Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 6
«11818 MWimmÉmWmm ■ |§MR| W$i I . -; • .■.-■'•■ ■f 1 1 1 1 Wi .- .'y-ri - .-. BglpigÉÉ ■ '.';;■.■ . / ;jí ■ . WiWtÉiiWiSÉMé /■■;■■• -' ■ ■ -y.v ■■■ ■• $M WíéíWíW8?WíM0SM siW'',\ '.--'>•';. V;•>>;.■'■'•' .'ív'y WHW^WSÍm '.;;;; .■: ; .-• : ■; ■ .;.";- S®S|88Sl@|ÉÍS V............. .: ;W'V -' i'W%í VEGNA hinna stórstígu tæknifram- fara á síðustu árum, eru menn nú farnir að ræða um hugsanlega byltingu á sviði flugtækni. Er þá um að ræða flugvélar, sem fljúga með 900 til 1000 kílómetra hraða á klukkustund, vélar, sem fara talsvert hraðar en hljóðið, eða með yfir 1100 kílómetra hraða á klst. og vélar, sem fara með allt að fimm- földum hraða hljóðsins (hypersonic), eða um 5500 kílómetra hraða á klst. f sambandi við þessa byltingu í flug- tækni er einnig rætt um vélar, sem hefja sig lóðrétt til flugs og lenda á sama hátt. Smíði flugvélar, sem tæki allt að 1000 farþega, og flygi rétt undir hraða hljóðsins, getur nú orðið að veruleika. Ástæðurnar eru meðal annars þær, að nú er hægt að framleiða léttari og kraft- meiri hreyfla en áður, þeir eyða minna eldsneyti, þannig að flugvélin þarf ekki að flytja eins mikið eldsneyti og síð- ast en ekki sízt framfarir í sambandi við aukna flugeiginleika vélanna og bætt byggingarlag. í dag þarf venjuleg farþegaþota að nota um 50 af hundraði orku sinnar við flugtak til að lyfta eldsneytinu. sem hún ber. Til að lyfta sjálfum vélar- skrokknum og tækjum fara um 25% af orkunni og til að lyfta sjálfum hreyfl- unum fara um 10 af hundraði orkunn- ar. Þá eru aðeins 15 af hundraði eftir af nothæfri flutningagetuorku vélar- innar. Vegna hinna nýju hreyfla, sem áður voru nefndir og annarra framfara í þessum efnum, munu þessar hlutfalls- tölur breytast mjög á næstu árum. Flutningageta (þ. e. farþegar og varningur) farþegavéla, sem teknar verða í notkun á næstu árum, og nefna mætti nýja „kynslóð" farþegavéla, mun verða helmingi meiri, en þeirra. sem eru í notkun í dag. Þegar þar næsta „kynslóð" tekur við verða hlutföllin eftirfarandi: Eldsneyti 40 af hundraði, hreyflar 2 af hundraði, skrokkur og tæki 13 af hundraði og flutningageta því 45 af hundraði.. Flutningsgeta yrði því þrisvar sinnum meiri en gerist í dag og er þá miðað við flugvélar, sem yrðu jafn þungar, eins hraðfleygar og hefðu eins mikið flugþol og farþegar- þotur, sem nú eru í notkun. Þegar rætt er um flutningagetuna, er átt við arð- bæra flutninga. Af fyrrnefndum ástæðum. eru taldir miklir möguleikar á því, að hægt verði að smíða flugvélar, sem flutt geti 600 til 1000 farþega. Það hefur jafnvel ver- ið rætt um flugvél, sem flutt geti 1400 farþega og með slíkri vél myndi það aðeins kosta 42 aura að flytja eina lest af vörum eða farþegum hverja mílu. Á þessum grundvelli yrði hægt að Þetta er hin risastóra „Antonov 22“- flugvél, sem Sovétmenn sýndu á Le Bourget flugsýningunni í París á síð- asta ári, og vakti óhemju athygli. Flug- vélin vegur 250 lestir og vængjahafið er tun 70 metrar. Sovétmenn kváðu vél* ina geta borið allt að 720 farþega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.