Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 33
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 SOKKABÖNDIN snúa aftur ef marka má þann fjölda tónlistar- og kvikmyndastjarna sem látið hafa glitta í slíkan undir fatnað nýlega. Þar má nefna konur á borð við Lily Allen, Katie Perry, Rihönnu og Ditu Von Teese. „Maður verður alltaf glaður í þessum kjólum,“ segir listakon- an Brynhildur Guðmundsdóttir, um kjóla fatahönnuðarins Huldu Karlottu Kristjánsdóttur. Brynhildur segist hrífast af fötum með ríkt notagildi og í glaðlegum litum, einkum og sér í lagi ef um íslenska hönnun er að ræða. Hulda Karlotta er búsett í Port úgal og vinnur þar að eigin fatalínu sem nefnist Fingerprint en rétt eins og fingraförin þá er hver flík frá henni einstök. Brynhildur segist eiga þrjá kjóla frá Fingerprint sem hún pantaði í gegnum Facebook-síðu fatalínunn- ar. „Það er mikil litadýrð í þess- um fötum og litasamsetningar óvæntar og skemmtilegar,“ segir Brynhildur. Hún viðurkennir þó að sækja mikið í föt í svörtum lit en litablöndun Huldu Karlottu heilli sig einfaldlega svo mikið að hún láti vaða á ævintýralegri liti en hún klæðist venjulega. Við hönnun línunnar sótti Hulda Karlotta hugmyndir í útlit litlu lit- uðu tréspjótanna í Mikado-spilinu sem margir muna eftir að hafa leikið sér að sem börn. Áður hann- aði Hulda Karlotta föt fyrir fyrir- tækið Nikita og hafa föt hennar einnig fengist í Nakta apanum. „Þetta eru bara svo skemmtileg föt og á góðu verði,“ segir Bryn- hildur og bendir á að kjólarnir séu venjulega á um það bil 14.000 krón- ur sem ekki þyki há upphæð fyrir kjól sem ekki sé fjöldaframleiddur. Þá sé ekki verra að geta klætt sig í föt sem nái að lífga upp á lund- ina. Verk Brynhildar er hægt að kynna sér á slóðinni brynhildur.is og fatahönnun Huldu Karlottu má sjá á síðunni www.myspace.com/ huldakarlotta. karen@frettabladid.is Óvænt litasamsetning sem lífgar upp á lundina Brynhildur Guðmundsdóttir er ávallt fallega klædd. Eftirlætiskjólar hennar eru frá fatahönnuðinum Huldu Karlottu en föt hennar segir Brynhildur oft skarta óvæntum litasamsetningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Brynhildur Guðmundsdóttir myndlistarmaður stendur hér fyrir framan eitt verka sinna í einum af eftirlætiskjólunum. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.