Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 64
48 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Hátt í þrjú hundruð erlend-
ir blaðamenn sækja Iceland
Airwaves-hátíðina heim sem
hófst í gærkvöldi. Þar á meðal
koma hingað tveir starfs-
menn MTV, eða blaðamað-
ur og ljósmyndari frá heima-
síðu tónlistarstöðvarinnar.
Þetta verður í fyrsta sinn í
nokkur ár sem MTV mætir
á Airwaves. „Þeir ætluðu að
koma til að taka upp en þeir
eru að skera niður og ákváðu
að vera frekar með eitthvað
á heimasíðunni. Þeir eru
mjög spenntir og vilja endi-
lega gera eitthvað stærra
og meira á næsta ári,“ segir
Róbert Aron Magnússon hjá
Airwaves.
Blaðamenn þekktra fjöl-
miðla á borð við NME, Dazed
and Confused, Daily Tele-
graph, Die Welt, Gaffa og
danska tímaritsins Sound-
venue verða einnig á meðal
gesta. „Breska pressan hefur
alltaf sýnt þessu mikinn
áhuga og flestar fyrirspurn-
ir komu þaðan,“ segir Róbert.
„Þarna verður líka fjöldinn
allur af óháðum blaðamönn-
um sem skrifa kannski fyrir
tvö til þrjú tímarit.“
Eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær verður David
Fricke, blaðamaður hjá Roll-
ing Stone, ekki á meðal gesta
í ár en hann er mikill aðdá-
andi hátíðarinnar. „Hann for-
fallaðist í ár. Honum fannst
það mjög leiðinlegt en sagð-
ist ætla að koma tvíefldur
til leiks á næsta ári.“ Enginn
annar blaðamaður frá Roll-
ing Stone kemur í staðinn
fyrir hann, sem eru að sjálf-
sögðu vonbrigði fyrir skipu-
leggjendur Airwaves. „En við
erum að fá MTV. Það kemur
maður í manns stað,“ segir
Róbert.
Fólk frá yfir tuttugu lönd-
um hefur keypt sér miða
á hátíðina, þar á meðal frá
Mongólíu, Japan, Brasilíu og
Grikklandi. „Flestir eru búnir
að bóka sig í einhverja túra.
Þetta verður rosaflott inn-
spýting fyrir Reykjavík.“ - fb
MTV heimsækir Airwaves
RÓBERT ARON MAGNÚSSON Tveir
starfsmenn frá heimasíðu MTV
koma hingað til lands í tengslum
við Iceland Airwaves.
Helvítis fokking fokk er
fyrir löngu orðið sígilt sla-
gorð. Fátt þykir táknrænna
fyrir það sem á okkur hefur
dunið síðustu misserin.
Slag orðið er eitt af þeim
sem Arndís Sigurbjörns-
dóttir, sem sér um félags-
starfið í þjónustuíbúðum
eldri borgara á Dalbraut 27,
hvetur þátttakendurna til
að sauma út.
„Þeim þykir nú samt ekki alveg
passa að sauma út „Helvítis“, en
að öðru leyti eru þau hrifin af
þessu,“ segir Arndís. „Ég kalla
þetta saumaverkefni „Gríptu
augnablikið“ og hvet fólk til að
sauma það út sem þeim dettur í
hug. Tjá augnablikið. Það er ætl-
unin að hver geri sitt. Myndirnar
mínar eru bara til að koma fólki
af stað.“
Arndís hefur búið til sextán
útsaumsmyndir sem hugmyndir
fyrir heldra fólkið og til viðbót-
ar við „Helvítis fokking fokk“ má
þarna sjá annað mótíf úr hruninu,
„Guð blessi Ísland“, auk þekktari
útsaumsmótífa eins og „Heima er
best“ og „Drottinn blessi heim-
ilið“. „Svo er þarna mynd sem
mér datt í hug til minningar um
Helga Hóseasson,“ segir Arndís.
„Þetta er held ég eini minnisvarð-
inn um hann sem er kominn. Ég
geri líka abstraktmyndir. Það er
undarlegt hvernig hugurinn virk-
ar. Ég varð veik um daginn og þá
gerði ég fyrstu svart-hvítu mynd-
ina mína.“
Arndís hefur unnið við félags-
starfið á Dalbraut 27 frá byrj-
un, í þrjátíu ár. „Við höldum upp
á afmælið um næstu mánaðamót
og ætlum að hafa jólastemningu
í einu herberginu af því tilefni,“
Eldri borgarar sauma út
Helvítis fokking fokk
GRÍPTU AUGNABLIKIÐ
Arndís Sigurbjörnsdóttir við útsaumsmyndir sínar. Öðruvísi útsaumur
Helgi Hós og Helvítis fokking fokk.
segir hún. „Hér er mikið lista-
starf. Við veljum listamann mán-
aðarins sem við leyfum að vera
stjarna í mánuð. Svo er ýmislegt í
boði. Vöfflukaffi, boccia, bingó og
videó einu sinni í mánuði. Sound
of Music var síðast og svo sýnum
við Börn náttúrunnar svona einu
sinni á ári.“
drgunni@frettabladid.is
TÖFRAKVÖLD HÍT
John Archer einn besti töframaður Bretlands mætir
Fimmtudaginn 15. okt. kl. 20:00 í Loftkastalanum
Miðasala á www.midi.is og í síma 527 1000
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
„Ástæðan fyrir því að ég vildi
komast í Nýtt útlit var fyrst og
fremst sú að mig langaði að efla
sjálfstraust mitt og finna minn
eigin stíl. Ég var að vonast til
þess að þátttakan mundi gefa mér
aukið sjálfstraust þannig að mér
mundi líða vel í eigin skinni og í
fötunum sem ég klæðist,“ segir
Ragnheiður Kjartansdóttir, þátt-
takandi í sjónvarpsþættinum Nýtt
útlit með Karli Berndsen.
Í þættinum fékk Ragnheiður,
sem er dóttir leikarans Kjartans
Bjargmundssonar, ráðleggingar
varðandi klæðaval auk þess sem
Karl litaði hár hennar og klippti
og þótti breytingin gríðarlega vel
heppnuð og vakti nokkurt umtal í
kjölfarið. „Ég þorði sjálf aldrei að
gera neinar drastískar breyting-
ar á hárinu á mér og kunni held-
ur ekki að hafa hemil á því. Mér
fannst það alltaf eitthvað svo óvið-
ráðanlegt. Ég kunni heldur ekki
að velja mér föt og átti erfitt með
að finna flíkur sem hentuðu mér
þannig ég eyddi frekar peningun-
um mínum í mynddiska heldur en
föt.“ Ragnheiður stundar nám á
félagsliðabraut við Borgarholts-
skóla og segist hún hafa feng-
ið jákvæð viðbrögð frá vinum
og skólafélögum, „Ég hef fengið
mjög jákvæð viðbrögð frá öllum
sem ég þekki.“
Aðspurð segir Ragnheiður
sjálfstraust sitt hafa aukist til
muna eftir yfirhalninguna og hún
hafi nú meiri trú á sjálfri sér en
áður. „Mér finnst ég hafa meira
sjálfstraust og mér líður miklu
betur með sjálfa mig. Ég fékk
líka mjög góða kennslu frá Ísak
um hvernig eigi að ganga í háum
hælum og núna geng ég næstum
daglega í hælaháum skóm,“ segir
Ragnheiður að lokum. - sm
Sjálfstraust með nýju útliti
> HITTIR FORELDRANA
Söngkonan Katy Perry er víst
svo hrifin af háðfuglinum Russell
Brand að hún vill kynna hann fyrir
foreldrum sínum sem fyrst. „Katy
er jafn skotin í Russell og hann
er í henni. Foreldrar hennar eru
strangtrúaðir en Katy er viss um
að þau eigi eftir að kunna vel
við Russell,“ sagði vinur söng-
konunnar. Russell Brand er
þekktur sem mikill glaumgosi
og hefur verið við margar konur
kenndur síðustu árin.
ÁNÆGÐ
Ragnheiður
Kjartansdótt-
ir fékk góð
ráð frá Karli
Berndsen og
aðstoðar-
manni hans,
Ísaki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R