Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 26
26 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Um miðja 19. öld voru Íslending-ar 60.000 að tölu. Aðeins rösk-
lega helmingur barna náði fimm
ára aldri, hin dóu. Ísland var þá á
þennan kvarða eins og fátækustu
lönd Afríku eru nú. Mannfjöld-
inn náði 70.000 árið 1870 og hafði
þá aðeins ríflega tvöfaldazt frá
930, þegar landið þótti fullnumið.
1870 hófust skipulegar vesturferð-
ir Íslendinga til Bandaríkjanna
og Kanada. Áður höfðu nokkrir
Íslendingar farið til Júta í Banda-
ríkjunum og til Brasilíu. Vestur-
ferðirnar drógu úr mannfjölg-
un, og fólkinu fækkaði sum árin.
Mannfjöldinn 1890 var enn 70.000.
Tveggja áratuga fólksfjölgun hafði
farið forgörðum. Amma mín var
þá á fermingaraldri. Alls fóru um
15.000 manns vestur um haf í leit
að betra lífi 1870-1914, röskur
fimmtungur allra Íslendinga 1870,
og er þá frá talið fólkið, sem sneri
aftur heim. Til samanburðar flutt-
ist um fjórðungur Svía vestur um
haf, ein milljón af fjórum.
Þetta voru erfið ár af völdum
eldgosa, hallæris og þrúgandi
fátæktar. Vesturferðirnar vöktu
heitar ástríður og deilur. Ýmsum
þeirra, sem eftir sátu, þóttu fólks-
flutningarnir draga þrótt úr land-
inu. En Íslendingabyggðirnar vest-
an hafs efldu og stækkuðu Ísland
að ýmsu leyti. Íslenzk menning
skaut djúpum rótum einkum í
Kanada. Vikublaðið Heimskringla
var stofnað í Winnipeg 1886 og
Lögberg 1888. Þeim var sleg-
ið saman 1959. Lögberg-Heims-
kringla kemur enn út, hálfsmán-
aðarlega, á ensku, elzt íslenzkra
blaða. Líkneski Einars Jónssonar
af Jóni Sigurðssyni forseta stend-
ur við þinghúsið í Winnipeg líkt og
á Austurvelli. Vestur-Íslendingar
skipta nú hundruðum þúsunda.
Orðasmiður
Frægastur þeirra allra var
bóndinn og skáldið Stephan G.
Stephansson. Hann var um tvítugt,
þegar hann fluttist með bláfátækri
fjölskyldu sinni úr Bárðardal fyrst
til Bandaríkjanna 1873 og síðan til
Kanada 1889, þar sem hann reisti
sér býli við rætur Klettafjalla og
bjó til æviloka 1927. Hann stritaði
á daginn og orti á kvöldin og hafði
mynd af Jóni forseta yfir skrif-
borði sínu. Húsið hans og Helgu
konu hans nálægt bænum Marker-
ville í Albertu er nú safn og opið
almenningi á sumrin.
Kvæði Stephans G. eru mikil
að vöxtum og skipa honum í sveit
með hinum tveim höfuðskáld-
um Íslands á fyrstu áratugum 20.
aldar, séra Matthíasi Jochums-
syni og Einari Benediktssyni.
Stephan G. orti öðrum þræði til
að bæta og fegra heiminn af svip-
aðri ástríðu og Einar Benedikts-
son. Hann var jafnaðarmaður líkt
og Einar og Þorsteinn Erlingsson,
svo sem kvæði þeirra bera með
sér. Hann var lýðræðissinni og
bjó til orðið lýðræði. Hann vildi
bæði virkja fossa eins og Einar og
vernda þá eins og Þorsteinn, taldi
hvort tveggja kleift í senn, væri
rétt að farið. Hann var hlynntur
frjálsum viðskiptum líkt og Jón
forseti. Hann lagði jafna rækt við
hagkvæmni og réttlæti, svo sem
hann lýsir í drögum til ævisögu
sinnar 1922 líkt og nútímamað-
ur haldi á penna: „„Lýðræði“, sem
er hreint og beint, hefir þann kost
yfir annað fyrirkomulag, að það er
eins konar alþýðuskóli mannanna í
að búa saman sem sanngjarnast og
hagfelldast. Gerir auðvitað glappa-
skot, og þau kannske grimmileg,
en getur ekki slengt skuldinni af
sér á „æðri völd“. Verður sjálft að
duga eða drepast á eigin ábyrgð.“
Hann skrifar vini sínum Jóni
Jónssyni frá Sleðbrjót 1915 um
íslenzk stjórnmál: „Þessi heimsku-
leynd með það, sem hvern mann í
landinu varðar og enginn hefir því
einkarétt til að geyma, er heims-
siður, en stjórnarbölvun og leið-
ir frá lýðræði lengra en nokkuð
annað, þar sem þjóðræði á að heita
í orði kveðnu. Mig furðar, ef sæmi-
legir menn, sem með lands síns
erindi fara, sjá þetta ekki, því þögn
um þjóðvandamál er enginn dreng-
skapur.“
Að elska lönd
Stephan G. Stephansson unni
báðum ættarlöndum sín, föð-
urlandinu og fósturlandinu, og
mærði þau bæði í kvæðum sínum
og ræðum. Hann stóðst erf-
iða áskorun. Ást hans á Íslandi
byrgði honum ekki sýn á kosti
nýrra heimkynna. Vaxandi fjöldi
nútímafólks stendur frammi fyrir
áþekkri áskorun, þar er það eyðir
hluta ævinnar fjarri föðurlandinu,
ýmist af fúsum, glöðum og frjáls-
um vilja eða illri nauðsyn, svo sem
nú blasir við mörgum Íslendingum
í kreppunni. Mannfjöldi Íslands
minnkaði lítils háttar 2009 í fyrsta
skipti frá 1889. Þeir, sem hyggjast
nú leggja nýtt land undir fót, mega
gjarnan hugleiða lífsskoðun Step-
hans G. Stephanssonar. Nýleg ævi-
saga hans eftir Viðar Hreinsson
bókmenntafræðing er til í tveim
bindum, Landneminn mikli (2002)
og Andvökuskáld (2003). Áður
hafði Sigurður Nordal prófessor
skrifað bókarlangan formála að
úrvali úr kvæðasafni Stephans G.
Andvökum 1939.
Föðurlönd og fósturlönd
Í DAG | Fólksflutningar
fyrr og nú
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Magnús Orri Schram skrifar um heil-
brigðismál
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með
361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið
kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á
krepputíma og hefur í för með sér verulega
breytingu á aðstæðum aldraðra.
Á næstu vikum verða lögð fram laga-
frumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði
að lána til þessara framkvæmda og hins vegar fram-
kvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og
leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið
á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráð-
ist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir
stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð,
þ.e. til 2014.
Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eft-
irtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdals-
héraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanes-
bæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð
361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlis-
rými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými.
Næstu skref félags- og tryggingamálaráð-
herra eru að leita samninga við sveitarfélög
með það að markmiði að framkvæmdir við
nýbyggingar geti hafist sem fyrst.
Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða
þróun mála hér á landi síðustu misserin.
Samningar um tilhögun bankastarfsemi,
betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbank-
ans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var
spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einka-
aðila, sýnir að margt er að falla með okkur
um þessar mundir. Auk þess er uppbygg-
ing háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum
farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi
tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í
byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal
iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtals-
vert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og
vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum.
Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir
gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná
tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefn-
in með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu
lengra.
Höfundur er alþingismaður.
11 milljarðar í ný hjúkrunarheimili
MAGNÚS ORRI
SCHRAM
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
E
nda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af til-
hæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin
að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til
fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin
til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslend-
ingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta
fólskubragð vel hugfast.
Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist
á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra
íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka
og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau
tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Breta-
stjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis
á Lýðveldið Ísland.
Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur
þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður
til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi
Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftir-
liti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fanta-
skapur breskra ráðamanna er með ólíkindum.
Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn
hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi
Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar
heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta
er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng.
Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskapar-
bragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfis-
ins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif
á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í alls-
herjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum
fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrif-
um árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á
versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var
að fást í fyrrahaust.
Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæð-
ur, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að
nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að
íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rann-
sóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu
skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýs-
ingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar
vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir.
Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum.
En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn bresk-
um almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku
bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri
græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um
tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsæt-
isráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi.
Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðju-
verkamenn.
Ár liðið frá fjandskaparbragði:
Árás Bretastjórnar
JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR
Kostur í Kópavogi
Nú hillir undir opnun lágvöruverðs-
verslunar Jóns Geralds Sullenberger
á Dalvegi í Kópavogi. Enn hefur nafn
búðarinnar ekki verið gefið upp.
Framan af stefndi í að verslunin
myndi heita Smartkaup
en frá því var horfið.
Fréttablaðið hefur hins
vegar heyrt því fleygt
að búðin komi til
með að heita
Kostur. Það
kemur
væntanlega
í ljós áður
en langt
um líður.
Staðladagurinn
Alþjóðlegi staðladagurinn var í gær.
Fyrir þá sem ekki vita er á Íslandi
starfrækt sérstakt Staðlaráð. Á heima-
síðu þess, stadlar.is, má meðal ann-
ars lesa um helstu hlutverk Staðla-
ráðs. Þau eru meðal annars: „Að
aðhæfa og staðfesta þá staðla sem
skylt er vegna aðildar Staðlaráðs
að erlendum staðlasamtökum.
Að greiða fyrir því að íslenskum
stöðlum verði beitt í opinberri
stjórnsýslu og hjá einkaaðil-
um. Og að starfrækja miðstöð
stöðlunarstarfs á Íslandi
sem þjónustar stofnanir,
fyrirtæki, einstaklinga og
samtök sem vilja nýta
sér staðla.“ Þar höfum
við það.
Ættjarðarástin hverfur ekki
Peter Dyrberg, formaður Evrópurétt-
arstofnunar Háskólans í Reykjavík,
bendir á að Íslendingum myndi
halda áfram að líða eins og Íslend-
ingum þótt Ísland gengi í Evrópu-
sambandið. Það ætti að róa þá
Íslendinga sem óttast að hætta að
líða eins og Íslendingum gangi
Ísland í Evrópusambandið.
Öðru máli gegnir um þá sem
líður ekkert sérstaklega vel með
að líða eins og Íslendingum og
vonuðust til að hætta því ef
Ísland gengi í Evrópu-
sambandið. Þeir sitja
eftir með sárt ennið.
bergsteinn@
frettabladid.is