Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2009 sófar ● fréttablaðið ●
Tískuhönnuðurinn Giorgio Armani
fékk á dögunum það verkefni að inn-
rétta lúxusíbúðir í Róm á Ítalíu.
Armani var ráðinn til verks-
ins eftir að eigendurnir ákváðu að
breyta gamalli byggingaþyrpingu
nálægt hinu víðfræga hringleika-
húsi í Róm í ríkmannlega búnar
íbúðir.
„Hugmyndin er sú að umbreyta
gömlum og þreyttum byggingum
á Palastín-hæð í flott og vandað
íbúðarhúsnæði,“ segir í yfirlýs-
ingu frá Armani, sem hefur á síð-
ustu árum getið sér góðan orðstír
með húsgagnalínu sinni, Armani
Casa.
Fyrir utan vandaða innanhúss-
hönnun mun væntanlegum íbúum
standa ýmis þjónusta til boða, svo
sem almennt viðhald og barna-
pössun auk þess sem móttökustjóri
verður þeim innan handar allt árið
um kring.
Áætlað er að fyrsta íbúðin verði
tilbúin til afhendingar á fyrri árs-
hluta 2010. - rve
Innréttar lúxusíbúðir í Róm
Sófi úr Armani Casa-línunni.
Lúxusíbúðirnar í Róm verða undir sterkum áhrifum frá Armani Casa-línunni. Armani fellur aldrei verk úr hendi.
GÁ Húsgögn í Ármúla sér-
smíða sófa eftir óskum við-
skiptavina sinna sem hafa und-
anfarið fremur kosið tausófa
en leðursófa.
„Fólk velur sér notalega og hlýlega
sjónvarpssófa um þessar mundir
en töluvert hefur dregið úr vin-
sældum leðurs,“ segir Erlendur
Sigurðsson framleiðslustjóri GÁ
Húsgagna í Ármúla 19.
Viðskiptavinir fyrirtækisins
hafa mikið val og þurfa ekki að ein-
skorða sig við það sem til er í búð-
inni. „Þeir geta í raun raðað saman
þeim sófa sem þeir vilja. Þannig
velja þeir grind, stífleika svamp-
sins og áklæðið,“ upplýsir Erlend-
ur og bætir við að öll húsgögn GÁ
Húsgagna séu hönnuð og framleidd
á Íslandi. Inntur eftir því hvort Ís-
lendingar séu meðvitaðri um að
velja íslenskt játar hann því. „En
fólk vill þó vera visst um gæðin
líka,“ segir hann. Hann segir horn-
sófa vinsælasta í búðinni en þó selj-
ist tungusófar og aðrar gerðir sófa
einnig vel.
GÁ Húsgögn voru stofnuð árið
1975 og ná því 35 ára aldri á næsta
ári. „Fyrirtækið var stofnað af
Grétari Árnasyni sem enn er eig-
andi ásamt þremur öðrum,“ segir
Erlendur. Fyrirtækið, sem var lítið
í upphafi, hefur stækkað og dafnað
með tímanum. „Við vinnum mikið
fyrir hótel og veitingahús en fyrir
tveimur árum opnuðum við í fyrsta
sinn almenna búð sem stíluð er inn
á heimilismarkaðinn,“ segir hann
en í GÁ Húsgögnum má finna nokk-
uð stóra og breiða línu í sófum og
öðrum húsgögnum, og að sjálfsögðu
er þetta allt íslensk framleiðsla.
„Sófana hönnum við mest innan
fyrirtækisins. Þó leitum við einn-
ig eftir teikningum frá hönnuðum
og arkitektum,“ segir Erlendur en
bendir á að fólk njóti þess að fá að
raða saman eigin sófa. Þannig fái
það tilfinningu fyrir því að það
eigi mun meira í húsgagninu.
Viðskiptavinir geta raðað
saman sínum eigin sófum
„Fólk velur sér notalega og hlýlega sjónvarpssófa um þessar mundir,“ segir Erlendur Sigurðsson, framleiðslustjóri GÁ Húsgagna.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
MOSI
270 cm langur.
Fáanlegur í öllum stærðum.
Sjá www.gahusgogn.is
HREIÐRIÐ
Stærð: 235 cm.
Fáanlegur í öllum stærðum.
Sjá www.gahusgogn.is
PERLA
Stærð: 270x210.
Fáanlegur í öllum stærðum.
Sjá www.gahusgogn.is