Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 12
12 15. október 2009 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Frumvarp fimm þing- manna um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur gerir ráð fyrir að tíu prósent kosningabærra manna geti kraf- ist þjóðaratkvæðagreiðslu um til- tekið mál. Við þingkosningarnar í apríl höfðu rúmlega 227 þúsund atkvæðisrétt. Flutningsmenn eru þingmenn Hreyfingarinnar, Þráinn Bert- elsson og Sigmundur Ernir Rún- arsson Samfylkingunni. Í stjórnarfrumvarpi um þjóð- aratkvæðagreiðslur, sem lagt var fram í sumar og kemur aftur fyrir þingið nú í haust, er ekki gert ráð fyrir að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Í greinar- gerð með þingmannafrumvarpinu segir að stjórnarfrumvarpið sé óásættanlegt. Spurður um ástæður fyrir flutningi frumvarps með fjór- um stjórnarandstæðingum sagð- ist Sigmundur Ernir vilja styðja viðleitni þeirra enda hefði hann alla tíð verið fylgjandi þjóðar- atkvæðagreiðslum. Sama væri hvaðan gott kæmi. - bþs Leggur fram frumvarp ásamt stjórnarandstæðingum: 23 þúsund geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á völdum stöðum á landsbyggðinni. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS RÚSSLAND, AP Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Rússar verði að koma sér upp úr kaldastríðsfarinu, gera stjórnmálakerfi sitt opnara og taka fagnandi á móti fjölbreytt- um skoðunum og gagnrýni. „Í nýsköpunarsamfélagi verður fólk að vera frjálst til að hafa óvin- sælar skoðanir, vera ósammála hefðbundnum hugmyndum og telja sér óhætt að gagnrýna misnotkun valda,“ sagði hún í ávarpi sem hún flutti í Moskvuháskóla. Um svipað leyti og Clinton flutti ræðu sína gengu þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka út af þinginu í Moskvu til þess að mótmæla framkvæmd sveitar- stjórnarkosninga í Rússlandi um helgina. Sameinað Rússland, stjórnmála- flokkur þeirra Vladimírs Pútíns forsætisráðherra og Dmitrís Med- vedevs forseta, vann yfirburða- sigur í þeim kosningum í meira en 75 af 83 héruðum Rússlands. Í Moskvu fékk flokkur ráðamann- anna 32 af 35 sætum í borgar- stjórn. Óháðar eftirlitsstofnanir taka undir með stjórnarandstöðunni að framkvæmd kosninganna hafi verið alvarlega ábótavant. Kosn- ingasvindl hafi verið útbreitt. Clinton hélt heim til Bandaríkj- anna síðdegis í gær að lokinni tveggja daga heimsókn í Rúss- landi. Eftir að hún hafði rætt við háskólanema í Moskvu brá hún sér austur á bóginn til borgarinn- ar Kazan, sem er höfuðborg lýð- veldisins Tatarstan. Þangað sagðist hún hafa vilj- að koma vegna þess að þar búa kristnir menn og múslimar saman í sátt og samlyndi. Clinton hitti í Rússlandsferðinni bæði Medvedev og Sergei Lavr- ov utanríkisráðherra. Tilgangur ferðarinnar var ekki síst að afla stuðnings rússneskra ráðamanna við aðgerðir til þess að fá Írana ofan af hugsanlegum áformum þeirra um að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. gudsteinn@frettabladid.is Segir lýðræði Rússa gallað Hillary Clinton hikaði ekki við að gagnrýna stjórnarfar Rússa í ræðu við Moskvuháskóla í gær. Áheyrendur létu sér nægja að klappa kurteislega. STYTTA AF WALT WHITMAN VÍGÐ Utanríkisráðherrarnir Hillary Clinton og Sergei Lavrov gáfu sér tíma í gærmorgun til að vígja styttu af einu helsta ljóðskáldi Banda- ríkjanna við háskólann í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.