Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 66
 15. október 2009 FIMMTUDAGUR „Brjálaði borgarinn“ – hinn beikonvafði „Craz-e“ ostborgari sem er pakkað í kleinuhring í stað ham- borgarabrauðs – hefur vakið mikla athygli að undanförnu, ekki síst vegna þess að hann inniheldur um 1.500 hitaeiningar. Þegar betur er að gáð má auð- veldlega finna jafn hitaein- ingaríka borgara og báta á Íslandi. Hjá TGI Friday‘s í Smáralind má til að mynda fá Jack Daniels-borg- ara. Þetta er sérkryddað- ur og grill- aður ham- borgari með stökku beik- oni, þakinn bræddum Maribo-osti og borinn fram með Jack Daniels- viskí gljáa. Þessi borgari inniheldur litlar 1.540 hitaeiningar samkvæmt upplýsingum á Netinu og þá eru frönskurnar ekki tald- ar með, hvað þá kokkteilsósan og kókið! Á hinni amerísku lúxusborgara- keðjunni, Ruby Tuesday, geturðu fengið Smokehouse – sígildan ham- borgara með grillsósu, osti, beikoni og laukstrá- um. Þessi borgari er 1.434 hita- einingar, samkvæmt heimasíðu Ruby. Ef þú lætur það eft i r þér að fá þér „hlaðnar“ franskar með brædd- um osti, beikoni og sýrðum rjóma erum við að tala um 668 hitaein- ingar í viðbót. Og svo færðu þér auðvitað kokkteilsósu og kók og þá er nú alveg óþarfi að borða meira þann daginn! Í Bandaríkjunum er skylt að gefa upp upplýsingar um næringar- innihald matvöru, þar með talið rétta á veitingahúsum, ef fleiri en 500 manns vinna hjá fyrirtæk- inu. Allar stórar skyndibitakeðjur eru því með nákvæma útlistun á vörum sínum. Svipuð lög eru ekki til á Íslandi og því renna neytend- ur blint í sjóinn þótt hyggjuvitið ætti nú að segja þeim hvað sé fit- andi og hvað ekki. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir er ljóst að „Hlölla- hlunkurinn“ blandar sér í baráttuna um feitasta bitann á Íslandi. Þessi risavaxni Hlöllabátur er gjörsamlega úttroð- inn af nautakjöti, beikoni, kjúkl- ingi, osti, káli, gúrkum, lauk og Hlöllasósu. Annar Hlöllabátur, svokölluð „Hlölla-bomba“, fæst í Hlöllabát- um á Bíldshöfða. Í þessum ítur- vaxna báti er lambahakk OG svínahakk, skinka, beikon, ostur og grænmeti – „ef maður vill“. Á Greifanum á Akureyri fæst hin sígilda „Kólesterólsprengja“ – þunnt sneitt nautakjöt með svepp- um og lauk í hamborgarabrauði og allt löðrandi í bérnaise-sósu. Á Greifanum fæst líka „Trukka- borgari“, sem er sagður „uppáhald vörubílstjórans“ – „Einn tvöfald ur með miklu beikoni, osti, sósu og káli. Borinn fram með frönskum og kokkteilsósu.“ Þessi pakki ætti að slaga upp í 2.000 hitaeiningar með kóki. Til hliðsjónar má nefna að ostafyllt fjórtán tommu „kjötveislu“-pítsa á Pizza Hut er 3.840 hitaeiningar. Pastaréttir í rjómasósu slaga vel upp í 1.500 hitaeiningar. Big Mac á McDonald‘s og stór skammt- ur af frönskum innihalda 1.040 hitaeiningar. Máltíð á KFC (franskar, hrá- salat, kjúklinga- bringa og læri) er 837 hitaein- ingar. Pylsa með öllu er 429 hita- einingar og hálfur Subway-bræð- ingur er 380 hitaeiningar, en sú tala hækkar auðvitað fljótt með ótæpilegu sósuflóði. Til gamans má svo geta þess að dagsþörf fullorðins karlmanns er 2.500 hitaeiningar, konu um 2.000. drgunni@frettabladid.is FEITUSTU BITAR LANDSINS SLEF, SLURP, 1.540 HITAEININGAR! Jack Daniels borgarinn á TGI Fridays. SLEF, SLURP, 1.434 HITAEININGAR! Smoke- house-borgarinn á Ruby Tuesday. ÓMÆLDUR Hlunkur og bomba frá Hlölla ættu að gefa nokkrar hitaeiningar. GREIFINN Á AKUREYRI Heimkynni Kól- esterólsprengjunnar og Trukkaborgarans. ALVEG CRAZ-E Hinn vafasami kleinuhrings- borgari. ER EINHVER AÐ TELJA HITAEININGARNAR? Kraftajötnar borða risaborgara í Mangó- grilli fyrir nokkrum árum. F í t o n / S Í A Engin útborgun 1.000 kr. inneign á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 34.900 kr. 0 kr. út 0 kr. út á mánuði í 12 mánuði á mánuði í 12 mánuði 3.000 kr. Staðgreitt: 19.900 kr. Sony Ericsson W205 2.000 kr. Ertu ekki að froska í mér? Froskaðu upp símann þinn Fást í rauðu og svörtu í Vodafone verslunum í Kringlunni og Smáralind. Margar mismunandi setningar. 2.490 kr. Glæsilegir Essasú Dogma bolir Takmarkað magn LG Viewty Fjóli Fífils þarf að hafa uppi á bíræfnum þjófi og finna sverð Napóleons Bónaparte. Þriðja sagan um hugrakkan spæjara og hjálparhellur hans. „Hröð og galsafull spennusaga.“ Hildur Heimisdó r / Fré ablaði (um Fjóli Fífils – Lausnargjaldið) Sprenghlægileg spæjarasaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.