Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Side 38

Fálkinn - 14.02.1966, Side 38
ItlTSTJOM: KRISTJAM STEINGKIMSDOTTIIt Góðir fiskréttir FISKFLÖK % kg þorskflök Salt 2 msk. smjör 1 laukur 1 púrra 2 gulrætur Laukur og púrra skorið í þunnar sneiðar, látið það sjóða í smjörinu dálitla stund, má alls ekki brúnast; nokkrum msk. af vatni bætt út í pottinn, gulræturnar hreinsaðar, skornar langsum og síðan skornar í minni bita, sett út í pottinn, soðið 3—5 mínútur; tómatkraftur og annað krydd sett út í pottinn. Þorskflökin skorin á ská 1 hæfilega bita, raðað ofan á pottinn, saltað. Hlemmur settur á pottinn, soðið í 8—10 mínútur. Borið fram í pottinum ásamt soðnum kartöflum. MEÐ GKÆNMETI. 2-3 vel þroskaðir tómat- ar eða 3 msk. tómatkraftur 2 negulnaglar 6 piparkorn Muskat 2 msk. söxuð steinselja. FISKFLÖK MEÐ KARRÝSÓSU OG HRÍSGRJÓNUM. Áætlið um 600 g af þorsk- eða rauðsprettuflökum handa 4. Nuddið flökin með salti, vefjið þau saman og festið með pinna. Raðið rúllunum í botninn á potti. Sjóðið saman í öðrum potti 3—4 dl vatn. nokkrar lauksneið- ar, 1 gulrót í bitum, dálítið af steinselju, 6 heil piparkorn, 1 tsk. sítrónusafa, salt og 1 msk. af smjöri. Látið þetta malla við hægan hita í 15—20 mínútur, svo soðið nái bragði úr grænmetinu og kryddinu. Hellt varlega yfir fiskrúllurnar, sem soðnar eru við hægan hita í 5 mínútur. Soðið síað og búin til úr því bragðmikil karrýsósa, sem gott er að jafna með eggjarauðu. Fiskrúllunum raðað í heitt fat, hluta af sósunni hellt yfir, afgangurinn borinn með í sósukönnu ásamt lausum hrís- grjónum. Dúkkukjóll Efni: nál. 25 g þríþætt hvítt ullargarn. Hringprjónn nr. 2 (40 cm) prjónar nr. 2. Paliett- ur og perlur. Fitjið upp 192 1. og prjónið 6 umf. sléttprjón. Prjónið því næst gataröð (innafbrot) ★ slegið upp á 2 sl. sm. ★, endur- tekið frá ★—★ út umf. Prjón- ið 6 umf. slétt og svo 2 mynst- ur eftir skýringamynd (X = brugðin lykkja) prjónið 5 cm slétt í viðbót. Prjónið nú 2 sl. sm. á allri umf. f næstu umf. er tekið jafnt úr svo 80 1. séu á. Þá er mynstur prjónað. Eftir 6 umf. eru felldar af 2 1. í hvorri hlið fyrir handveg. Nú er bak og framstykki prjónað hvert fyrir sig en eins. Eftir 3 mynstur eru 16 miðl. felldar af fyrir hálsmáli. Prjónið 9 umf. með 11 1. hvoru megin. Fellt af. Frágangur: Kjóllinn press- aður léttilega á röngunni. Hlið- arnar og önnur öxlin saumuð saman. Pilsið faldað að neðan. Mjó teygja fest í mittið á röng- unni. Hinni öxlinni lokað.með 2 smellum og litlum palliettum tyllt í mynstrið með smáum perlum. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.