Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 39
Svikinn héri með sveppum og reyktu fleski er ágætur sunnudagsmatur, berið svo fram rjómavöfflur á eftir. Vfe kg saxað nautakjöt % dl brauðmylsna % dl sódavatn 2 msk. saxaður laukur % dl rjómi 1 msk. sinnep Salt, pipar 2 msk. chilisósa 50 g sveppir Rifin piparrót 100 g reykt flesk í þunnum sneiðum 14 meðalstórar kartöflur Brætt smjör. Brauðmylsnu, rjóma sóda- vatni og kryddi blandað saman í skál. Laukurinn saxaður og steiktur í dálitlu smjöri á pönnu, kældur, blandað saman við brauðdegið. Söxuðu kjöti hrært saman við. Búið til þykka pylsu úr kjötdeiginu, fletjið hana dálítið út með lóf- anum og látið hana í smurt, nokkuð stórt eldfast mót. Sting- ið hráum, heilum sveppum djúpt ofan í kjötdeigið, sem síðan er sléttað úr. Blandið rifinni piparrót saman við chili- sósuna, smyrjið henni yfir kjöt- deigið. Skerið þunnar sneiðar af reyktu fleski þar ofan á. Þvoið og flysjið nokkuð stór- ar kartöflur, skerið þær í þunn- ar sneiðar, þannig að þær hangi saman að neðanverðu. Kartöfl- urnar smurðar með bræddu smjöri, salti stráð á þær. Kart- öflunum raðað kringum kjöt- deigið í mótinu. Mótið sett inn í heitan ofn 225° í 40—50 mínútur, og þarf ekkert að skipta sér af matn- um. Gott er að jafna soðið, sem kemur í mótið með dálitlum rjóma, ef við viljum hafa sósu með réttinum. Framh. á bls. 42. NÝTT FRÁ PARÍS Þessi prjónaði þríhyrningur er úr tweed eða bonstégarni og er mikið í tízku í París; auðvelt er að prjóna hann á 2—3 klukku- tímum. Efni: 100 g garn. Prjónar nr. 4. Fitjið upp 60 1. á prj. nr. 4 og prjónið garðaprjón á öllum lykkjum. Takið úr eina lykkju í byrjun annarrar hverrar umferðar sömu megin, þar til allar lykkj- urnar eru búnar, þá hefur maður milli handanna þríhyrning um 45 cm á hlið. Festið dúsk í hornið. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.