Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 42
fV /l/^-^fr^ fr^n SKARTGRIPIR trúlofunarhringar HVERFISGÖTL 16 SÍMl 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER oulum LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD Einangrmargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAN H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200. — Já, já. Ég skríð á fjórum fótum. Farðu á undan mér! Ég fylgi þér eftir eins fljótt og ég get. f Ulf reyndi að ganga upprétt- ur, en klappirnar voru svo hál- ar og ótraustar, að jafnvel hann varð að fikra sig áfram á fjórum fótum. Bæði hann og Marianne voru komin meir en hálfa leið upp að brúninni, þegar langri, sagtenntri eldingu sló niður í hátt grenitré á barmi steinnám- unnar og tætti það sundur í flísear. Mjó reiksúia steig upp úr rústunum, þar sem tréð hafði staðið. Marianne æpti upp yfir sig og reyndi að ná taki á Ulf. Regnið buldi á bakinu á henni og leiftursnöggar elding- ar bru"»ðu aftur hinni kynlegu, fjólubláu birtu sinni yfir renn- votar klappirnar. — Littu upp! kallaði Ulf allt í einu. Skriða af hnefastórum stein- um kom skröltandi á móti þeim niður bergvegginn. Ulf missti fótfestuna og rann niður eftir. Alveg ósjálfrátt fleygði Mari- anne sér á magann og teygði annan handlegginn upp á við. Annar skór Ulfs rakst í hann af svo miklu afli, að það brakaði í úlnlið hennar og oinboga. En henni tókst að stöðva hann nógu lengi til þess að hann gæti aftur náð fótfestu á klöppinni. En grjótflugið hélt áfram allt í kringum þau, hæfði þau í höfuð, axlir og handleggi. Marianne reyndi að verja hvirfilinn með höndunum. Eftir nokkrar sekúndur hætti skriðan. Ulf fikraði sig varlega niður til hennar. Hann var hvít- ur í andliti undir sólbrunanum. — Hvernig reiddi þér af? Þú hefur þó ekki slasast? Þú náðir sannkölluðu björgunartaki á mér. Ég hefði áreiðanlega dauð- rotast af að fara í þessari skriðu alla leið niður á botn. Ertu meidd? spurði hann kvíðafullur um leið og hann lagði armana utan um hana og studdi höfuð hennar við öxl sér. En þú skelf- ur öll vesalings stúlka. Þú þarft ekki að vera hrædd lengur. Hætt- an er iiðin hjá, tautaði hann og þrýsti henni fastar að sér. I sama bili kviknaði ný, hvít- glóandi elding — í skýinu, I aug- um hans, í hennar eigin líkama .. hún vissi það ekki. Hún fann varir hans við sínar. Eitt andar- tak birtist skelfingarsýnin henni aftur. Með lokuðum augunum sá hún enn einu sinni veginn þjóta inn undir bílinn, og tréð nálgast með ofsahraða. Viti sínu fjær af hræðslu þreif hún dauðahaldi i Ulf. Sýnin hvarf. Eftir varð aðeins kyrrð og friður. Hún opn- aði augun ofurlítið. Sá regn- dropana renna niður eftir vanga hans og falla á andlit hennar. Augnablikið var kyrrlátt hlé í æðandi hringrás tíma og rúms. Það fór um hana skiálfti Er és? ástfanein af honum? Hún. sem sat á hafsbotni og horfði upp til hans á sólvermdri strönd- inni... Ulf horfði niður í augu henn- ar. Þau eru græn, hugsaði hann. Loksins veit ég, hvernig þau eru á litinn. En hvers vegna er þessi svipur í þeim... eins og þau viti, að lífið er eintómar hilling- ar? Hann renndi fingrunum gegnum hárið. Það var ósjá'lf- ráður vani, þegar hann var óþol- inmóður eða í uppnámi. Hvað í fjáranum hef ég nú gert? Ég ætla að kvænast Lou- ise. Ég meina ekkert með þessu uppátæki... má ekki meina neitt með því... Það var eins og hann væri dreginn til hennar af ómótstæði- legum krafti. Hann beygði sig niður að henni aftur. Þrýsfi henni svo fast að sér, að hún náði varla andanum. Enginn vöðvi hrærðist í andliti hennar. Þrátt fyrir það vissi hann, að hún beið hans... beið eftir hamslausum kossum hans. Ulf sleppti takinu á henni i skyndi. Hann yrði að rífa sig lausan frá henni áður en hann missti algjörlega vald á sér. Hann stóð upp. Augnablik stóð hann og horfði á hana, nærri þvi reiðilega. Svo byrjaði hann aftur að klifra upp illfæran bergveggmn. Hún fylgdi honum eftir, vélrænt eins og svefngeng- ill. Þegar þau komu upp á jafn- sléttu, gekk hún hægt á eftir honum að bílnum. Ulf opnaði bílhurðina og teygði sig yfir framsætið til að opna hennar megin. — Geturðu ekið bíl? spurði hann án þess að líta á hana. Marianne kipptist við. Spurn- ingin, sem hún óttaðist einna mest, kom henni á óvart... á viðkvæmu augnabliki. Hún fann ískaldan hroll fara um allan líkamann. — Nei. Hvers vegna? — Ég hef áreiðanlega tognað I vinstri hendinni. Ég hef óþol- andi verk í henni. Þú gætir vel reynt að aka niður til Maling- fors, ef ég segi þér nákvæm- lega hvað þú átt að gera. — Nei... ég þori það ekki... Hún fór inn í bílinn og sett- ist við hliðina á ekilssætinu. Heldur skyldi hún ganga alla leið en snerta á stýrinu. Ulf leit á hana forviða. — Ég verð þá líklega að reyna sjálfur, sagði hann. En það væri ágætt ef þú lærðir það. Hér í sveitinni er nauðsynlegt að kunna að aka bíl. Ef Jannis Per tekur þig i nokkra tíma, þá get- urðu fljótlega tekið próf. Marianne spennti greipar og þvingaði sjálfa sig til að halda þeim kyrrum í kjöltu sér. Skelf- ingin kom yfir hana, settist eins og kökkur í hálsinn. Ulf mátti ekki gruna neitt. Ef til vill myndi hann fara að spyrja... og gera eftirgrennslanir. Framh. í næsta blaði. • Er siðgæði Framh. af bls. 24. burður, án nánari skilgrein- ingar, sé auðvitað hvorki tæmandi né algildur, snert- ir hann eigi að síður nokkra siðferðilega grundvallar- punkta íslenzks menningar- ástands 1935 og 1965. Er mönnum svo í sjálfsvald sett hvaða ályktanir þeir draga af þessum dæmum. Um hversdagsmóralinn þá og nú skal ég ekki fjölyrða — þar getur hver og einn skyggnzt um sína sveit. Ýmsir telja hann sízt rismeiri í dag en fyrir þrem áratugum, þó raunar megi segja að aga- leysið sé nú orðið býsna frjálsmannlegt og klækirnir hafi stundum á sér mann- úðarsnið. En það gæti bent nokkuð til þess, hvert þróun þjóðlífsins stefnir, að leyfi einhver sér að efast um dýrð hennar, þá er hann óðara stimplaður sem nöld- urskjóða, kenningaþræll, aft- urhaldsseggur — ellegar bara menningarviti, ef vanda skal sérstaklega til kveðjunnar. Ef ég ætti að draga svar mitt saman til sem allrar einfaldastrar niðurstöðu, þá mundi ég segja að_ fyrir þrjátíu árum hefðu íslend- ingar staðið í siðferðilegri uppreisn, en nú væru þeir lagztir í siðferðilega upþ- lausn. Samt hljóta þeir að vera mjög hamingjusamir — að minnsta kosti hafa þeir aldrei verið ánægðari með sjálfa sig. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.