Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Qupperneq 37

Fálkinn - 14.02.1966, Qupperneq 37
markvert að sjá, en það er alltaf einhvers virði að fá hreint skóg- rarloft í lungun. Þú ert vonandi ekki á háum hælum? — Nei, ég geng oftast á lág- hæluðum skóm. Það er ekki sér- lega glæsilegt, sagði Marianne afsakandi. Ekki kvenlegt held- ur. Ulf hleypti brúnum sem snöggvast. Ef til vill geðjaðis honum ekki að þessum laumu- ■lega samanburði hennar á sín- um eigin stóru og flatbotnuðu skóm og smágerðum skófatnaði Louise, sem lítið var annað en reimar og háir, örmjóir hælar. Marianne iðraðist orða sinna. Hún hafði hagað sér kurfslega, en það sat í henni, að hann skyldi ekki álíta hana kvenlega, vegna þess að hún eyddi degi sínum við rit- og reiknivél. Hann sat sjálfur mikinn hluta dags- ins á skrifstofu, bæði sinni og annarra, og ekki varð hann síður karlmannlegur fyrir það. Hvers vegna ætti hún þá ekki að geta verið kvenleg? Hún hvildi hök- una í höndum sér. 1 gegnum gluggann sá hún verkamennina koma akandi á reiðhjólum sin- um. Það var síðdegisvaktin í verksmiðjunum, sem átti að taka við launum sínum, áður en þeir leystu félaga sína af hólmi, sem byrjað höfðu klukk- an sex um morguninn. Sá fyrsti, sem inn kom, var gamall karl með kolsvartar hendur og sótug föt og gráan hárflóka niðurundan húfuderinu. Augabrýrnar voru áþekkar úfn- um mosatættum. Sú vinstri hékk niður yfir augað og huldi það en hinni lyfti hann upp til þess að geta séð. Þetta var gamli smiðurinn, sem járnaði hesta og sá um alla smiði og viðgerðir á setrinu. — Góðan dag, Tolvmans Olof! Hvernig er heilsan? spurði Ulf glaðlega. — Ojæja, ég veit ekki. Enn sjást þó spor eftir fæturna á mér, svaraði gamli maðurinn þurrlega. — Það var ágætt, sagði Ulf hlæjandi og tók að leita eftir umslagi, sem Marianne hafði skrifað utan á til Tolvmans Olof Ersson. Karlinn tók við umslag- inu og taldi peningana. Mari- anne varð þurr I munninum. Ef hann yrði nú ekki ánægður! Hún andvarpaði af létti, þegar hann dró upp gamla buddu og tróð seðlunum vandlega niður í eitt hólfið en smámyntinni í annað. Hún fékk honum pennann og hann ritaði nafn sitt skjálfhent- ur á kvittunina. Siðan rétti hann sig upp og blindi á hana undan loðinni augnabrúninni. — Jú, jú, sumar bera gull utan á sér, aðrar aftur eldsvoða, sagði hann og glotti eins og tröllkarl. — Það er enginn galli að vera rauðhærður svaraði Ulf og leit snögglega til Marianne, til þess að sjá hvort hún hefði tekið sér þetta nærri. — Ne-e, og það er ekki heldur allt gull, sem glóir, svaraði gamli smiðurinn. Menn skyldu varast að brenna sig á röngum eldi, bætti hann við og lyfti snubbóttum, svörtum visifingrin- um aðvarandi. Síðan sneri hann sér við og hökti til dyra, lítill og lotinn i herðum og mosagróinn eins og gamall steindrangur. Marianne horfði á eftir honum. Hvað hafði hann eiginlega átt við? Var hann ef til vill orðinn lítið eitt rugl- aður af að standa langa ævi i sótsvartri smiðju? Enda þótt Marianne væri önn- um kafin næstu stundirnar, gat hún ekki hætt að hugsa um gamla smiðinn. Henni fannst sem hann væri enn inni í her- berginu, þótt langt væri síðan hann fór. Hún varð að beita sig valdi til að geta haft hugann við kaupgreiðslurnar og fylgj- ast með því að tvö hundruð menn skrifuðu nöfn sin á launa- listann. Hún var dauðþreytt, þegar allt var um garð gengið, og hana verkjaði i höfuðið. Ulf leit á klukkuna. — Þetta gekk alveg eins og í sögu. Komdu nú, við skulum skreppa snöggvast upp í stein- námuna, sagði hann. Marianne safnaði saman list- unum og tróð þeim niður í skjalatösku Ulfs, sem hún lagði í aftursætið í bílnum. Hún var fegin því, að þurfa ekki að fara heim á setrið alveg strax, því þar virtist henni samanburður- inn við Louise enn tilfinnan- legri. Bliða Louise bjó yfir ein- hverju undarlegu valdi. Mari- anne fannst hún herða að sér á alla vegu. Og augu Louise voru alls staðar. Marianne fann þetta óumræðilega milda augnaráð hvíla á sér, jafnvel eftir að hún var búin að draga fyrir glugg- ann sinn og hafði smeygt sér undir rósrautt silkiteppið í rúm- inu. Meira að segja núna fannst henni eins og Louise væri að horfa á hana. Hún leit snöggt upp að setrinu áður en hún sett- ist inn í bílinn. Var það ímyndun hennar, eða stóð einhver þar á svölunum? Þau höfðu dregið niður bílrúð- urnar. Vindurinn ýfði stuttklippt hár Marianne og feykti burt höfuðverknum. Vegurinn lá með- fram bökkum Runnvatnsins nokkurn spöl en sveigði siðan í átt að Malingsbergi. 1 skógin- um var vorilmur af greni og furu. Mosinn lá eins og flos- breiða á jörðinni. Það færðist þægileg værð yfir Marianne. Og hún fann ekki til hræðslu. öll þau skipti, sem hún hafði ekið með Ulf, hafði hún verið öld- ungis óhrædd. Hún hafði fundið til sama öryggis og fyrir bil- slysið. — Það stafar einungis af því, að ég er að byrja að ná mér eftir áfallið, hugsaði hún. Kyrð- in hér á Malingfors hefur orðið mér til góðs. Ulf sneri höfðinu í átt til henn- ar andartak. — Hvernig leizt þér á Tolv- mans Olof? spurði hann. — Tiltakanlega hæverskur var hann nú ekki, sagði Marianne og hló við. - Ég er ekki viss um, að hann hafi verið ókurteis heldur, sagði Ulf hugsi. Maður veit aldrei með vissu, hvað hann á við, en stundum skýrist málið löngu seinna og þá verður mað- ur furðu lostinn yfir því hve mikil vizka er fólgin í orðum hans. Stundum finnst manni hann vera ruglaður og stundum Framh. á bls. 41. WSPÁIR i stjörnurnar ^ ****** * Kæri Astró! Mig langar til að biðja þig að fræða mig eitthvað um framtíðina. Ég er fædd 1952. Hvaða starf hentar mér bezt? Hvenær giftist ég, og verður maðurinn minn mikið eldri en ég? Þekki ég hann eða hef ég séð hann núna? Hvað eignast ég mörg börn og verður hjónaband mitt hamingjusamt? Verð ég heppin í ástamálunum og á ég eftir að slá mér upp með strák sem ég er mjög skotin í? Ég hef mikinn áhuga á að vinna eitthvað i útlöndum. Heldur þú að það geti kannski orðið bráðlega? Ég hef mest gaman af að ferðast og svo þykir mér gaman af að dansa og skemmta mér yfirleitt. Ég er í skóla núna en ég er voða leið á honum og ætla ekki að halda áfram að læra. Ég vona að þú getir svarað mér fljótt. Bless. D. G. G. Svar til D. G. G.: skólanáms breytist til muna frá Á næstu tveimur árum má því sem nú er og er það eins búast við að afstaða þín til gott fyrir þig því ég held að þú eigir og verðir að læra tölu- vert meira. Fyrir því gerir þú þér grein síðar. Þú ert nú svo ung ennþá að þú raunverulega veizt ekkert hvað þú vilt en ég held að þú verðir að sjá það sjálf hvað þér er fyrir beztu það þýðir ekki fyrir aðra að segja þér það, allra sízt for- eldra þína, því þú mundir gera þvert ofan í vilja þeirra eins og er. Eftir um það bil'tvö ár hefur skapast allt annað við- horf hjá þér. Það er aðeins eðli- legt og tilheyrandi þínu aldurs- skeiði að hafa gaman af að dansa og skemmta sér. Mig langar til að ráðleggja þér að sækja leikhús og málverkasýn- ingar því að á þeim sviðum muntu fyrr eða síðar finna þig heima. Hvað giftingu viðvíkur þá held ég að þú giftist fremur seint en maðurinn þinn verður áreiðanlega ekki eldri en þú jafnvel nokkrum árum yngri. Er ekki ólíklegt að þú hittir hann á ferðalagi, en þú munt fremur dragast að yngri mönn- um en þú ert sjálf. Þú munt að öllum líkindum eignast dá- lítinn hóp af börnum, sem öll verða mjög ákveðin og fyrir- ferðarmikil, svo þú munt hafa fullt í fangi með að stjórna þeim, en þú munt verða hreik- in af þeim þegar þau komast á legg. Ég held að þú verðir heppin í ástamálunum og hjónabandinu og þegar þú hef- ur gift þig þá verður heimilið og velferð þess þér fyrir mestu. Ég held að þú sért lang bezt sett með það að lifa og starfa hér heima, því þó þér finnist eins og fleirum útlöndin vera freistandi, þá álít ég að þú munir aldrei una þér til lengd* ar annars staðar en hérna. Samt sem áður munt þú fara í skemmtiferð til útlanda áður en mjög langt líður og þú átt eftir að fara oftar. Að því er varðar starf, þá yrðir þú mjög lipur afgreiðslustúlka og mund- ir kunna vel við þig í klæða- verzlun. Þú munt hafa gaman af að fylgjast með tízkunni og verður það þér hjálplegt í starfi. 37 i FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.