Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2009 sófar ● fréttablaðið ●
Verslunin ILVA á Korputorgi
kappkostar að hafa nýjungar
á boðstólum og býður meðal
annars viðskiptavinum að
sníða sína eigin sófa. Tungu-
sófarnir njóta mikilla vinsælda.
„Rúmgóðir og notalegir sófar eru
einna vinsælastir hjá okkur. Það
virðast allir vera æstir í að geta
kúrt uppi í sófa, helst með allri
fjölskyldunni, og haft það nota-
legt,“ segir Carolyn Linda Jeans,
svæðisstjóri sófa-, svefnherberg-
is- og borðstofudeildar hjá hús-
gagna- og gjafavöruversluninni
ILVA á Korputorgi.
Að sögn Carolyn njóta sófar
frá vörumerkinu Kingston einna
mestra vinsælda í versluninni.
„Þessir sófar eru mjög þægilegir
og einnig bjóðum við upp á hæg-
indastóla frá sama merki. Hinir
svonefndu tungusófar eru afar
vinsælir og hafa selst mjög vel á
þessu eina ári sem verslunin hefur
verið starfandi. Tungusófarnir
seljast líka eins og heitar lummur
um Norðurlöndin öll.“
Carolyn segir leðursófa einnig
njóta mikilla vinsælda. „En þá
erum við komin út í dýrari gerð-
ir. Við kappkostum raunar að hafa
margar tegundir af sófum á boð-
stólum. Við leggjum mikið upp úr
skemmtilegri hönnun, þannig að
allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.“
ILVA var opnuð á Korputorgi
hinn 4. október 2008. Auk sófa
í flestum stærðum og gerðum
býður verslunin upp á mikið úrval
annarra húsgagna og gjafavöru á
verði sem kemur skemmtilega á
óvart. Í vefverslun ILVA býðst við-
skiptavinum að versla allan sólar-
hringinn og fá svo vöruna senda
heim, hvort sem þeir eru á höfuð-
borgarsvæðinu eða landsbyggð-
inni.
Útstillingarhönnuður ILVA veit-
ir ókeypis ráðgjöf við val á hús-
gögnum og húsbúnaði. Hann getur
einnig komið heim til viðskipta-
vina, sé þess óskað.
ILVA leggur einnig mikið upp
úr nýjungum. Liður í því er að
bjóða viðskiptavinum að sníða sína
eigin sófa. „Við erum með um þrjú
hundruð mismunandi efni á valda
sófa, leður og tauáklæði, og einn-
ig gott úrval af fótum. Þessi leið
er kjörin fyrir þá sem vilja vanda
valið og sníða sófa eftir eigin
höfði,“ segir Carolyn.
Rúmgóðir og notalegir
sófar eru vinsælastir
Carolyn Linda Jeans, svæðisstjóri sófadeildar ILVA, segir tungusófana svonefndu hafa notið mestra vinsælda á því eina ári sem
verslunin hefur starfað á Korputorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Dívan er hvílubekkur eða legu-
bekkur með upphækkuðu höfða-
lagi sem á rætur að rekja til hins
forna Tyrkjaveldis. Heitið er til-
komið vegna þess að í Austurlönd-
um var þessi legubekkur algeng-
ur í herbergjum með hægindi í
dóm sölum sem kölluðust dívan á
persnesku.
Dívan varð síðan vinsæll sem
hálfgerður sófi í Englandi upp úr
18. öld og sem slíkur náði hann út-
breiddum vinsældum um Evrópu
fram eftir öldinni.
Sérstaklega varð dívaninn síðar
eftirsóttur í Evrópu um miðja 19.
öld. Hann varð þá gjarnan stofu-
stáss í glæsiherbergjum kvenna og
eins algengur á kaffihúsum þess
tíma.
Á rætur að rekja til
Tyrkjaveldis til forna
Le Divan Rouge kallast þetta málverk, en þessi tegund af legubekk hefur verið vin-
sælt viðfangsefni meðal málara.
● HAYON HANNAR Þessi
hægindastóll er úr smiðju
spænska hönnuðarins Jamie
Hayon. Hann var á sínum tíma
ráðinn til að innrétta á nýjan
leik verslunarhúsnæði Camp-
er Together í Barcelona til að
gera það enn glæsilegra. Í
þeim tilgangi hannaði Hayon
meðal annars inn í búðina út-
skorin borð, lampa og fleiri
húsgögn, þar á meðal stólinn,
þar sem rauði liturinn var alls-
ráðandi. Nánari upplýsingar á
www.hayonstudio.com.
Sófi. Slitsterkt röndótt áklæði, Vanity Stripe.
42% pólýester, 48% viskos. Armar með 5 hæðastillingum.
L D
3ja sæta 282 cm 95 cm 179.900,-
Amara
Sófi m/hægri legubekk. Semianilin leður. Svampur
í sessum, dúnn í efsta lagi á sessum og baki. Stillanlegir
hnakkpúðar. Hægt að fá sófann með vinstri legubekk.
Einnig til hvítur.
L D
2½ sæta 310 cm 165 cm 489.900,-
Sófalína. Slitsterkt áklæði. 50% pólýester,
44% akrýl og 6% ull. Svampur m/trefjafyllingu í sessum.
L. D.
2½ sæta m/legubekk. 271 cm. 161 cm. 279.900,-
3ja sæta. 232 cm. 113 cm. 249.900,-
2½ sæta. 198 cm. 113 cm. 199.900,-
Hægindastóll 136 cm. 113 cm. 149.900,-
Skemill 94 cm. 73 cm. 59.900,-
Kingston
Burdiso