Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Side 17

Fálkinn - 14.02.1966, Side 17
orðið fyrir skyndilegum slys- um, stóráföllum, jafnvel bana- tilræði." Gopesh Kumar Ojha er 55 ára gamall og búsettur í Delhi. Hann aðhyllist hindúíska stjörnuspáfræði blandaða vest- rænum kerfum. Margir ind- verskir stjói’nmálamenn eru meðal viðskiptavina hans og borga há ómakslaun. í viðtali við indverska ríkisútvarpið 1962, spáði hann réttilega að bardagarnir milli Indverja og Kínverja sem þá stóðu yfir, myndu ekki verða langvinnir og einnig því að Jacqueline Kennedy myndi ekki þurfa að aflýsa heimsókn sinni til Ind- lands af heilsufarslegum ástæð- um. Síðar spáði hann vopnahléi í bardögum Indverja og Pak- istana þann 24. september. Samið var um vopnahlé þann 23. Pandit Gaya Prasad Shastri, sem er 37 ára gamall Indverji búsettur í Benares notar Bhr- igu Sanhita, sem var skrifuð á áttundu öld af hinum heilaga Bhrigu, og á að innihalda örlög allra mannlegra vera í fortíð, nútíð og framtíð. Shastri heldur því fram, að hann eigi frumrit bókarinnar, sem hann segir að hafi verið í ætt sinni í 21 ættlið, sem allir fengust við stjörnuspádóma. Hann seg- ir að Shastri forsætisráðherra (þeir eru ekki skyldir) leiti einatt ráða hjá sér og einnig Chavan varnarmálaráðherra. Hann á stóran hlaða af vottorð- um frá viðskiptavinum sínum, þ. á. m. frá Morarji Desai. Francesco Waldner býr í þakíbúð í Róm ásamt fimm persneskum köttum. Hann er 52ja ára að aldri. Waldner lagði stund á skyggnilýsingar, kynnti sér rithandarfræði, stjörnuspáfræði og sálfræði. (Hann er m. a. vel að sér í Freud og Jung), áður en hann formaði kerfi sitt, sem saman- stendur af stjörnukortum, rit- handarrýni, lófalesti’i og ein- stöku sinnum kristalskúlurýni. Árið 1958 spáði hann fyrir Lundúnablaðið Daily Express, að Margi’ét prinsessa myndi ákveða að giftast á árabilinu 1959 til 1960; að Boudoun Belgíukonungur myndi kvæn- ast árið 1960 „gáfaðri, stjói’n- samri og ákveðinni ungri konu, sem verður elskuð og virt af Belgum,“ að John F. Kennedy öldungadeildarþingmaður „yrði forseti einn góðan veðurdag“ og að Bi’igitte Bardot myndi giftast árið 1959 „manni, sem er fæddur undir tvíburamerk- inu og með honum mun hún eignast son.“ Honum skjöplað- ist aðeins í því, að Jacques Charrier er fæddur undir Sporðdrekamerkinu. Lundúnakonan Ingrid Lind lærði stjörnuspáfræði af frænku sinni, sem var mennta- kona, mjög ströng og dálitið sérvitur, sem m. a. kom fram í því að hún neitaði að taka þóknun fyrir spádóma sína. Ungfrú Lind, sem varð stjörnu- spámaður að atvinnu árið 1953 er nú varaforstjóri stjörnuspá- dóma rannsóknarstöðvar og höfundur bókarinnar Stjörnu- spádómar og heilbrigð skyn- semi. Hún kýs heldur að gera stjörnukort fyrir einstaklinga, en að spá um heimsmálin. En í útsendingu kanadíska útvarps- ins í árslok 1964 spáði hún að 1965 yi'ði ár örlagaríkra atburða, þó ekki heimsstyrjald- ar og það yrði „sérstaklega ár upphafs nýrra atburða og ó- væntra.“ En hún spáði líka að Hoshu Sakai, spáir með 50 prjónum sem kallaðir eru „zeichiku“ og sex fílabeinskubbum sem kallaöir eru „sangi“ Framan á kimanóanum síniun hefur hann merki stéttarinnar. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.