Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Síða 23

Fálkinn - 14.02.1966, Síða 23
xð feSur okkar og afar hafi verið betri menn en við? Hvað er hœft í þessu? — Til þess að fá einhver ilr siðgœði á Islandi lakara nú en það var fyrir 30 árum, og ef svo er, þá að hvaða leyti? — Þessir lkureyri, Guðbrandur Magnússon fyrrv. forstjóri, séra Gunnar Árnason og Jóhannes úr Kötlum. — Ég viSurkenni, að þetta svar er ekki fullnægjandi, því hér er eðeins átt við ákveðinn hóp æskufólks. Margt hefur breytzt á 30 árum. Styrjöldin og afleið- ingar hennar koma hér við sögu. Öíl þjóðin hefur tekið stakkaskiptum og þeim ekki öllum til góðs. Fyrir þrjátíu árum barðist þjóðin í bökk- um. Nú hefur hún allt til alls. Þetta ætti ekki að valda skaða, heldur flýta fyrir komu velferðarríkisins. En velferðarríki verður ekki byggt upp með auðmagni og efnishyggju. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis, segir í heilögu orði. Og það er satt. Það eru auðsæ hættu- merki í lífi þjóðarinnar í siðgæðisefnum. Velferðarríkið kemur ekki nema Drottinn Guð byggi það upp með okkur. Þótt þú vinnir gjörvallt heimsins glys grípur þú þó aldrei nema fis; — svo segir sr. Matthías í jólakvæðinu fræga frá 1891. Margir tala um lífsleiða, einkum meðal æskufólks. Æskan er heilbrigð í gerð, en hún er í hættu, ef hún finnur ekki annað en fis og glys. Ég óttast að hún sjái of mikið af þessu, en fái of lítið að heyra um Guð, „sem skapar allan lífsfögnuð", svo að enn sé vitnað í jólakvæði sr. Matthíasar. Sé æskan í dag verr á vegi stödd í siðgæðisefnum en áður var, þá hvílir sökin að verulegu leyti á okkur hinum eldri, okkur sem öl- um hana upp, meðal ann- arra á þeim, sem voru ungir fyrir þrjátíu árum. Og þá fer að verða vafi á, hvor tíminn er betri, þá eða nú. Jesús Kristur boðaði vel- ferðarríkið fyrstur allra. Það átti að ríkja í manns- hjörtum. Hann kallaði það Guðsríki. Látum ríki hans koma, þá verður allt svo frjálst, fagnaðarríkt og gott. Þá leiðist æskunni aldrei framar. Eiríkur Sigurðsson. Allur samanburður er vandasamur í þessu efni. Ég hef ekkert kynnt mér fjölda afbrota, og svar mitt verður því aðeins lauslegt álit. En ég álít að siðgæði hafi hnignað með þjóðinni á þessu tímabili. Það siðferði- lega los kom með heims- styrjöldinni síðari og dvöl erlends hers í landinu. Hin- ar fornu kristilegu siðgæðis- hugmyndir hafa sljóvgast hjá mörgum, en lítið nýtt komið í staðinn. Siðgæðis- hugmyndir eru hér mjög á reiki. En til þess að siðaboð geti stuðlað að góðri breytni, er ekki nóg að þau séu utan- aðlærð, heldur festi rætur í hugum og hjörtum fólksins. Þótt ég telji, að siðgæði hafi hnignað, álít ég að all- ur almenningur kosti kapps um að lifa samkvæmt al- mennum siðgæðiskröfum nú sem fyrr. En hlutfallslega fleiri brjóti hin viðurkenndu siðgæðisboð en áður. Og stundum verða menn alveg höggdofa, hvað peninga- græðgin getur leitt menn langt í svikum og þjófnaði. Oft birtast í blöðunum fréttir um stórkostlegar grip- deildir í peningastofnunum og fyrirtækjum. Það er ein hlið hins almenna siðgæðis. Þá er alþjóð kunnugt um stórkostleg skattsvik, sem hér eiga sér stað. Guðbrandur Magnússon. Séra Gunnar Árnason. Jóhannes úr Kötlum. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.