Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Síða 28

Fálkinn - 14.02.1966, Síða 28
í þrjár vikur hafði hann neytt allra bragða til þess að gleyma Aiku. Þegar minningin um hana skaut upp kollinum í huga hans, gerði hann allt sem í hans valdi stóð til þess að kaffæra hana aftur. Hann komst að því, að kennslustundirnar voru áhrifa- ríkastar; þar á eftir komu góð sakamálamynd, mahjong leikur eða kvöldverður í félagsskap glaðværra piparsveina. Lestur eða akstur í bíl höfðu litil eða engin áhrif. Ef hann las, birtist honum mynd Aiku á blaðsíðun- um og hvert orð fékk tviræða merkingu. Akstur var jafnvel enn verri; þá minntist hann fyrri einverustunda og hver gata og umferðarmerki komu honum til að lifa upp aftur hið liðna. Hann lagði því sjálfum sér heilræðin og einsetti sér að halda þau. 1. stað þess að aka um í bílnum tók hann upp útreiðar. Hann keypti hest af einum nem- andanum fyrir fimmtiu dali og greiddi hesthúsi einu I Pacific Grove tuttugu dali á mánuði fyrir að sjá um hann. Á hverjum degi eftir skólatíma reið hann út með veginum framhjá blóma- beðum og inn á milli gamalla furu- og kýprustrjáa, en milli trjábolanna glamþaði á blátt Kyrrahafið og kvöldsólin glitr- aði í laufinu og roðaði vestur- loftið, svo hann varð oft gagn- tekinn af fegurð umhverfisins. Hann lét hestinn fara fetið eftir mjóum reiðstignum og naut þess að finna goluna leika um sig og ilminn af greni og sjávar- seltu í vitum sér. Hann hafði aldrei hugsað sér, að munurinn á hesti og bíl væri svo mikill. Ef til vill væri það vegna þess, að hesturinn var lífsfélagi, eink- um gamall hestur, sem aðeins kostaði fimmtíu dali, hann var gæfur, vinalegur og áreiðanleg- ur. Honum fannst hann vera vinur í neyð, með sál, sem skildi mótlæti mannanna í þögulli vizku. Chiang kallaði hestinn Ma Fu-tse eftir hinum kínverska spekingi. Það var þriðjudagur. Chiang hafði tekið boði um að leika mahjong heima hjá herra Wei um kvöldið. Hann vann aldrei, þegar hann lék mahjong við Wei og konu hans, sem voru þaul- reyndir mahjong leikarar; auk þess var sjaldan neitt að græða á samræðum við gesti þá, sem oftast komu til þeirra. En frú Wei, sem var opinská kona á fertugsaldri var snillingur að matreiða, einkum tvo Szchwan rétti, sem Chiang hafði miklar mætur á og var reiðubúinn að fórna nokkrum dölum fyrir við og við. Eftir kennslu í skólanum fór hann fyrst í reiðtúr eins og venjulega. Um klukkan sex kom hann heim til sín í gistihúsið Ocean View, sem var rekið af kínverskum hjónum í hinu gamla hverfi Monterey borgar, Cannery Row. Þegar hann opn- aði herbergishurðina, kom hann auga á bréf á gólfinu. Nágranni hans, Tang kennari, hafði krotað nokkur orð utan á umslagið: Hér er bréf, sem er búið að liggja í bréfakassanum þínum í skólan- um í þrjá daga. Ertu hættur að líta í bréfakassannn þinn, eða hvað? Chiang reif upp bréfið og kannaðist samstundis við rit- höndina. Hve oft, sem Aika kynni að breyta um skoðun, myndi hún aldrei geta breytt hinni sérkennilegu, vinstrihall- andi rithönd sinni. Hjarta hans hætti nærri þvi að slá andartak, þegar hann las ósjálfrátt heim- iiisfang hennar fyrst í hægra horni bréfsins. Hún var i Mont- erey, hjá Tanakahjónunum. „Kæri Chiang," stóð á miðan- um. „Ég vil fá að borga þér 18. HLIiTI aftur þrjú hundruð dalina, sem ég skulda þér, en ég er ekki viss um heimilisfang þitt. Á ég að senda þá til skólans? Aika.“ Chiang stakk bréfinu í vasann og honum var brugðið. Hann hafði gert svo margar og ítrek- aðar tilraunir til að gleyma henni og nú greip hún enn á ný inn í líf hans fyrirvaralaust og raskaði hinu andlega jafn- vægi og rósemi, sem hann hafði lagt svo mikið í sölurnar til að öðlast. Sér til sárrar skapraun- ar fann hann, að þráin eftir ná- lægð hennar fór nú aftur að bæra á sér í huga hans, eins og slanga, sem vaknar af stutt: um dvala. Hann fleygði sér á mjótt járnrúmið og reyndi að hugsa máiið. Átti hann að biða um skeið, áður en hann svaraði bréfinu? Eða láta það alveg af- skiptalaust? Eða átti hann að fara til hennar? Hann yrði að gefa sér tíma til að hugleiða þetta vel og gera sér grein fyr- ir mögulegum afleiðingum af endurfundum þeirra. Hann stóð upp af rúminu, tók sér steypi- bað og klæddi sig. Svo leit hann á úrið sitt. Enn var alltof snemmt að fara til Wei-hjón- anna. Hann gæti eins notað tím- ann til þess að skreppa sem snöggvast í Tókíó-garðinn og tala við hana, ef hún væri þar. Chiang lagði af stað út í bílinn sinn. Hann vissi að hann var að svíkja sjálfan sig, en hann gat enga rönd við reist. Um leið og hann ók af stað mundi hann, að það var þriðju- dagur og Tókiógarðurinn myndi vera lokaður í kvöld. Hann ók þá til Monterey og þegar hann fór framhjá húsi herra Tanaka, sá hann ljós i glugga í dagstof- unni. Þegar hann hafði lagt bíln- um gegnt húsinu, sat hann um stund og bræddi það með sér, hvort hann ætti að fara inn og spyrja eftir Aiku. Að lokum tók hann ákvörðun, fór út úr biln* um, gekk upp dyraþrepin og hringdi bjöllunni. * Herra Tanaka kom til dyra.’ Hann bar ekki strax kennsl á Chiang, en þegar hann þekkti hann, brosti hann og hneigði sig. „Er Aika heima?" spurði Chí-: ang. „Já. Gjörðu svo vel að koma inn.“ Dagstofan var rúmgóð og vel- búin húsgögnum, skreytt renn- ingum með japönskum mynd- um og skrautletri. Sjónvarps- tæki var staðsett milli dverg: trjáa og blómapotta og var eins og óvenjuleg mynd í íburðar- miklum ramma. Aika sat á legu- bekk og horfði á sjónvarpið. Þegar hún kom auga á Chiang, stóð hún snögglega á fætur. Hún virtist mjög glöð að sjá hann. Herra Tanaka slökkti á sjónvarpinu og kveikti ljós. Stofan var nú böðuð í ljósi og Chiang sá, að þar var fremur þröngt inni, af húsgögnum og blómum og tveim vögnum, barnavagni og brúðuvagni. Frú Tanaka reis á fætur og heilsaði Chiang með hneigingu. Hún tók sauma sína upp af legubekkn- um og sagði eitthvað á japönsku. Chiang skildist að hún væri að bjóða sér sæti á legubekknum við hlið Aiku. Hann settist. Aika var grönn og fölleit, en jafnfögur og áður 1 hvítri, sléttri blússu og dökkgrænu pilsi úr ódýru efni. Um stund sátu þau hlið við hlið á legubekknum og horfðu hvort á annað, hikandi og vandræðaleg og gátu ekki fundið neitt til að segja. Að lokum rauf Aika þögnina: „Þú litur vel út. Fékkstu bréfið frá mér?“ „Já,“ svaraði Chiang. Honum leið töluvert betur, þegar hann uppgötvaði að Tanaka-hjónin höfðu farið út úr stofunni og skilið þau eftir ein. „Ég er búinn að starfa hér við skólann í þrjár vikur. Hvenær komstu aftur?" „Fyrir hálfum mánuði. Fyrir- Eítir dólitla stund birtist Aika í eldhúsdyrunum í skrautlegum japönskum slopp og með matarbakka í höndunum. Við bjart ljósið í matsalnum sýndist hún hafa elzt um íimm, sex ár.----

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.