Fálkinn - 03.05.1965, Síða 38
KVENÞJ ÖÐIN
IIITSTJÖItl: KltlSTJANA STTIIVGIIÍIIfSDÓTTIR
EKKI
SVONA
1. Nei, ekki fleiri en eitt
skozkt mynstur í einu. Það
er nóg að vera í skozku
pilsi, en ef þú setur upp
húfu með annars konar
skozku mynstri og berð
tösku með enn einu mynstr-
inu, þá verður útkoman í
hæsta máta óróleg, eins og
sjá má.
2. Fíngerð blúndublússa á
ekki vel við gróft skozkt
pils.
3. Marglit perlufesti og
mislit armbönd — ænei,
sjáðu bara, hvað þetta er
afkáralegt.
4. Og farðu ekki í fínu
skóna þína með háu pinna-
hælunum.
SVONA
1. Já, þetta er einhver
munur. Nú getur efnið í
pilsinu notið sín. Einlit gróf-
gerð ullarpeysa fer prýði-
lega við það.
2. Þykkir ullarsokkar í
sama lit og peysan geta
verið klæðilegir.
3. hárbandið er líka. í
sama lit. Einföld snyrtileg
greiðsla.
4. Flatbotna gönguskór
þurfa ekki að vera neitt
durnalegir.
5. Enga skartgripi nema
kannski litla gyllta keðju
um úlnliðinn eða stórgerða
nælu á brjóstinu. Nú er út-
koman látlaus og sportleg,
ágætur síðdegisfatnaður.
Veiðimanna-
brauð og rækju-
ostabrauð
Veiðimannabrauð
(handa 10 manns).
1 heimabakað hveiti-
brauð
150 g smjör
Sinnep, sítrónusafi
10 sneiðar ostur
10 sneiðar skinka
10 sneiðar tómatar
eða agúrka.
Skerið brauðið í um 20
sneiðar, þó þannig að brauð-
ið hangi vel saman. Krydd-
ið smjörið með sinnepi og
sítrónusafa. Smyrjið aðra
hverja skoru eins vel og
hægt er með smjörinu. Setj-
ið ost- og skinkusneið saman
í ósmurðu skorurnar. Látið
agúrku eða tómatsneiðar
standa upp úr brauðinu.
Brauðið sett á málm-
pappír, sem vafinn er frekar
þétt að brauðinu, svo að
það er eins og í móti. Brauð-
ið sett inn í heitan ofn 225°
í nál. 6 mínútur, eða þar
til smjörið hefur bráðnað og
skinka og ostur er orðið
volgt.
• • • • • Framh. á bls. 42.
Rækjuostabrauð.
Gott er að bera hrátt
salat með brauðinu.
38
F/LKINN