Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 2
2 15. október 2009 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrg- isins, hefur verið ákærður fyrir milljónafjárdrátt, þar á meðal af tveimur söfnunarreikningum til styrktar Byrginu. Þá hefur Guð- mundur, ásamt Jóni Arnari Einars- syni, fyrrverandi stjórnarmanni í Byrginu, verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalög- um og lögum um bókhald. Guðmundi er gefið að sök að hafa dregið sér ríflega 3,3 milljón- ir króna þegar hann notaði kredit- kort Eignarhaldsfélagsins Byrgis- ins og greiddi persónuleg útgjöld í 209 skipti á árunum 2005 og 2006. Þá er honum gefið að sök að hafa á ofangreindum árum dregið sér rúmar 1,6 milljónir frá eignar- haldsfélaginu Byrginu og líknar- félaginu Byrginu þegar hann lét félögin greiða kreditkortareikn- inga sína í 109 skipti. Guðmundur er einnig ákærð- ur fyrir að hafa dregið sér 96.500 krónur með tólf millifærslum af söfnunarreikn- ingi aðstandenda Hauks F reys Ágústssonar til styrktar Byrginu. Einnig að hafa dregið sér 4,3 milljónir af söfnun- arreikningi sem Svavar Dalmann safnaði í þágu Byrgisins líknarfé- lags. Guðmundur bæði millifærði og tók út af söfnunarreikningun- um. Samtals nemur fjárdrátturinn ríflega 9,3 milljónum króna. Þá eru Guðmundur og Jón Arnar ákærðir fyrir vantaldar launa- greiðslur að upphæð 9,6 milljónir króna og vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 3,6 milljónir. Guðmundur er svo ákærður fyrir að telja ekki fram á skattskýrslu bifreiðahlunnindi sín árin 2004 og 2005, að upphæð 1,5 milljónir og hafa með því komið sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar upp á tæpar 600 þúsund krónur. Jón Arnar er ákærður fyrir að hafa komið sér undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að upphæð 1,4 milljónir með vantalningu á skattaframtali sínu. Þá eru báðir ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í störf- um sínum fyrir Byrgið með því að varðveita ekki fylgiskjöl með full- nægjandi hætti. Guðmundur afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á Litla- Hrauni. Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðing- um sínum í Byrginu. jss@frettabladid.is GUÐMUNDUR JÓNSSON LITLA-HRAUN Saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur ákært Guðmund Jónsson, fyrrum forstöðumann í Byrg- inu, fyrir stórfelldan fjárdrátt og meiri háttar brot á skattalögum og lögum um bókhald. Guðmundur afplánar dóm á Litla-Hrauni. Milljónafjárdráttur af söfnunarreikningi Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður í Byrginu, er ákærður fyrir að hafa dregið sér milljónir frá Byrginu, meðal annars af söfnunarreikningum sem stofnaðir voru til styrktar því. Fyrrum stjórnarmaður er einnig ákærður. 12 daga geymslu - þol Meiri þægindi og aukið geymsluþol Nú er MS rjóminn í ½ l umbúðum með tappa. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 4 8 7 HEILBRIGÐISMÁL Átján einstakling- ar lágu á Landspítala síðdegis í gær af völdum svínaflensunn- ar. Þrír voru á gjörgæslu, hinir sömu og legið hafa þar undan- farna daga. Guðrún Sigmundsdóttir, yfir- læknir á sóttvarnasviði land- læknisembættisins, sagði að einn sjúklingur hefði verið útskrifaður og sex nýir bæst við. „Flensan er á hraðri uppleið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það er ekki hægt að segja til um það nú hvenær hún muni ná toppi. Þróunin hefur verið heldur hæg- ari á landsbyggðinni en flensu- tilfellum fjölgaði þó um og upp úr síðustu helgi. Ég hef frétt af einum einstaklingi sem lagður var inn á spítala á Akureyri og öðrum á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum.“ Hvað skólana varðar segir Guð- rún að í sumum þeirra virðist veikindin stinga sér niður og til- fellum þá fjölga hratt, en annars staðar sé heilsufar í lagi. Guðrún segir vonir standa til þess að bóluefnið sem kemur til landsins dragi úr faraldrinum. Þeir sem lagðir hafa verið inn á spítala af völdum svínaflensunn- ar eru á aldrinum eins árs til 73 ára og eru flestir með undirliggj- andi áhættuþætti. - jss LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Aflar og heldur utan um upplýsingar um svínaflensuna. Flensufaraldurinn enn á hraðri uppleið á höfuðborgarsvæðinu: Átján á spítala vegna svínaflensu STJÓRNMÁL Til álita kemur að fresta fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til ársins 2011. Fram til þessa hefur ríkisstjórnin stefnt að því að halda slíkt þing á næsta ári. Stjórnlagaþingi er ætlað að vera ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþing hefur verið eitt af höfuðmálum ríkisstjórnarinnar frá því að hún tók við völdum 1. febrúar. Fjallað var um það í verkefnaskrá minni- hlutastjórnarinnar og aftur í samstarfsyfirlýsing- unni eftir kosningarnar í apríl. Í henni segir að kjósa eigi til þingsins í síðasta lagi samhliða sveitar- stjórnarkosningunum 2010. Mælti Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpi þar um í júlí en það fékkst ekki rætt. Í þingmálaskrá vetrarins segir að frumvarp um stjórnlagaþing verði lagt fram en ekki er getið um hvenær það verði haldið. Ekki er vikið orði að stjórnlagaþingi í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Í frumvarpi sumarsins kom fram að kostnaður vegna þinghaldsins gæti numið á bilinu 362-442 milljónir króna. Var áætlað að það stæði í 8-11 mánuði. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu er nú til skoðunar hvort unnt sé að stytta starfstíma þess, auk þess að fresta því til ársins 2011. - bþs Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til stjórnlagaþings í fjárlagafrumvarpi næsta árs: Stjórnlagaþingið verði 2011 ODDVITARNIR Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, vill auka öryggiseftirlit í bænum með því að „kann- aðir verði mögu- leikar á rafrænni vöktun á inn- keyrslum Hvera- gerðisbæjar með það fyrir augum að auka öryggis- kennd bæjarbúa og fækka afbrot- um í Hveragerði og enn fremur að markaður verði farvegur fyrir öfluga nágrannagæslu í bæjarfé- laginu“. Bæjarráð fól Aldísi að leita til- boða í eftirlitsmyndavélakerfi við innkeyrslur bæjarins og ræða við tryggingafélag bæjarins, Securit- as og Öryggismiðstöðina varð- andi aðkomu að nágrannagæslu í bænum. - gar Öryggismál í Hveragerði: Aðkeyrsla að bænum vöktuð ALDÍS HAF- STEINSDÓTTIR STJÓRNMÁL Rætt verður um „möguleg lán frá Norðmönn- um óháð AGS“ utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra verður til svara. „Ég vil ræða þetta á málefna- legum nótum og vonandi verður um leið hægt að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem komið hafa fram,“ segir Höskuldur. Í dag hyggjast framsóknar- menn jafnframt kynna betur þær leiðir til lántöku sem þeir telja færar en forsenda þeirra er, að sögn Höskuldar, að fram komi formleg beiðni þar um. - bþs Noregslán utan dagskrár: Vil ræða þetta málefnalega DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, með því að hafa sam- ræði við konu sem svaf ölvun- arsvefni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni sex hundruð þúsund krónur í skaða- bætur. Konan og maðurinn þekktust. Hún kvaðst hafa farið með honum heim eftir dansleik í júlí á síðasta ári, lagst upp í rúm og sofnað í öllum fötum. Hún hefði vaknað við að maðurinn hefði verið búinn að færa sig úr fötunum og verið farinn að hafa við sig samfarir. Maðurinn neitaði í fyrstu að hafa haft samræði við konuna en sagði svo það hafa verið með hennar samþykki. Átján mánaða fangelsi: Nauðgaði konu í ölvunarsvefni Guðmundur Freyr, ætlarðu að stilla til friðar í heiminum? „Ja, að minnsta kosti fá jarðarbúa til að slá á létta strengi.“ Íslenska gítarstillingarforritið Tunerific er nú selt í 134 löndum. Það varð til upp úr meistaraverkefni Guðmundar Freys Jónassonar sem rekur nú fyrirtækið Hugvakann í samstarfi við leiðbeinanda sinn Jóhann P. Malmquist. EFNAHAGSMÁL Rússar höfnuðu því að veita Íslendingum gjaldeyris- lán í gær, þar sem mikill halli sé á rússneska ríkisrekstrinum. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hitti aðstoðar- utanríkisráð- herra Rúss- lands á aðalfundi Alþjóðagjald eyr- issjóðsins á dög- unum og ámálg- aði lánið við hann, en óform- legar viðræður höfðu átt sér stað síðan í haust. Rætt var um taka allt að 500 milljóna Bandaríkja- dali að láni. Steingrímur sagði í samtali við RÚV í gær að ákvörðun Rússa hefði ekki komið á óvart. Engin vonbrigði séu með ákvörðunina, þar sem verið er að endurmeta lánsþörf Íslendinga. - kóp Rússar hafna aðstoð: Ekkert lán frá Rússunum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VERSLUN Farþegar skemmtiferða- skipsins Emerald Princess, sem hafði dagsviðkomu í Reykjavík í byrjun mánaðarins, keyptu vörur fyrir um 30 milljónir króna. Frá þessu er greint á vef Faxa- flóahafna. Um 3.000 farþegar voru um borð. Versluðu um 1.250 þeirra fyrir 4.000 krónur eða meira og fengu því virðisaukaskatt endur- greiddan, samkvæmt upplýsing- um umsýslufyrirtækja. Farþegarnir voru bandarískir ellilífeyrisþegar. Fóru um 2.100 þeirra í skipulagðar skoðunar- ferðir ferðaskrifstofa í Íslands- dvölinni. - bþs Skipsfarþegar í dagsdvöl: Keyptu fyrir 30 milljónir króna SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.