Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 12
12 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
ALÞINGI Frumvarp fimm þing-
manna um þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur gerir ráð fyrir að tíu prósent
kosningabærra manna geti kraf-
ist þjóðaratkvæðagreiðslu um til-
tekið mál. Við þingkosningarnar
í apríl höfðu rúmlega 227 þúsund
atkvæðisrétt.
Flutningsmenn eru þingmenn
Hreyfingarinnar, Þráinn Bert-
elsson og Sigmundur Ernir Rún-
arsson Samfylkingunni.
Í stjórnarfrumvarpi um þjóð-
aratkvæðagreiðslur, sem lagt var
fram í sumar og kemur aftur fyrir
þingið nú í haust, er ekki gert ráð
fyrir að almenningur geti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu. Í greinar-
gerð með þingmannafrumvarpinu
segir að stjórnarfrumvarpið sé
óásættanlegt.
Spurður um ástæður fyrir
flutningi frumvarps með fjór-
um stjórnarandstæðingum sagð-
ist Sigmundur Ernir vilja styðja
viðleitni þeirra enda hefði hann
alla tíð verið fylgjandi þjóðar-
atkvæðagreiðslum. Sama væri
hvaðan gott kæmi.
- bþs
Leggur fram frumvarp ásamt stjórnarandstæðingum:
23 þúsund geti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu
WWW.N1.IS
Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta
Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum
upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum
sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá
okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér!
Láttu ekki veturinn
koma þér á óvart!
-15%
Hjólbarða-
þjónusta
Þeir sem skrá sig
í Sparitilboð N1 á
n1.is fá veglegan
afslátt
Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu
og á völdum stöðum á landsbyggðinni.
ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS
RÚSSLAND, AP Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
segir að Rússar verði að koma sér
upp úr kaldastríðsfarinu, gera
stjórnmálakerfi sitt opnara og
taka fagnandi á móti fjölbreytt-
um skoðunum og gagnrýni.
„Í nýsköpunarsamfélagi verður
fólk að vera frjálst til að hafa óvin-
sælar skoðanir, vera ósammála
hefðbundnum hugmyndum og telja
sér óhætt að gagnrýna misnotkun
valda,“ sagði hún í ávarpi sem hún
flutti í Moskvuháskóla.
Um svipað leyti og Clinton
flutti ræðu sína gengu þingmenn
þriggja stjórnarandstöðuflokka
út af þinginu í Moskvu til þess að
mótmæla framkvæmd sveitar-
stjórnarkosninga í Rússlandi um
helgina.
Sameinað Rússland, stjórnmála-
flokkur þeirra Vladimírs Pútíns
forsætisráðherra og Dmitrís Med-
vedevs forseta, vann yfirburða-
sigur í þeim kosningum í meira
en 75 af 83 héruðum Rússlands. Í
Moskvu fékk flokkur ráðamann-
anna 32 af 35 sætum í borgar-
stjórn.
Óháðar eftirlitsstofnanir taka
undir með stjórnarandstöðunni
að framkvæmd kosninganna hafi
verið alvarlega ábótavant. Kosn-
ingasvindl hafi verið útbreitt.
Clinton hélt heim til Bandaríkj-
anna síðdegis í gær að lokinni
tveggja daga heimsókn í Rúss-
landi. Eftir að hún hafði rætt við
háskólanema í Moskvu brá hún
sér austur á bóginn til borgarinn-
ar Kazan, sem er höfuðborg lýð-
veldisins Tatarstan.
Þangað sagðist hún hafa vilj-
að koma vegna þess að þar búa
kristnir menn og múslimar saman
í sátt og samlyndi.
Clinton hitti í Rússlandsferðinni
bæði Medvedev og Sergei Lavr-
ov utanríkisráðherra. Tilgangur
ferðarinnar var ekki síst að afla
stuðnings rússneskra ráðamanna
við aðgerðir til þess að fá Írana
ofan af hugsanlegum áformum
þeirra um að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum. gudsteinn@frettabladid.is
Segir lýðræði
Rússa gallað
Hillary Clinton hikaði ekki við að gagnrýna
stjórnarfar Rússa í ræðu við Moskvuháskóla í gær.
Áheyrendur létu sér nægja að klappa kurteislega.
STYTTA AF WALT WHITMAN VÍGÐ Utanríkisráðherrarnir Hillary Clinton og Sergei
Lavrov gáfu sér tíma í gærmorgun til að vígja styttu af einu helsta ljóðskáldi Banda-
ríkjanna við háskólann í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP