Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Page 15

Fálkinn - 14.02.1966, Page 15
AÐ er ekki langt síðan gerðar voru víðtækar rann- sóknir í Bandaríkjunum á andlegri velferð tug- þúsunda manna og kvenna af ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Og það kom í ljós, að hamingjusam- astir allra þegna þess voru . . kvæntir menn! Nei, alls ekki piparsveinarnir, hinir lífsglöðu og frjálsu lukk- unnar pamfílar sem tekizt hafði að sleppa undan oki hjóna- bandsins. Þeir reyndust vera vesælastir allra. Númer tvö á hamingjulistanum voru ógiftar konur. Ekki vakti sú uppgötvun minni furðu. f þxúðja sæti voru svo giftar konur, en piparsveinar ráku lestina. Þetta kostaði algert endurmat á „viðurkenndum staðreynd- um“. Piparmeyjarnar í'eyndust ekki vera súrar, beiskar. upp- þornaðar eða neitt annað af þeim óglæsilegu lýsingai-orðum sem venjulega hefur verið klínt á þær, heldur glaðar og hamingjusamar konur, yfii'leitt miklu ánægðari með lífið en hinar giftu kynsystur þeii’ra. En aumingja piparsveinarnir kvörtuðu sáran og báru sig allt annað en vel. Þjóðfélagslega séð kom þai’na fram nýtt vandamál — hvernig á allur fjöldinn að geta verið ánægður þegar karlmenn þurfa að vera kvæntir og konur ógiftar til að njóta hinnar æðstu hamingju? Hver niðui'staða myndi verða af slíkum rannsóknum hér á íslandi, er ekki gott að segja, en þegar Fálkinn fór á stúfana fann hann engar súrar eða beiskar piparmeyjar. Við höfðum tal af ýmsum ógiftum konum og fengum þrjár þeirra til að tala opinskátt um líf sitt og viðhorf — með því skilyrði, að enginn kæmist að því hverjar þær væi’u. Við getum kall- að þær fallegum blómanöfnum: Fjólu, Rósu og Lilju, og ef til vill segjum við ekki hárrétt frá heimilishögum þeirra og atvinnu, en að öðru leyti brenglum við engu. Þær eru manneskjur af holdi og blóði, en ekki neinn tilbúningur, og skoðanir þeirra koma óbx’eyttar fram hér. Allar eiga þær það sameiginlegt að sýnast mörgum árum yngri en þær eru og vera ekki nokkurn skapaðan hlut .,pipr- aðar“ Lilja er yngst, sennilega um þi'játíu og fimm ára, en gæti verið tuttugu og fimm, Fjóla er einhvers staðar á fimm- tugsaldrinum, og Rósa nálgast sextugt, þótt enginn myndi trúa því. „Ég drep þig ef þú lætur nokkurn lifandi mann vita hver ég er,“ segir Lilja, og ég er hér um bil viss um, að henni er alvara. Svo slappar hún af. „Ég tími bara ekki að gifta mig,“ segir hún letilega og litast um í fallegu nýtízku íbúðinni sinni sem er djörf, óvenjuleg og smekkleg eins og eigandinn. „Ég hef það alltof gott svona. Fólk er alltaf að segja, að ég verði leið á frelsinu fyrr eða síðar, en ekki hef ég fundið til þess enn. Og ég þarf ekki annað en hugsa til ýmissá giftra kvenna sem ég þekki til að prísa mig sæla. Það er svei mér ekki allt fengið með því að negla sig fasta í hjónaband. Og þær sem ekki drepast úr leiðindum skilja eftir nokkur ár.“ Fjóla játar fúslega, að hún hefði gjarnan viljað gifta sig, „og enn myndi ég ekki hika við það ef ég hitti mann sem mér litist nógu vel á og vildi mig. Ég hef líklega verið i hópi þeirra stúlkna sem þrá að eignast mann og börn, en ég vildi ekki giftast bara til að giftast. Kannski eru þetta forlög, hver veit?“ Hún vinnur á saumastofu og sér auk þess um húshald fyr- ir föður sinn og tvo bræður, svo að hún er hvorki ein né karlmannslaus, þótt ógift sé. „Það er verið að segja við mann hvað maður eigi gott að vera fi’jáls og óbundinn, en manneskja sem lifir í fjölskyldu og sér um að halda húsinu hreinu, búa til mat og baka, gera við föt og stoppa í sokka, taka á móti gestum og annað eftir því, er alveg eins bundin og húsmóðir á stóru heimili. Og þar fyrir utan fer hún í sína vinnu.“ „Ég hef aldrei hitt þann rétta,“ segir Rósa. „Kannski var ég of óraunsæ og hugsaði fullmikið um rómantískar ástir og draumaprinsa. Ég las firnin öll af skáldsögum á unglingsár- unum, og þar voi'u kvenhetjurnar aldrei í neinum vafa um hver var sá eini rétti, hin mikla ást o. s. frv. Mér fannst ég ekki hitta neinn þvílíkan karlmann — ef þeir sem ég kynnt- ist byrjuðu að sýna mér áhuga varð ég þeirri stundu fegnust sem ég var laus við þá. Ég hlaut strangt gamaldags uppeldi og var vöktuð rækilega og vakað eftir mér þegar ég fór út á kvöldin. Ég held, að ég hefði hreint ekki nennt að standa í öllum þeim smálygum og vafstri sem þurft hefði til að kom- ast út og hitta karlmann að staðaldri. Það sýnir náttúrlega, að ég var ekki nógu hrifin af neinum, því að Þá hefði þetta sjálfsagt gert það enn meira spennandi." Hún er deildarstjóri hjá stóru fyrirtæki, glæsileg kona og mikil heimsdama. Les og talar mörg tungumál, fylgist vel með öllu því helzta sem er að gerast og hefur lifandi áhuga á bókmenntum og listum. Heimili hennar er fallega innréttað, veggirnir prýddir málverkum eftir innlenda og erlenda lista- menn, og á hillum og borðum standa fagrir gripir sem hún hefur safnað á ferðum sínum erlendis. „Ég gæti ekki lifað bóhemalífi,“ segir hún brosandi. „Ég vil hafa allt í röð og reglu, og einmitt af því að ég bý ein dedúa ég dálítið við sjálfa mig. Þegar ég boi’ða heima ber ég matinn á bakka inn í stofu og legg þar á borð. Ég get ekki hugsað mér að gleypa eitthvað í mig frammi í eldhúsi í fljótheitum — það er enginn stíll yfir því.“ Engin þeirra segist finna mikið til einmanaleika. „Tóm- leikakennd myndi líklega fremur gi’ípa um sig hjá fólki sem býr eitt,“ segir Fjóla. „Ég hef alltaf verið innan um fjölskylduna, og svo á ég mai'gar vinkonur, bæði giftar og ógiftar, ekkjur og fráskildar. Áður fór ég oft út með stelp- unum á saumastofunni, en með aldrinum missir maður áhuga á sumum skemmtunum sem voru aðalatriðið þegar við voi’um yngri. Ég held, að ég sé félagslynd að eðlisfari, en ég þarf líka að geta verið ein á milli.“ „Finnst þér þú ekki of bundin heima fyrir?“ „Ég er að minnsta kosti ekki eins frjáls og sumir halda, að allar ógiftar konur hljóti að vera. Og ekki held ég, að það sé endilega bezt að búa með fjölskyldu sinni, þó að mér líki það ágætlega. Það fer eftir fólkinu. Sumar stúlkur una hag sínum bezt einar og kvarta yfir ófrelsi og þvingun ef þær búa áfram hjá foreldi'um sínum eftir að þær eru orðnar uppkomnar, aðrar vilja það miklu heldur og finnst þær ein- mana annars.“ ALLAJAFNA hef ég nú of mikið að gei’a til að láta mér leiðast," segir Rósa. „Þó skal ég ekki neita því, að stöku sinnum finn ég til tómleika um helgar, einkum á sunnudögum ef ég hitti enga manneskju og tala ekki við neinn í síma. Ég hef reynt hvort tveggja, að búa með fjölskyldu minni og ein míns liðs, og viðbrigðin voru töluverð þegar ég flutti að heiman og fékk mér íbúð út af fyi'ir mig. Að mörgu leyti þykir mér betra að vera ein. Ég á mikið af skemmtilegum vinum sem ég hef alltaf gaman af að hitta þegar tími gefst til, og heima get ég setið og hlustað á útvai-pið eða gleymt mér yfir góðri bók. Ég vil gjai’nan umgangast fólk, en ekki gera svo mikið að því, að ég sé áldrei ein. Mér finnst fátt eins ömur- legt og að þurfa að vera á sífelldu flakki að heimsækja kunn- ingjana af því að maður hafi ekki ró í sálu sinni til að njóta ein- verunnar. En tvennu þarf maður að gæta sín á þegar maður býr einn: annars vegar að verða ekki mannafæla og di’aga sig inn í skel, forðast að hitta fólk og nenna ekki að drífa sig út og lifa lífinu innan um aðra, hins vegar að verða ekki plága á vinum sínum með stöðugum upphringingum og heim- sóknum án nokkurs erindis. Ég er alltaf voða hi’ædd við að troða mér upp á fólk og vil helzt aldi’ei ónáða nema ég hafi ástæðu til þess. En ef ég er einhvers staðar úti og tek eftir, að ég hugsa: ’Æ, ég nenni ekki að tala við þennan eða hinn núna‘, þá gríp ég í hnakkadrambið á sjálfi'i mér og segi: ’Nei, heyi'ðu, góða mín, þetta gengur ekki, þú ætlar þó ekki að fara að læðast með veggjum og láta sem þú sért ekki til?‘ “ „Einmana? Og heldui'ðu að maður þurfi að vera ógiftur til þess?“ segir Lilja og blæs út úr sér sígarettureyknum. „Ég get ekki hugsað mér neitt eins einmanalegt og gifta konu sem er ekki félagi mannsins síns og skilur hvorki upp né Framh. á bls. 33. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.