Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Page 21

Fálkinn - 14.02.1966, Page 21
samlegri samskiptum við Kína „duldum góðvilja" milli Banda- ríkjanna og Pakistan, versn- andi ástandi í innanlandsmál- um og hættu fyrir Ayub Khan forseta frá hans eigin mönn- um. Hann sér „víkkun bilsins milli hinna tveggja afla“ og mögulega uppreisn sem myndi koma á breytingum í æðstu stöðum. Ojha gefur einnig í skyn upplausn Pakistans innan þriggja ára. Indónesía: Ef Sukarno kemst óskaddað- ur úr yfirstandandi vanda mun ástandið versna enn, spáir geimlíffræðingurinn Ebertin. í vor og í sumar mun hlutverki hans ljúka. Gopesh Kumar Ojha talar almennt um og spá- ir bæði leyndum og Ijósum árásum á ríkisstjórnina og auk- inni ógnarstjórn. Pandit Gaya Prasad Shastri spáir áfram- haldi innanlands átökum í Indónesíu og að samskipti hennar við önnur ríki verði erfið. Samband hennar við Pakistan mun versna að hans áliti, en batna við Indland. Júgóslavía: Ebertin, segir að Tito sé undir áhrifum afstaðna, sem sýna mikla hættu. Egyptaland: Nasser mun eigá við vax- andi erfiðleika að etja á árinu og í árslok verður hann hættu- lega veikur, spáir Ebertin. Suður-Ameríka: Spennan mun almennt slakna, spáir Waldner, en uppi verða tvær byltingahreyfingar og aðra þeirra þarf að stöðva. Afríka: Pandit Shastri heldur að heimsálfan muni sækja fram til meiri stjórnmálalegs og efnahagslegs þroska, en Wald- ner varar við tveim ófriðar- bálum, sem muni blossa upp, „en verða slökkt fljótlega.“ Ekki svo glæsilegt útlit eða hvað? — Ef maður treystir al- gerlega á spámennina. En rit- stjórnin (LIFE International) örvæntir ekki og vonar að þvi sé einnig svo farið með lesendurna. Leitum huggunar í Shakespeare: „Sökin er ekki stjarnanna kæri Brútus, heldur okkar, því við erum undirmálsfólk.“ Úr LIFE International. Birt með leyfi. Pandit Gopesh Kurnar Ojha er í Delhi og kynnir sér „Panc- hanga“ (ahnanök Hindúa). Hér er hann á reiki um stjörnu- athugunarstöðina í Delhi. Ebertin stendur fyrir framan kort af ævi John F. Kennedys hins látna forseta, en það sýnir að það fór að halla undan fæti, en Johnson hækkaði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.