Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 44
15. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● sófar
Hvað þarf helst að hafa við hönd-
ina þegar búið er að koma sér
fyrir uppi í sófa með góða bók?
Einkum þrennt: Teppi, leslampa
og borð.
Á www.styleestate.com er að
finna skemmtilega lausn sem
felur í sér bæði hliðarborð og
lampa. Lampinn gefur góða birtu
yfir öxlina og borðið passar akk-
úrat fyrir kaffibollann og kexið.
Fyrir vikið er hægt að upplifa
hina fullkomnu næðisstund án
þess að hreyfa sig að ráði en til
þess eru sófar einmitt gerðir. - ve
Nauðsynjar
við höndina
Hliðarborð og lampi verða eitt.
Barnafjölskyldur og gæludýraeig-
endur þurfa yfirleitt að eyða meira
púðri í að þrífa sófann sinn.
Margar barnafjölskyldur velja
leðursófa sem auðvelt er að þrífa
og sófa með áklæði sem hægt er að
taka af og setja í þvottavélina. Þá
er ágætt að muna að þótt hægt sé
að taka áklæðið af má ekki alltaf
setja það í þvottavélina, oft verður
að fara með það í hreinsun.
Hvað umhirðu leðursófa varðar
er gott að hafa í huga að láta ekki
sól skína beint á sófann meirihluta
dags þar sem hætt er við að leðrið
upplitist. Einnig er gott að þurrka
létt af því öðru hvoru með rökum
klút og fyrir vandlega hreinsun er
ryksugan góð til síns brúks.
Hvað tausófa varðar, sem fá í
sig vonda bletti, má benda fólki
á að oft er hægt að leigja hreinsi-
vél fyrir sófa í efnalaugum. Vélin
bleytir þá sófann og þurrkar hann
aftur. Á minni bletti fæst oft alls
konar blettaeyðir í stórmörkuðum
ætlaðir fyrir sófa. - jma
Verndið leðrið
fyrir sólinni
Barnmargar fjölskyldur ættu að huga
vel að efni og lit á sófanum sem valinn
er á heimilið. Dekkri sófar eru til að
mynda oft hentugri.
Fátt er notalegra en að tipla um á hnausþykku teppi.
Þungar og munstraðar gólfmottur á
stofugólf hafa í seinni tíð vikið fyrir
kókosteppum, kálfskinni eða berum fjöl-
um. Þó að fyrrnefnd atriði séu óneitan-
lega smart eiga þau lítið skylt við nota-
legheit.
Hvað sem öllum tískustraumum líður
er fátt notalegra en að tipla um á hnaus-
þykku teppi og sem betur fer er víða að
finna fallegar lausnir sem passa jafnvel
við allra fínustu sófasett.
Einlitt teppi eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd myndi sóma sér vel í stíl-
hreinu umhverfi og er langt frá því að
vera lummó. - ve
Hlýjar og mjúkar mottur undir kaldar iljarnar
Haustveisla stendur frá 15 - 17 okt.
HAUST
VEISLA
sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður á staðnum
Ármúla 10 | sími: 5689950 | duxiana.com
2 DUX 1001/Original/90x200cm/
Xtandard yfird 180x200cm/Ascot
höfuðgafl og Mathilda rykfaldur.
Tilboð aðeins Kr. 395.000
Gerog Jensen Damask
sængurfatnaður
20% afsl
DUX 8888
BESTA RÚM Í HEIMI !
20% afsl
Fire sófi 20% afsl
aðeins Kr. 319.200