Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 35
vandamál; ég hef alltaf haft svo margt um að hugsa og fullt af áhugamálum til að sinna.“ „Ég trúi ekki á einlífi,“ segir Lilja og brosir svolítið óþekkt- arlega. „Það er óþarfi að lifa eins og nunna, þó að maður gifti sig ekki. Ég á ekki við, að ég sé einhver léttúðardrós eða ævintýramanneskja, en ég verð að segja, að mér finnst skírlífi vafasöm dyggð þegar maður er kominn á fertugs- aldurinn að minnsta kosti. Og ég iðrast þess ekki að hafa lif- að lífinu til fulls — það væri ólíkt verra að ganga um og innbyrla sér, að maður hefði farið á mis við allt það dýr- legasta sem tilveran hefur upp á að bjóða.“ H 'VERNIG er með að um- gangast karlmenn? Er það óþægilegt fyrir ’piparmeyj- ar‘?“ „Nei, svo pipruð vona ég, að ég sé ekki,“ segir Fjóla hlæj- andi. „Ég hef aldrei verið neinn karlmannahatari og finn ekki til neinnar þvingunar í umgengni við þá, enda er ég daglega samvistum við pabba og bræður mína. Ef mér líkar vel við einhvern svona al- mennt séð þá laðast ég jafnt að persónunni hvort sem það er karlmaður eða kona og hugsa ekkert sérstaklega um það.“ „Almáttugur, nei, ég vildi ekki eiga að umgangast tómt kvenfólk, þó að ég eigi margar indælar vinkonur,“ segir Lilja. „Mér líkar afskaplega vel við karlmenn og hef alltaf átt hægt með að tala við þá.“ „Ég er dálítið óvön karl- mönnum og ekki laus við að vera feimin við þá ef ég er ein með þeim,“ segir Rósa. „En þegar fleira fólk er viðstatt tala ég jafnfrjálslega við þá og konur um alla heima og geima og finn ekki til óframfærni.“ ALCON 1“ dælurnar eru auðveldar í notkun, hafa lágan brennslukostnað, og eru mjög létt- ar. Við höfum selt tugi slíkra dælna, og allar hafa reynzt framúrskarandi vel. ALCON 1“ dælan dælir 7000 ltr. á klst. Verð kr. 4.906,00. Slöngur, barkar og rafmagnsdælur flestum stærðum fyrirliggjandi. A ClTVEGUM ^ g ALLAR GERÐIR OG \ l STÆROIR AF DÆLUM “ GiSLI JÖNSSON & GO.HF. SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 »Ó GIFTA konan lifir þá alls eða einmanalegra lífi en gifta konan þegar allt er vegið og metið?“ „Maður verður að sætta sig við lífið hvort sem maður er giftur eða ógiftur,“ segir Fjóla. „Allir eiga einhverja erfiðleika við að stríða, og hvort sem maður leggur einn út á lífs- brautina eða í fylgd með öðr- um verður maður að temja sjálfan sig til að geta tekið hlutunum og styðjast við innri styrk en kasta ekki byrðunum yfir á annarra herðar." „Það fer eftir hverjum ein- staklingi," segir Rósa. „Maður má bara ekki vorkenna sér og helzt ekki hugsa of mikið um sjálfan sig og sín vandamál, heldur reyna að koma auga á allt það góða og skemmtilega sem hægt er að njóta ef maður er opinn fyrir því.“ „Lífið er fyrst og fremst það sem við gerum úr því sjálf,“ segir Lilja heimspekilega. „Það er hægt að einblína stöðugt á skuggahliðarnar og útiloka þannig alla gleði, og það er líka hægt að venja sig á að vera ánægður með sitt hlut- skipti, og sá sem er ánægður innra með sér kvartar ekki um einmanaleik eða innihalds- snautt líf.“ ★ ★ Ljós í fjarska Framh. af bls. 31. Bræðin sauð upp í henni, bitur og magnþrota. Stóð hon- um alveg á sama um það, þótt tilgangur hans væri öllum ljós? Þótt hún vissi, að það eina sem fyrir honum vakti var að gera hana sem fyrst sjálf- bjarga á ný til þess að hann gæti yfirgefið hana með góðri samvizku? En bræðin vakti hjá henni einhverja mótþróa- kennda seiglu. Hún fór að skrifa á vélina, hægt og hik- andi í fyrstu, en með þraut- seigju tókst henni að ljúka fyrsta verkefninu og smám saman tók hún við meiru af sínu fyrra starfi. Herra Sarley kom í heim- sókn, háttvís og kurteis að venju. Hann færði henni rósir og vínber, en einnig fleiri verk- efni. Kænlega af sér vikið, hugsaði hún. John hafði sann- arlega komið víða við. Hann hafði jafnvel fengið herra Sarley í lið með sér. Jæja, hún skyldi sýna þeim í tvo heim- ana. Hún ætlaði að vinna eins og hún gæti, vinna sér inn pen- inga, mikla peninga. Og þegar hún væri búin að ná sér, ætl- aði hún að segja John, kalt og rólega, að hann gæti farið veg allrar veraldar, hún væri fær um að sjá fyrir sér sjálf. Einn fagran vormorgun kom John til hennar og sagði: — Nú er tíminn kominn Jane nú förum við heim. Heim Henni hraus hugur við að fara heim í íbúðina aftur. Henni fannst hún engan veg- inn nógu hraust enn til þess að sjá um húsið ein. John lagði handlegginn utan um hana. — Ég vildi mjög gjarnan, sagði hann freista gæfunnar á ný í hjónabandinu. Nei, vertu kyrr. Ég fór með lestinni norður þennan dag, en aðeins hálfa leið. Svo sneri ég aftur heim. Þegar ég kom þangað, var þegar búið að aka þér á sjúkrahúsið. En ef ég hefði borið þessa tillögu fram fyrr, meðan þú enn varst veik og lömuð að mestu leyti, — hvað hefðirðu þá sagt? — Ég hefði neitað að taka við neinni ölmusu frá þér, sagði hún snöggt. — Það er einmitt það. En nú erum við jöfn. Eftir fáein- ar vikur verður þú búin að taka við starfi þínu aftur og ef þú ert samþykk, þá byrjum við lífið að nýju — saman. — Ég veit ekki John. Ég veit það sannarlega ekki. Ég skil ekki einu sinni hvers vegna þetta fór í handaskolum hjá okkur í fyrstu. — Okkur leið of vel. Það var meinið. Við áttum aldrei við neina raunverulega erfið- FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.