígerð?
•— Af nógu er að taka,
enda eru íslenzkar þjóðsög-
ur og fornsögur ótæmandi
verkefni, hvort heldur er í
léttum eða alvarlegum dúr.
En þar sem markaðurinn er
svo naumur og greiðslan er
aldrei nægileg til að gera
verkefninu virkilega góð
skil, verða þau því miður að
vera frístundafitl.
— Svo við víkjum að
myndasögunni sjálfri, þú
virðist fara nokkuð frjáls-
lega með efnið?
— Já, að vísu, en ég læt
söguþráðinn halda sér. Það
mætti segja að þetta væri
myndasaga af Sæmundi in-
um fróða, með tilbrigðum.
Ég man ekki eftir þessum
fugli í sögunni, eða hvaða
fugl er þetta?
— Spurðu mig ekki að
því, ég er ekki fuglafræðing-
ur. ★ ★
Hóxo EtM ÍM oc toeitf
IÍ0M A HVERII/W Df4l
IHN Vrt vewnn 0«
RkTTi SKcn-flpa.nl/vi/rt
fllRT. ÍU MÞ'MXILOI tH
■ S£R, SErt SK'ÍI.AM// ■
HÍLT, M HAAW ÍKVIOI
elífi fl/U/H, se« j'iBfl<T*fl
CSKK </TAF flÉ/rtj Tfrt
ai/nr fín'J IÁR irfflflnw*
* ‘ari
IUV WiAOAim VIIJU. AD
KÍUKI Htn SKbltoU, VH-DlJ
HVt« JEAtAT.fMBA Á
StRFKÁ AOCAHCn
SEtmTVfúr jÆL.
ÚR HOMUM- Éffs
EINU Sim VOSU MÍ» ÍSLEUOINqflH I ÍMIfTflJ/fÓLfl:
ttlfUR RgiMtO//, SírtUVOUR FRbei oq HÁLre/m HU/IIUSoH
FÁLKINN