Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 66

Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 66
 15. október 2009 FIMMTUDAGUR „Brjálaði borgarinn“ – hinn beikonvafði „Craz-e“ ostborgari sem er pakkað í kleinuhring í stað ham- borgarabrauðs – hefur vakið mikla athygli að undanförnu, ekki síst vegna þess að hann inniheldur um 1.500 hitaeiningar. Þegar betur er að gáð má auð- veldlega finna jafn hitaein- ingaríka borgara og báta á Íslandi. Hjá TGI Friday‘s í Smáralind má til að mynda fá Jack Daniels-borg- ara. Þetta er sérkryddað- ur og grill- aður ham- borgari með stökku beik- oni, þakinn bræddum Maribo-osti og borinn fram með Jack Daniels- viskí gljáa. Þessi borgari inniheldur litlar 1.540 hitaeiningar samkvæmt upplýsingum á Netinu og þá eru frönskurnar ekki tald- ar með, hvað þá kokkteilsósan og kókið! Á hinni amerísku lúxusborgara- keðjunni, Ruby Tuesday, geturðu fengið Smokehouse – sígildan ham- borgara með grillsósu, osti, beikoni og laukstrá- um. Þessi borgari er 1.434 hita- einingar, samkvæmt heimasíðu Ruby. Ef þú lætur það eft i r þér að fá þér „hlaðnar“ franskar með brædd- um osti, beikoni og sýrðum rjóma erum við að tala um 668 hitaein- ingar í viðbót. Og svo færðu þér auðvitað kokkteilsósu og kók og þá er nú alveg óþarfi að borða meira þann daginn! Í Bandaríkjunum er skylt að gefa upp upplýsingar um næringar- innihald matvöru, þar með talið rétta á veitingahúsum, ef fleiri en 500 manns vinna hjá fyrirtæk- inu. Allar stórar skyndibitakeðjur eru því með nákvæma útlistun á vörum sínum. Svipuð lög eru ekki til á Íslandi og því renna neytend- ur blint í sjóinn þótt hyggjuvitið ætti nú að segja þeim hvað sé fit- andi og hvað ekki. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir er ljóst að „Hlölla- hlunkurinn“ blandar sér í baráttuna um feitasta bitann á Íslandi. Þessi risavaxni Hlöllabátur er gjörsamlega úttroð- inn af nautakjöti, beikoni, kjúkl- ingi, osti, káli, gúrkum, lauk og Hlöllasósu. Annar Hlöllabátur, svokölluð „Hlölla-bomba“, fæst í Hlöllabát- um á Bíldshöfða. Í þessum ítur- vaxna báti er lambahakk OG svínahakk, skinka, beikon, ostur og grænmeti – „ef maður vill“. Á Greifanum á Akureyri fæst hin sígilda „Kólesterólsprengja“ – þunnt sneitt nautakjöt með svepp- um og lauk í hamborgarabrauði og allt löðrandi í bérnaise-sósu. Á Greifanum fæst líka „Trukka- borgari“, sem er sagður „uppáhald vörubílstjórans“ – „Einn tvöfald ur með miklu beikoni, osti, sósu og káli. Borinn fram með frönskum og kokkteilsósu.“ Þessi pakki ætti að slaga upp í 2.000 hitaeiningar með kóki. Til hliðsjónar má nefna að ostafyllt fjórtán tommu „kjötveislu“-pítsa á Pizza Hut er 3.840 hitaeiningar. Pastaréttir í rjómasósu slaga vel upp í 1.500 hitaeiningar. Big Mac á McDonald‘s og stór skammt- ur af frönskum innihalda 1.040 hitaeiningar. Máltíð á KFC (franskar, hrá- salat, kjúklinga- bringa og læri) er 837 hitaein- ingar. Pylsa með öllu er 429 hita- einingar og hálfur Subway-bræð- ingur er 380 hitaeiningar, en sú tala hækkar auðvitað fljótt með ótæpilegu sósuflóði. Til gamans má svo geta þess að dagsþörf fullorðins karlmanns er 2.500 hitaeiningar, konu um 2.000. drgunni@frettabladid.is FEITUSTU BITAR LANDSINS SLEF, SLURP, 1.540 HITAEININGAR! Jack Daniels borgarinn á TGI Fridays. SLEF, SLURP, 1.434 HITAEININGAR! Smoke- house-borgarinn á Ruby Tuesday. ÓMÆLDUR Hlunkur og bomba frá Hlölla ættu að gefa nokkrar hitaeiningar. GREIFINN Á AKUREYRI Heimkynni Kól- esterólsprengjunnar og Trukkaborgarans. ALVEG CRAZ-E Hinn vafasami kleinuhrings- borgari. ER EINHVER AÐ TELJA HITAEININGARNAR? Kraftajötnar borða risaborgara í Mangó- grilli fyrir nokkrum árum. F í t o n / S Í A Engin útborgun 1.000 kr. inneign á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 34.900 kr. 0 kr. út 0 kr. út á mánuði í 12 mánuði á mánuði í 12 mánuði 3.000 kr. Staðgreitt: 19.900 kr. Sony Ericsson W205 2.000 kr. Ertu ekki að froska í mér? Froskaðu upp símann þinn Fást í rauðu og svörtu í Vodafone verslunum í Kringlunni og Smáralind. Margar mismunandi setningar. 2.490 kr. Glæsilegir Essasú Dogma bolir Takmarkað magn LG Viewty Fjóli Fífils þarf að hafa uppi á bíræfnum þjófi og finna sverð Napóleons Bónaparte. Þriðja sagan um hugrakkan spæjara og hjálparhellur hans. „Hröð og galsafull spennusaga.“ Hildur Heimisdó r / Fré ablaði (um Fjóli Fífils – Lausnargjaldið) Sprenghlægileg spæjarasaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.