Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 62
46 15. október 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Pedro Almódovar hefur gnæft yfir spænska kvikmyndagerð undan- farna tvo áratugi. Og nýjasta mynd hans, Broken Embraces, er í ætt við önnur verk leikstjórans þar sem heit- ar ástríður og svik koma töluvert við sögu. Ein af eftirlætisleikkon- um Almódovars, Penelope Cruz, er í aðalhlutverki en myndin er ein af tíu kvikmyndum sem tilnefndar eru til áhorfendaverðlauna evrópsku kvik- myndaakademíunnar. Hún segir frá hinum blinda leikstjóra Mateo sem rifjar upp hvernig hann missti sjón- ina fyrir nokkrum árum. Þá var hann ráðinn til að leikstýra kvik- mynd fyrir aldraðan milljarðamær- ing en í aðalhlutverki var hjákona hans. Leikstjórinn fellur fyrir hjákon- unni og milljarðamæringurinn ræður son sinn til að njósna um skötuhjúin. Myndin verður frumsýnd um helgina. Önnur mynd sem verður einnig tekin til sýninga hér á landi er Gamer, framtíðartryllir, en söguþráðurinn minnir nokkuð á hina frægu Running Man þar sem ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, lék aðalhlut- verkið. Gerard Butler leikur mann sem er fastur í ofbeldisfullum tölvu- leik og reynir að brjótast út úr honum enda á hann lífið að leysa. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Mark Neveldine og Brian Taylor, hinir sömu og gerðu Crank-myndirnar tvær með Jason Statham í aðalhlutverki. - fgg Spænski risinn og framtíðartryllir SPÆNSK SNILLD Penelope Cruz fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Pedros Almódovar, Broken Embraces. Stóra fréttin í Hollywood um þessar mundir er sú að leikarinn Chris Pine sé í viðræðum við Para- mount-kvikmyndaverið um að taka að sér hlutverk Jacks Ryan í næstu kvikmynd um þennan banda- ríska njósnara sem Tom Clancy á heiðurinn að. Pine er kannski ekki heimsþekkt nafn en stjarna hans reis nokkuð með nýjustu Star Trek-mynd- inni þar sem Pine fór með hlutverk hins goðsagnakennda kafteins, James T. Kirk. Þessar fréttir koma engu að síður nokkuð á óvart enda hafa þunga- vigtarleikarar á borð við Harri- son Ford, Alec Baldwin og Ben Affleck leikið þennan leyniþjón- ustumann. Kvikmyndaspekúl- antar telja að með þessu útspili vilji Paramount-kvikmyndaverið hleypa nýju blóði í þennan leyni- þjónustumann sem oftar en ekki hefur verið kallaður svar Banda- ríkjanna við James Bond. Fréttin er hins vegar enn merkilegri í ljósi þess að ekki er einu sinni búið að velja bók eftir Clancy til að kvikmynda eftir. En nokkrar eru á lausu. Ein virð- ist þó meira spennandi en aðrar, Rauða kanínan þar sem Ryan kemst á snoðir um að Sovétmenn ætli sér að myrða sjálfan páfann. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður ráðist í næstu kvikmynd en aðdáendur Ryans og Clancy ættu að geta tekið gleði sína á ný. - fgg Pine leikur Ryan Sam Raimi er í óða önn að und- irbúa fjórðu myndina um Köngu- lóarmanninn Peter Parker. En leikstjórinn hefur fleiri járn í eld- inum því hann hyggst gera kvik- mynd eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik, Warcraft, sem tölvu- nördar hafa stundað af miklum móð. Raimi hefur fengist við ýmsar tegundir kvikmynda í gegnum árin en aldrei áður gert kvikmynd eftir tölvuleik. Í samtali við MTV- sjónvarpsstöðina sagðist Raimi ætla að vanda vel til handrits- ins og hefði því ákveðið að ráða Robert Rodat til verksins. Rodat þessi þykir nokkuð flinkur í sínu fagi en hann á heiðurinn að hand- ritum mynda á borð við Saving Private Ryan og The Patriot. Raimi kvikmyndar Warcraft KVIKMYNDAR WARCRAFT Leikstjórinn Sam Raimi undirbýr fjórðu myndina um Köngulóarmanninn en ætlar líka að kvikmynda tölvuleikinn Warcraft. NORDICPHOTOS/GETTY > AUGLÝSIR FYRIR ARMANI Megabeibið Megan Fox hefur samþykkt að auglýsa fyrir Emp- orio Armani-undirfatalínuna á næsta ári. Tekur hún við keflinu af Victoriu Beckham sem nýtt andlit línunnar. Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo tekur sömu- leiðis við af David Beckham sem nýi Armani-maðurinn. HEITUR Chris Pine er orðaður við hlutverk njósn- arans Jacks Ryan. NORDICPHOTOS/GETTY Íslenska kvikmyndin Jó- hannes verður frumsýnd í dag en þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Þorsteins Gunnars Jónsson- ar. Kvikmyndin fékk enga styrki úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar en náði engu að síður á leiðar- enda. „Ég hef upplifað ýmislegt, en get ekki sagt að það hafi verið í lík- ingu við þennan dag í lífi Jóhann- esar. Mér hefur ekki verið hent út úr íbúð nöktum, eltur af ofbeld- ismanni og fíkniefnalögreglunni um leið, og lent í rassíu frá sér- sveitinni svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kosti ekki á sama degin- um,“ segir Þorsteinn leikstjóri þegar hann er spurður að því hvort hann hafi einhvern tímann upplifað dag í sínu lífi þar sem allt fer úrskeiðis. Eins og gerist hjá Jóhannesi í samnefndri kvik- mynd. Hún er um margt söguleg, þó fyrst og fremst vegna þess að hún er fyrsta kvikmynd Ladda þar sem hann er í aðalhlutverki. Allir lögðust á eitt Þorsteinn er að upplagi Árbæing- ur. Hann ákvað snemma að ger- ast kvikmyndagerðarmaður, nam fræðin við Kvikmyndaskóla Íslands og hélt síðan út til London og stúderaði leiklist við Central School of Speech and Drama í London. Þar las hann bók Helga Ingólfssonar, Andsælis á auðnu- hjólinu, og fékk strax þá hugmynd að færa hana yfir á hvíta tjaldið. Hann lagðist strax í handritagerð þegar náminu í London var lokið, svo var bara komið heim og þá átti að gera bíómynd. En rétt eins og margir ungir íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru veggirnir margir og sumir virðast nánast ókleifir. Jóhann- es er ein fárra mynda sem gerð er án styrkja úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þorsteinn segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju myndin fékk engan styrk. „Ég skal ekki segja af hverju þessi mynd fékk ekki styrk. En það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætl- ast til þess að fá kvikmynda- styrk þegar maður er nýkominn heim úr námi. En við ákváðum að kýla bara á þetta. Heimska? Jú, kannski er þetta blanda af heimsku og dirfsku. En það var mikið af góðu fólki sem vann í þessu verkefni og gerði þetta mögulegt, það lögðust allir á eitt og það er kannski ekkert síðra en að hafa styrki.“ Mikill heiður Óhætt er að fullyrða að Þorsteinn hafi fengið fljúgandi start á kvik- myndaferlinum. Auk Ladda leika Stefán Karl Stefánsson, Her- dís Þorvaldsdóttir og fleiri þjóð- þekktir Íslendingar aðalhlut- verkin í myndinni. Að ógleymdri sjálfri alheimsfegurðardrottning- unni, Unni Birnu. „Það kom rosa- lega skemmtilega á óvart að þetta fólk vildi allt taka þátt. Og frábær heiður fyrir mig sem byrjanda að vinna með þessum leikurum.“ Þorsteinn bætir því við að hann hafi hins vegar fyrst talað við Ladda, þeir hafi náð vel saman og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Og leikstjórinn á varla orð til að lýsa þessum vinsælasta gaman- leikara þjóðarinnar. „Ég held að það sé ekki hægt að finna meira „professional“ mann og þægi- legri til að vinna með, sem hent- aði mjög vel þar sem þetta er mín fyrsta mynd. Hvað leikarahæfi- leika hans varðar get ég sagt frá því að í einni senunni sem var tekin upp síðast, datt mér í hug rétt fyrir töku að hann myndi gráta í atriðinu. Ég laumaði því að honum að ef það væri mögu- leiki þá væri það frábært. Ég kall- aði „gjörðu svo vel“ og hann grét í atriðinu. Fólkið á settinu varð eiginlega bara slegið. Ég held að það sé ekki algengt að karlleikar- ar geti bara grátið svona á „q-i“, einn tveir og þrír.“ Vantar léttmeti Þorsteinn kveðst líta þannig á að mikil þörf sé fyrir svona „létt- ari“ myndir um þessar mundir og bendir meðal annars á glimrandi aðsókn á Algjöran svepp og Leit- ina að Villa en síðast þegar fréttist höfðu yfir tuttugu þúsund manns séð myndina. „Ég held reyndar að vegna ástandsins í þjóðfélaginu hafi þetta verkefni náð að verða að veruleika. Allir virtust vera til- búnir að vera með og taka þátt í einhverju skemmtilegu, þótt það væri kannski á öðruvísi forsend- um heldur en gengur og gerist.“ freyrgigja@frettabladid.is Blanda af heimsku og dirfsku STOLTUR LEIKSTJÓRI Fyrsta kvikmynd Þorsteins Gunnars verður frumsýnd í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Föstudagur – fylgstu með! - Allt um tísku, förðun og fegurð. Hönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir klæðir Tinnu Bergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.