Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 28
28 15. október 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Jórunn Frímannsdóttir skrifar um frí- stundaheimili Miðborgar Borgarfulltrúi Björk Vilhelmsdóttir fer stórum orðum í grein í Frétta- blaðinu í gær um að til standi að flytja þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða 300 metra til austurs. Hún gerir samráðs- leysi og ákvarðanatöku borgarstjóra að umtalsefni en hefur greinilega gleymt að kynna sér staðreyndir málsins. Þær eru eftirfarandi: Um leið og ljóst var á síð- asta ári að verulegur samdráttur væri líklegur í tekjum borgarinnar á sama tíma og aukning yrði á þjónustu lá fyrir að leita þyrfti allra leiða til að draga úr kostnaði borgarinnar. Þar með talið að nýta betur húsnæði stofnana borg- arinnar. Velferðarráði öllu og þar með talið fulltrúum minnihlutans var fullkunnugt um þær ráðagerð- ir. Strax var gengið í að skoða alla leigusamninga og í ljós kom að leigusamningur Þjónustumið- stöðvarinnar rennur út á árinu 2010. Möguleikinn á að flytja þjónustumiðstöðina – í Höfða- torg eða annað – var kynntur og ræddur við framkvæmda- stjóra þjónustumiðstöðvarinn- ar strax fyrir jól á árinu 2008. Á vormánuðum 2009 var haldið áfram að yfirfara húsnæðismál í borginni. Eftir að hafa skoðað aðra kosti sem til greina komu fyrir húsnæði undir þjónustumið- stöð Miðborgar og Hlíða, m.a. í miðborg- inni, var staðan metin þannig að hag- kvæmast væri, út frá fjárhag, aðgengi og þjónustu, að flytja þjónustumiðstöð- ina í Höfðatorg. Þar eru fyrir fjölmarg- ar stofnanir borgarinnar þ.m.t. aðalskrifstofur Velferðarsviðs, Framkvæmda- og eignasviðs, Umhverfis og samgöngusviðs, þjónustuver og símaver. Borgarfulltrúinn bendir einn- ig á að hundruð manna komi í hverri viku í þjónustumiðstöðina. Hún telur það of mikinn fjölda til að beina í nýtt, stórt og bjart hús- næði í Höfðatorgi, en telur betra að beina borgarbúum sem óska eftir þjónustu að Tjarnargötu 12. Þar gleymir borgarfulltrúinn aftur að kynna sér staðreyndir s.s. að aðgengi er þar þröngt, húsnæðið er á þremur hæðum og lítið er af bílastæðum. Loks má benda á að staðsetningin að Tjarnargötu 12 er ekki síður en Höfðatorg í útjaðri þess svæðis sem þjónustumiðstöðinni er ætlað að sinna. Ég hvet borgarfulltrúa og góða sam- starfskonu í velferðarráði til margra ára, Björk Vilhelmsdóttur, að láta af rangfærslum um sjálfsögð og nauðsyn- leg hagræðingarmál og beina kröftum sínum frekar að því að hugsa upp leið- ir til að borgin geti áfram veitt nauð- synlega grunnþjónustu til íbúa við erf- iðar aðstæður – þó í nýju húsnæði sé. Þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna var tíðrætt um nauðsyn sam- stöðu við erfiðar aðstæður í umræð- um á Alþingi um stefnu forsætisráð- herra á dögunum. Ég hvet samstarfsfólk mitt í þessum flokkum í borgarstjórn til að ganga á undan með góðu fordæmi á okkar sameiginlega vettvangi. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi UMRÆÐAN Þórdís Sigþórsdóttir skrifar um viðskipta- hætti SP-fjármögnunar SP-fjármögnun (SP) hefur fjármagnað bíla- kaup fyrir stóran hluta landsmanna síðustu árin. Fyrirtækið er dótturfyr- irtæki Landsbankans og tók Fjár- málaeftirlitið yfir rekstur bank- ans þegar neyðarlögin tóku gildi sl. haust. Ég hef átt í samskiptum við SP undanfarið til að spyrjast fyrir um hin ýmsu atriði í lánasamningi mínum og útreikningum SP. Svör starfsfólks gefa til kynna að fyr- irtækið sé að brjóta samningsskil- mála, svo sem upphaflegt lánshlut- fall, samsetningu á vægi erlendra gjaldmiðla í myntkörfu og fleira. Yfirlit (staða samnings) frá SP sýnir að skipting lánsins sem ég tók er önnur í dag en á sjálfum samningnum, 47% í íslenskri mynt og 53% í myntkörfu en ekki 50% í íslenskri mynt og 50% í myntkörfu eins og fram kemur í samningi. Skýringar SP á þessu eru: „Hlut- fallið á höfuðstól getur breyst á samningstímanum eftir því hvern- ig gengi myntanna er. Erlendu myntirnar hafa hækkað mjög mikið frá því að lánið var tekið og því hefur hlutfallið breyst.“ Hlutfallið, þ.e. undirliggjandi samsetning lánsins, á að sjálf- sögðu ekki að breytast, aðeins fjár- hæðin í íslenskum krónum getur breyst við umreikning á erlendu gjaldmiðlunum og vegna vaxta- breytinga erlendra gjaldmiðla (og íslenski hlutinn við breytingu á vísitölu). Hér hljóta menn að spyrja hvort SP sé að innheimta afborganir af erlenda hlutanum í stærra hlut- falli en þeim íslenska og þar með á annan hátt en samningur segir til um. Vægi þeirra erlendu gjaldmiðla sem myntkarf- an á að innihalda virðist líka hafa breyst frá því að lánið var tekið. Útskýringar SP á því hvers vegna samtals vægi erlendra mynta væri 137% (af 100% mögulegu) voru að: „SP notaðist ekki við vægi mynta – ekki hundraðshluta – og að útreikningar SP væru ekki pró- sentuhlutfall heldur magn hverr- ar myntar fyrir sig í einni einingu myntkörfunnar“ en enn fremur að „vægið hefði ekki breyst frá því að lánið var tekið“. Svörin gefa til kynna að menn ráði ekki við eigin útskýringar. Málið á að vera einfalt. Lánið var tekið að 50% í íslenskri mynt og að 50% í mynt- körfu sem samanstóð af fjórum erlendum gjaldmiðlum, þar sem hver gjaldmiðill hafði ákveðið vægi. Það eina sem á því að breyt- ast er fjárhæð í íslenskum krónum þegar gengi erlendu gjaldmiðlanna er margfaldað með vægi hverrar myntar fyrir sig í körfunni. Þegar ég benti lögmanni SP á að vægið gæti ekki farið umfram 100% sagði hann að ég ætti að fá mér lögmann teldi ég mig eiga rétt á hendur SP umfram það sem samningar segðu til um (kannski einfaldara svar en að rökstyðja 137% vægið). Yfirlit SP (staða samnings) sýndi einnig aðra samningsvexti en sjálf- ur samningurinn. SP svaraði þessu meðal annars með því að vísa í ákvæði samnings sem ég átti að hafa skrifað undir: „Leigutaki lýsir því yfir með undir- skrift sinni að hann gerir sér fulla grein fyrir því að lántaka í erlend- um gjaldmiðli er áhættusamari en lántaka í íslenskum.“ Þegar SP var bent á að þetta ákvæði væri hvergi að finna í umræddum samningi sendi fyrirtækið annan samning þar sem búið var að bæta þessu ákvæði inn í, breyta texta í einum af fimm liðum samningsins, breyta samningsvöxtum, hækka afborganir (frá upphafi), hækka hlutfallstölu kostnaðar og seðil- gjald. SP bjó sem sagt einhliða til nýjan samning! Yfirlit SP (staða samnings) er þar að auki ekki fyrir venjulegan mann að skilja. Fyrirtækið notast við sína eigin „gjaldmiðla“ og gengi þeirra. „Gjaldmiðlarnir“ SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5 eiga að vera samsetn- ing hinna ýmsu erlendu gjaldmiðla en ekki er nokkur leið að átta sig á hvernig gengið er fengið og enn síður eftir útskýringar starfsfólks SP. Í raun er hvergi að sjá, hvorki á yfirlitum né greiðsluseðlum, að erlendir gjaldmiðlar hafi verið hluti af láninu, sem styður það álit margra að erlendu lánin sem fjár- málastofnanir hafa verið að lána hafi alls ekki verið erlend. Ekki er einu sinni hægt að fá yfirlit frá SP sem sýnir eftirstöðvar lánsins í hverri erlendri mynt fyrir sig. Hafi erlendir gjaldmiðlar verið hluti af láninu, ætti lántakandi að geta séð stöðu þeirra rétt eins og stöðu hlutans í íslenskum krón- um. (Til dæmis eru greiðsluseðl- ar frá Íslandsbanka Fjármögnun vegna bílalána sundurliðaðir og sýna útreikninga og stöðu í hverri mynt fyrir sig.) Það er því afar erfitt að sann- reyna útreikninga SP. Að lokum má nefna að SP hefur innheimt álag ofan á LIBOR-vexti (millibankavexti) en í samningnum er ekki að finna að SP hafi heimild til að innheimta þetta álag. Höfundur er viðskiptafræðingur. Er SP-fjármögnun að brjóta samningsskilmála? UMRÆÐAN Jóhannes Jónsson skrifar um verslunar- rekstur Það hefur verið athygl-isvert að fylgjast með umræðunni um Bónus und- anfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embætt- ismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgj- ast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reið- ir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja við- skiptahætti og fækkuðum millilið- um til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveim- ur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðn- ing sem við höfum fengið frá við- skiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskipta- vinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bón- uss. Við höfum líka verið svo lán- söm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarð- arkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á mark- aðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyr- irtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss. Viðskiptavinir hafa byggt upp Bónus ÞÓRDÍS SIGURÞÓRSDÓTTIR JÓHANNES JÓNSSON www.knorr.is Safnaðu Knorr strikamerkjum F í t o n / S Í A f i 0 2 9 2 9 9 Þátttaka hefur farið fram úr björtustu vonum og eru gjafirnar því miður búnar. Full ástæða er þó til að senda strikamerkin sín inn því nöfn allra þátttakanda fara í pott og 30. október verður dregið um hvaða fimm heppnir safnarar fara í 100.000 króna verslunarferð í Kringlunni. Fimm heppnir safnarar fara í 100.000 kr. verslunarferð í Kringlunni! Þú færð söfnun ar- umslag ið í næs ta stórmar kaði! Fyrir hvert innsent umslag gefur Ásbjörn Ólafsson ehf. eina matvöru til Mæðrastyrksnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.