Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2009 sófar ● fréttablaðið ●
Íslendingar sækjast í aukn-
um mæli eftir því að kaupa
þægilega sófa, að sögn Bjargar
Guðmundsdóttur, eiganda
verslunarinnar Ego Dekor.
Tauáklæði eru afar vinsæl.
„Sófar með ofnu áklæði hafa verið
að sækja í sig veðrið að undan-
förnu og fólk virðist óhræddara
en áður við að kaupa sófa með tau-
áklæði. Microfiber-efni sem voru
vinsæl hérna áður fyrr eru frekar
á undanhaldi, en ýmiss konar ofin
efni mjög vinsæl,“ segir Björg.
„Úr mörgum litum er að velja en
við pöntum þó mest í svörtu, gráu
og jarðarlitunum. Íslendingar eru
bara ekkert rosalega litaglöð þjóð
og virðast helst vera gefnir fyrir
svart, grátt og jafnvel út í brúnt
enda passar það við velflest.“
Nýju efnin þarf að þurrhreinsa
og þá er venjulega hægt að taka
áklæðið af öllum bak- og setpúð-
um að sögn Bjargar. „Góð regla er
að nota textílvörn, úða sem varn-
ar því að blettir festist í og við
erum einmitt að selja textílvörn
og hreinsiefni fyrir sófana hérna
í versluninni okkar.“
Þá segir Björg leðursófa ávallt
eftirsótta. „Þeir standa líka alltaf
fyrir sínu, eru flottir og auðveldir í
þrifum. Við erum bæði með klass-
íska og nýtískulega leðursófa og í
leðrinu fer mest af svörtu, en brún-
ir litir eru líka alltaf vinsælir.
Hvers konar gerðir af sófum
falla best í kramið? „Tungusófar,
bæði í áklæði og leðri, hafa verið
mjög vinsælir síðustu ár og ekkert
lát virðist ætla að verða á,“ segir
Björg.
„Einnig eru margir tautungusóf-
arnir með færanlegri tungu og það
hefur heldur betur slegið í gegn;
sem og sófar með mörgum bakpúð-
um í staðinn fyrir hefðbundna bak-
púða, það gefur sófunum ákveðna
mýkt og þægindi.“ Björg segir að
svo virðist sem fólk sæki í aukn-
um mæli eftir þægilegum sófum
fyrir framan sjónvarpið sem er
bæði hægt að liggja í og sitja. „Þar
kemur fólk ekki að tómum kofun-
um í Ego Dekor,“ bætir hún svo
við.
„Síðan erum við til dæmis með
mjög gott úrval af munstruðum
púðum í öllum mögulegum litum
sem passa vel í sófana, íslenska
hönnun sem er aðeins fáanleg hjá
okkur.“
Þá bendir Björg á að viðskipta-
vinir geti alltaf leitað til starfsfólks
verslunarinnar með fyrirspurnir,
það sé hafsjór af fróðleik sem geti
leiðbeint við val og kaup á sófum
og öðrum innanhússmunum.
Tauið heitt en leðrið sígilt
Björg segir leðursófa alltaf standa fyrir sínu, en þeir fást í góðu úrvali í búðinni.
Danskir húsgagnahönnuðir hönn-
uðu nokkra af þekktustu sófum
heims í kringum miðja 20. öld-
ina og komu danskri hönnun á
heimskortið. Hér eru nokkrir af
þeim frægustu. - jma
Þessir dönsku klassísku
Sófi þessi er hluti af sófaseríu Arne Jacobsen sem ber heitið 3300 en þessi til-
tekni sófi kallast „model 3302“. Sófann hannaði Arne árið 1956 en Fritz Hansen
hefur framleitt sófann eins og fleiri vörur Arne Jacobsen.
Poeten kallast einn fallegasti sófi Finn Juhl frá
árinu 1941. Sófann teiknaði Juhl upphaflega
fyrir sjálfan sig.
Børge Mog-
ensen var afkastamikill hús-
gagnahönnuður og margir
sófa hans eru þekktir í dag. Spoke Back-sofa
er einna þekktastur frá 1945.
Annar ekki síður þekktur sófi úr smiðju Børge Mogensen kallast
einfaldlega 2213, leðursófi, sem Mogensen hannaði fyrir eigið heimili
árið 1962.
Arne Jacobsen hann-
aði svana-sófann
upphaflega fyrir
Royal Hotel í
Kaupmannahöfn
árið 1958. Sófann
var að finna í
svítum hótelsins
og setustofum. Nú
er hægt að fá hann í
nokkrum útgáfum.
Leðurtungusófi
Stærðin: 285X165
Verð: 289.000,-
Tungusófi með tauáklæði og færanlegri tungu.
Stærð: 267cmX165cm
Verð: 198.000,-
Sicily
Tungusófi með tauáklæði og færanlegri tungu.
Einnig fylgja honum armborð úr stáli.
Stærð: 320X165
Þessi sófi er núna á tilboði hjá okkur.
Verð: 199.750,-
Fatcat
Romeo