Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Qupperneq 36

Fálkinn - 14.02.1966, Qupperneq 36
leika að stríða. Erfiðleikarnir hafa tengt okkur. Hún sat þegjandi um stund. Síðan brosti hún og rétti hon- um hendina. — Hjálpaðu mér á fætur John. Við skulum fara heim. • Ég er saklaus Framh. af bls. 11. kenna fyrir sjálfum sér, að hon- um fyndist það eins og ofurlítið svigrúm. Það væri ófyrirgefan- legt. Malingfors myndi verða í góðum höndum þegar Louise væri orðin húsfreyja þar. Hún var ólastanleg. — FULLKOMIN! Hann spratt á fætur, þaut gegnum ytri skrifstofuna og út settist í bíiinn, skellti bilhurð- inni aftur og ók af stað svo möiin þyrlaðist aftur undan hjólunum. — Nú hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir, sagði Jansson og horfði á eftir honum yfir gier- augun. Hann kom ekki aftur það sem eftir var dagsins. Marianne og Louise sátu einar við hádegis- verðarborðið. Marianne bjóst við, að Louise myndi gefa einhverja skýringu á þessari skyndiheim- sókn Ulfs og hvers vegna hann hefði horfið strax á brott aftur, en iíklega fannst henni sem það kæmi Marianne ekkert við. Hún var kuldaleg í viðmóti og það virtist kosta hana mikla sjálfs- afneitun að sitja kyrr við borð- ið. Marianne renndi augunum skelkuð til hennar við og við og reyndi að fitja upp á um- ræðuefnum, sem gætu vakið áhuga hennar, en Louise svaraði henni hirðuleysislegum einsat- kvæðisorðum. Hvað hafði komið fyrir? Var Louise búin að kom- ast að því, hver Marianne var? Að lokum — þegar máltíðin var um það bil á enda — tók Louise til máls. — Það er málefni, sem ég verð að ræða við þig, hversu óþægi- legt, sem mér finnst það, sagði hún. Ég geri ekki ráð fyrir að Uif hafi munað eftir að geta þess, að fæðið hérna er ekki innifalið í launum þínum. Við tökum venjulega hundrað og fimmtíu krónur fyrir matinn. Marianne sat hreyfingarlaus. Hugsanirnar þutu um höíuð hennar. Hvað hafði Ulf sagt, þegar hann réði hana? „Þér haf- ið ókeypis húsnæði og borðið hjá okkur ...“ — Nei, hann sagði ekkert um að ég ætti að borga fyrir fæðið, svaraði hún. Hin tiigreindu laun eru iág, en sem uppbót á þau átti ég að fá ókeypis húsnæði og þar sem engin matsala eða möguleiki til matreiðslu væri fyrir hendi, átti ég að borða með ykkur. Louise hló stuttum hlátrL 36 FÁLKINN — Það er einkennandi fyrir hann, að skilja mér eftir þess háttar smáatriði. Ég skil mæta vel, að það veldur þér vonbrigð- um, að fá ekki að halda iaunum þínum óskertum, en það hefði ekki heldur verið þér kostnaðar- laust að matreiða fyrir þig sjálf eða borða á matsöluhúsi. Hér er maturinn borinn á borð fyrir þig og þú losnar við allt um- stang við innkaup og matreiðslu. Það er óneitanlega þægilegt hjá þér, er það ekki? — Jú. Marianne óskaði þess, að hún hefði gert sér betur grein fyrir einstökum atriðum í vinnusamn- ingnum. Með þessu lagi yrði Iítið sem ekkert eftir af laun- um hennar, þegar hún hefði greitt skatt og fæðispeninga. Hún tók tösku sína og lét hana liggja í kjöltu sér meðan hún taldi peningana upp úr seðla- veskinu. Þegar hún var í þann veginn að rétta Louise hundrað krónu seðil og fimmtíu króna seðil, var dyrunum hrundið upp og Jannis Anna kom inn með kaffibakka. — Á ég að láta kaffið hérna? spurði hún og kom nær. Hendur Louise titruðu ofur- lítið þegar hún braut saman seðlana. — Nei, hvers vegna ættuð þér að gera það? spurði hún og stóð á fætur. Við erum alltaf vön að drekka kaffið í garðstofunni. Auk þess hefðuð þér átt að bíða með að bera fram kaffið þangað til ég kallaði eftir því, því við viljum fá það heitt! — Það er heitt, sagði Anna önug. Ekki væri hægt að saka hana um óþarfa vinsemd, hugsaði Marianne. Reyndar ekki Louise heldur. Það var eins og öll gleði hyrfi úr húsinu með Ulf. — Það fyrsta, sem ég tek mér fyrir hendur, þegar við Ulf er- um gift er að segja Önnu upp, sagði Louise, þegar Jannis Anna var farin aftur fram í eldhúsið. — Það er hreint og beint óþol- andi að hafa hana nálægt sér. — Hvenær ætlið þið að... gifta ykkur? spurði Marianne lágt. — Strax og við getum. Eins og þú veizt, hef ég verið gift áður. Hjónaband mitt var mjög óhamingjusamt, en nú er maður- inn minn látinn og ég vil helzt ekki ræða um það, svaraðí Lou- ise. Ég syrgi hann af einlægni, þrátt fyrir það, að hann eyði- lagði tólf ár ævi minnar. Tólf ár? Marianne leit undr- andi á hana. Jafnvel þótt hún hefði gifzt mjög ung, þá hlaut hún að vera allmiklu eldri en Ulf. En gifting þeirra var greini- lega ákveðin. Ef til vill höfðu þau valið daginn, þótt Louise hefði ekki orð á því. En mér var kunnugt um þetta frá byrjun, sagði Marianne við sjálfa sig. Hvers vegna veldur það mér slíkum sársauka? Ég get ekki hugsað til þess... Hún reyndi að einbeita sér að starfinu og glamraði á ritvélina eins oft og því varð við komið. Það veitti henni nokkra útrás. Hún þoldi ekki þögnina. Og um þessar mundir var mjög hljótt I skrifstofuálmunni. Marianne og Tarzan voru einsömul. Ulf var aftur farinn í verzlunarferð og hnerrar Janssons voru orðn- ir að illkynjuðu kvefi. Hann lá með hitasótt og setti traust sitt á, að Marianne gæti lokið launa- útreikningnum upp á eigin spýt- ur. Hún vann þess vegna oft langt fram á nætur og tókst að lokum að finna niðurstöðutölu. Hún starði á hana þreyttum augum og braut heilann um það, hvaðan hún hefði eiginlega kom- ið og hvort hún gæti með nokkru móti verið rétt. Ulf kom heim nógu snemma til að geta ekið henni í bankann og sækja nákvæmiega þá pen- ingaupphæð, sem Marianne hafði reiknað út, og siðan hjálp- uðust þau að með að telja seðla og smámynt í launaumslögin. Marianne fannst, sem hún væri einnig komin með hitasótt, þeg- ar þau óku niður til verksmiðj- anna með aftursætið fullt af peningaumslögum. Það var hún, sem bar ábyrgðina á, að allar þessar þúsundir króna lentu í réttum vösum. 1 verksmiðjunum ilmaði allt af hefilspónum og nýju timbri. Þunnar hjólsagir þutu með mikl- um gný gegnum barkfletta trjá- bolina og söguðu þá niður langs- um í borð, sem siðan voru hefl- uð slétt eins og silki. Það heyrðist jafnvel í vélun- um inn í aflangt skrifstofuher- bergið, þar sem Ulf og Marianne settust til að bíða. Ulf tottaði pípu sína, en Marianne leit í örvæntingu á vinnulistana og launaumslögin til skiptis, þar sem þau lágu á borðinu. — Hamingjan hjálpi mér, hvað ég er taugaóstyrk! sagði hún ósjálfrátt. Ef ég hef nú ekki reiknað alltsaman rétt! Ef ein- hver villa finnst nú einhvers staðar! Ulf tók pípuna úr munninum og pírði á hana augun gegnum reykinn. — Ætlarðu nú að byrja aftur! sagði hann hlægjandi. Ég er búin að segja þér, að niðurstöðu- tölurnar virtust algjörlega sann- færandi. En svo er ekki heldur til þess ætlast að þú berir alla ábyrgðina á þessu ein, meðan þú ert svona óvön. Ég skal endurskoða þetta alltsaman, strax og ég hef tíma, og finni ég einhverja villu, er hægur vandinn að leiðrétta hana við næstu útborgun. Hvað sem þvi líður, þá hefur þú ekki dregið af þér við vinnuna, svo ég ætla að bjóða þér í smá ferð, þegar við höfum lokið við launagreiðsl- urnar! — Það var skemmtilegt! sagði Marianne hrifin. Hvert þá? — Upp í gamla steinnámu, sem er fáeina kílómetra héðan. Þar er auðvitað ekkert sérlega UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJÓNASILKI CERES, REYKJAVÍK

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.