Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 30
30 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Margrét Kristmannsdóttir
skrifar
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til
lands. Rekstrarumhverfi þeirra er
skelfilegt – endurfjármögnun er í
uppnámi, háir vextir gera það fjár-
magn sem í boði er of dýrt til að
réttlæta framkvæmdir, há verð-
bólga, fallandi eða hrunin eftir-
spurn, handónýtur gjaldmiðill og
svo mætti áfram telja. Lunginn
úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu
pakkað saman í vörn og bíður
átekta – bíður eftir því að rekstr-
arumhverfið komist í það horf að
hægt sé að fara að skapa verðmæti
og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg
fyrirtæki er tíminn einfaldlega að
renna út.
Illa haldið á Icesave
En eftir hverju er beðið? Svarið
er einfalt: að stjórnmálamenn á
Íslandi klári Icesave-málið. Það
skal hins vegar tekið fram að
innan raða atvinnurekenda eru og
hafa verið mjög skiptar skoðanir á
Icesave eins og hjá þjóðinni allri.
Margir atvinnurekendur telja að
þjóðinni beri ekki að borga Icesave
á meðan aðrir telja það bæði rétt
og siðferðislega skyldu þjóðarinn-
ar að greiða sparifjáreigendum í
Bretlandi og Hollandi lágmarks-
innistæður á sama hátt og inni-
stæður Íslendinga voru tryggðar
við hrunið.
Langflestir atvinnurekend-
ur telja hins vegar að stjórnvöld
á Íslandi hafi haldið afar illa á
Icesave-málinu frá upphafi enda
er mjög auðvelt að gagnrýna það
ferli allt saman. Hins vegar skipta
þessar skoðanir nú litlu máli. Við
stöndum frammi fyrir orðnum hlut
– staðreyndum – og verðum að taka
ákvarðanir í samræmi við þær. Við
getum haft allar skoðanir á fortíð-
inni en henni breytum við ekki.
Það eru ákvarðanirnar í dag sem
skipta máli – ákvarðanir sem koma
til með að móta framtíðina.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa
eytt gríðarlegri orku og dýrmæt-
um tíma í umfjöllun um Icesave-
málið og er það að mörgu leyti
vel. Hins vegar er mál að linni.
Talið er að skuldir ríkisins muni
vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í
2.000 milljarða á næsta ári ef gert
er ráð fyrir að kostnaður þjóðar-
innar vegna Icesave verði um 300
milljarðar. Hlutur Icesave í heild-
arskuldum þjóðarinnar verður því
sennilega í kringum 15%. Umfjöll-
un um þessi 15% hefur fengið
mikla umfjöllun á meðan varla
hefur verið minnst á aðra kostn-
aðarliði í hruninu – marga álíka
stóra og Icesave, s.s. fjármögn-
un Seðlabankans til að koma í veg
fyrir gjaldþrot hans og inngreiðsl-
ur í peningamarkssjóði bankanna,
kostnaðarliður sem stjórnmála-
menn bera þó beina ábyrgð á.
Skelfilegar afleiðingar
Í síðustu viku komu fram greinar-
gerðir frá Seðlabanka Íslands og
efnahags- og viðskiptaráðuneyt-
inu um áhrif þess að frekari tafir
verði á endurskoðun efnahagsáætl-
unar AGS og þar með afgreiðslu
lána frá vinaþjóðum. Eru afleið-
ingarnar hreint út sagt skelfilegar
en allir ættu að vita að forsendur
fyrir endurskoðuninni og þar með
afgreiðslu lána er bundnar við lausn
Icesave. Allt hangir því saman við
lausn Icesave-málsins – það hefur
hreinlega verið stafað ofan í þjóð-
ina. Enn eru þó stjórnmálamenn
sem fullyrða annað, telja réttast að
greiða ekki Icesave, reka beri AGS
heim, að þjóðin geti ein og sér unnið
sig út úr vandræðunum. Vandinn er
hins vegar að þessum fullyrðing-
um fylgja engar útfærðar leiðir og
á meðan svo er er vart hægt að taka
þær trúanlegar.
Stjórnmálamenn axli ábyrgð
Við núverandi aðstæður krefst
íslenskt viðskiptalíf þess að stjórn-
málamenn axli ábyrgð hvar í flokki
sem þeir standa. Íslenskt viðskipta-
líf þolir ekki frekari tafir í þessu
máli. Þeir stjórnmálamenn sem
telja að þeir sjálfir spili veigamesta
hlutverkið í uppbyggingu þjóðar-
innar eru á villigötum. Þeirra hlut-
verk er m.a. að sjá til þess að ytra
umhverfi viðskiptalífsins sé með
þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist
– að þau geti skapað verðmæti og
störf fyrir fyrirtækin og heimilin
í landinu. Hver einasti dagur, hver
einasta vika sem líður við núver-
andi aðstæður er þjóðinni afar dýr.
Stjórnmálamenn verða að átta sig
á því að þeir geta ekki einblínt á
útgjöld á borð við Icesave en skeytt
engu um það hversu dýr þessi töf er
orðin í töpuðum tekjum – töpuðum
skatttekjum frá bæði fyrirtækum
og heimilum. Stjórnmálamenn geta
talið sér trú um að þeir séu að gæta
hagsmuna þjóðarinnar með því að
vinna gegn greiðslu Icesave, en
með því eru þeir jafnframt að koma
í veg fyrir að aukning verði á tekj-
um ríkisins með heilbrigðu atvinnu-
lífi og þar með góðri afkomu heim-
ila. Stjórnmálamenn sem telja að
enn þurfi að eyða dýrmætum tíma
til að reyna að ná betri samningi við
Breta og Hollendinga eru að skaða
þjóðina með beinum hætti, enda
munu tapaðar tekjur án vafa verða
miklu hærri en hugsanlegur ávinn-
ingur nokkurn tímann.
Þolinmæðin á þrotum
Ef stjórnmálamenn í stjórn eða
stjórnarandstöðu treysta ekki
orðum allra þeirra innlendu og
erlendu aðila sem hafa fullyrt að
lausn Icesave-málsins sé forsenda
fyrir því að við komumst áfram
– getum farið að byggja upp að
nýju og koma hjólum atvinnulífs-
ins í gang – verða þeir að taka
orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg.
Mánuðum saman hefur atvinnulíf-
ið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði
þegar Icesave-málið tók allan kraft
og tíma þingsins svo vikum skipti.
Nú er þolinmæðin hins vegar á
þrotum – hvorki fyrirtækin né
heimilin í landinu þola núverandi
ástand lengur. Ef stjórnmálamenn
gera sér ekki grein fyrir því eru
þeir einfaldlega ekki jarðtengdir
og fyrir þannig stjórnmálamenn
hefur þjóðin enga þörf.
Margrét Kristmannsdóttir er
formaður og Andrés Magnús-
son framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu.
Mánuðum saman hefur at-
vinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega
þolinmæði þegar Icesave-málið
tók allan kraft og tíma þingsins
svo vikum skipti. Nú er þolin-
mæðin hins vegar á þrotum
– hvorki fyrirtækin né heim-
ilin í landinu þola núverandi
ástand lengur.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á
móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna
má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða
Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga
og til að stytta efni.
MARGRÉT KRIST-
MANNSDÓTTIR
ANDRÉS
MAGNÚSSON
Jarðtengdir stjórn-
málamenn óskast
Hollráð gegn innbrotum
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Sérstakar ráðstafanir fyrir verðmætustu hlutina
Heppilegt er að koma dýrmætum hlutum eins og frímerkja- eða
myntsöfnum, dýrum skartgripum o.þ.h. fyrir á öruggum stað,
t.d. í traustum verðmætaskáp eða bankahólfi. Takið einnig
myndir af verðmætum hlutum og skráið raðnúmer þeirra.
Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
1
3
4
0
UMRÆÐAN
Bjarni Jónsson skrifar
um raforkuverð
Á þessu ári hefur raf-magnskostnaður
garðyrkjunnar aukist
um 30%! Afleiðingar láta
heldur ekki á sér standa
en fyrstu 8 mánuði árs-
ins hefur raforkunotk-
un í garðyrkju minnkað
um 8% og bara í maí um heil 25%!
Þetta er í fyrsta skipti síðan raf-
lýsing hófst í garðyrkju árið 1990
að notkun hefur minnkað, sem
hefur leitt til minni framleiðslu.
Það leiðir af sér aukna eftirspurn
eftir erlendu grænmeti sem kostar
okkur dýrmætan gjaldeyri.
Aðeins um forsögu þessa máls.
Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu
rafmagns frá árinu 2005. Í vetur
ákvað það að spara sér 39 millj-
ónir króna með því að skerða nið-
urgreiðslur, sem leiddi til þess að
garðyrkjubændur tóku á sig stærri
hluta dreifikostnaðar.
Hvað ber að gera?
Garðyrkjubændur hafa óskað eftir
því við stjórnvöld að gripið verði
til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta
lagi að garðyrkjan eigi kost á hag-
kvæmu rafmagni og að
útbúinn verði sérstak-
ur taxti garðyrkjunnar. Í
öðru lagi að skilgreiningu
á þéttbýli verði breytt
þannig að allar garðyrkju-
stöðvar verði skilgreindar
sem þéttbýlisstaðir.
Í dag er taxti garð-
yrkju í dreifbýli hærri
en taxti heimila í þéttbýli
(ekki tekið tillit til niður-
greiðslu). Garðyrkjubænd-
ur telja að atvinnugrein sem kaupir
gríðarlegt magn af rafmagni eigi
að njóta þess í verði. RARIK, sem
hefur einkaleyfi til dreifingar raf-
magns, hefur ekki léð máls á slíkri
útfærslu og þar við situr. Í staðinn
hækkaði verðskrá RARIK um 15%
hinn 1. janúar síðastliðinn og síðan
aftur um 5% hinn 1. ágúst. Allt til
þess að fylgja neysluverðsvísitölu!
Það þýðir að hækki innflutt epli,
skór eða morgunkorn þá hækk-
ar rafmagnskostnaður garðyrkju-
bænda! Á sama tíma hafa aðföng
garðyrkjunnar hækkað á milli 100
og 200%.
Þær garðyrkjustöðvar sem eru
á skilgreindum dreifbýlisstöðum
greiða töluvert hærra en þær sem
eru í þéttbýli. Skýringa á því er að
leita í reglugerð nr. 1040/2005 um
framkvæmd raforkulaga en þar
segir að viðmið á mörkum dreif-
býlis og þéttbýlis séu við 200 íbúa.
Garðyrkjubændur hafa bent á að
rangt sé að miða við íbúafjölda
heldur sé réttlátara að miða við
orkumagn í þessu sambandi.
Garðyrkjubændur hafa reikn-
að út svokallað íbúajafngildi raf-
orkunotkunar sinnar. Með því er
orkunotkun garðyrkjustöðva sam-
anburðarhæf við notkun heim-
ila. Meðal orkunotkun garðyrkju-
stöðva er samkvæmt útreikningum
jafn mikil og notkun 1.175 íbúa.
Stærsta garðyrkjustöðin notar
jafnmikið rafmagn og 3.452 íbúar,
eða gott betur en íbúar Þorláks-
hafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar
og Flúða samanlagt (samtals 2.999
íbúar). Til samanburðar eru íbúar
Ísafjarðar 2.704 og íbúar á Sel-
tjarnarnesi 4.454!
Á Laugalandi í Borgarfirði er
rekin öflug garðyrkjustöð. Orku-
notkun hennar jafngildir notkun
1.959 íbúa. Íbúar Borgarness eru
1.960. Munurinn er sá að garð-
yrkjustöðin er í dreifbýli og því er
taxti hennar hærri en íbúa Borgar-
ness sem nota jafn mikið rafmagn.
Á Bifröst, sem einnig er skilgreint
sem þéttbýli, eru skráðir 257 íbúar.
Taxti þeirra er lægri en hinum
megin við ána. Svari því hver fyrir
sig hvort það sé réttlátt!
Hver er lausnin?
Það er ljóst að lausnin er pólit-
ísk. Iðnaðarráðherra þarf að taka
ákvörðun um að koma til móts við
ofangreindar óskir og breyta m.a.
reglugerð. Að sjálfsögðu er til í
stöðunni að hreinlega láta vera
að koma til móts við garðyrkju-
bændur. Áður en slík ákvörðun er
tekin er rétt að stjórnvöld átti sig á
kostnaðinum. Hann verður í formi
minni atvinnusköpunar, minni
framleiðslu á heilnæmu íslensku
grænmeti, lægri tekna orkufyrir-
tækja og minni skatttekna sveit-
arfélaga. Hann er einnig falinn í
auknu útstreymi gjaldeyris, hærri
framlögum til atvinnuleysisbóta og
auknum kostnaði sveitarfélaga.
Síðari kosturinn getur leitt til
rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni
auk stöðnunar og engrar framþró-
unar. Hinn leiðir til áframhaldandi
mikils framboðs á hollu, fersku og
næringarríku grænmeti. Þetta eru
tveir skýrir valkostir. Ég tel mig
vita hvað neytendur vilja en því
miður vita stjórnvöld ekki hvað
þau vilja. Ég spyr því: Á kannski
að slökkva á garðyrkjunni?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda.
Á að slökkva á garðyrkjunni?
BJARNI JÓNSSON
Skólinn – góður vinnustaður!
Málþing um vinnuvistfræði í grunnskólum haldið í Norræna
húsinu mánudaginn 19.október nk. kl.13-17
Fundarstjóri: Inghildur Einarsdóttir vinnuvistfræðingur Vinnueftirlits ríkisins
13.00 Opnun: Ragnar Þorsteinsson yfirmaður Menntasviðs
Reykjavíkurborgar
13.20 Norðlingaskóli, Ólafur Þ. Hersisson arkitekt hjá Hornsteinum
arkitektum segir frá ferli við hönnun Norðlingaskóla
13.45 Hugmyndafræði óhefðbundins grunnskóla varðandi
vinnuumhverfi. Anna Margrét Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og Þorgerður Anna Arnarsdóttir,
skólastjóri barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.
14.10 Ólína Ásgeirsdóttir grunnskólakennari Austurbæjarskóla
deilir reynslu sinni varðandi skólahúsgögn: Kosti og galla.
14.35 Baldur Svavarsson arkitekt hjá Úti og Inni arkitektum fjallar
um skólahönnun
15.00 Kaffihlé
15.20 Stutt kynning á skólatöskudögum og kynntar niðurstöður úr
rannsókn sem gerð var á skólatöskudögum: Rakel Anna Másdóttir og
Guðríður Erna Guðmundsdóttir
15.45 Áhættumat í grunnskólum, Valdís Brá vinnuvistfræðingur og
iðjuþjálfi.
16.10 Hljóðvist hefur áhrif á rödd og hlustun nemenda: Valdís
Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur
16.45 Samantekt og umræður
Frítt fyrir félagsmenn Vinnís (www.vinnis.is) kr. 1.000,-
fyrir aðra. Skráning vinnis@vinnis.is
Garðyrkjubændur telja að at-
vinnugrein sem kaupir gríðar-
legt magn af rafmagni eigi að
njóta þess í verði. RARIK, sem
hefur einkaleyfi til dreifingar
rafmagns, hefur ekki léð máls
á slíkri útfærslu og þar við
situr.