Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 60
44 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Eitt af einkennum Iceland Airwaves-hátíðarinnar er öflugt tónleika-
hald utan aðaldagskrárinnar sem aðeins armbandshafar fá aðgang að.
Þessi dagskrá sem er kölluð „off-venue“-dagskrá upp á enska tungu
er alltaf að verða öflugri og nú í ár
eru vel á annað hundrað tónleikar á
25 stöðum í boði. Og allt ókeypis og
öllum opið.
Oft er það þannig að þær hljóm-
sveitir sem spila á dagskrá hátíðar-
innar sjálfrar spila líka off-venue.
Þeir sem misstu af hinu mjög svo
efnilega dúói Nolo á aðaldagskrá
hátíðarinnar á Grand Rokki í gær-
kvöldi, geta til dæmis séð þá félaga í
Hinu húsinu í kvöld, í Eymundsson á
morgun kl. 16.00 eða á Bar 11 annað
kvöld kl. 22.00. Sykur spilar á Batterí-
inu í kvöld kl. 23.20, en líka off-venue
í Nakta apanum á morgun kl. 15.45,
sama dag kl. 17.00 á Kaffistofunni
Hverfisgötu 42 og í Skífunni á laugar-
daginn kl. 14.00.
Erlendu listamennirnir spila líka
off-venue. Á morgun á milli kl. 17.00
og 19.00 spila þrjár norskar sveitir
til dæmis í Nikita-búðinni og erlend-
ir gestir spila líka alla dagana í Nor-
ræna húsinu, Skífunni og Eymunds-
son. Á meðal sérstakra off-venue atriða má svo nefna að Bedroom
Community leggur undir sig Kaffibarinn næstu þrjá daga, Ghostig ital
og Finnbogi Pétursson spila í gamla i8 á Klapparstíg í dag kl. 17.00
og á Dillon verður sannkallað rokkmaraþon á laugardagskvöldið frá
20.00 og fram á nótt. Þar spila meðal annars Mammút, Sudden Weath-
er Change, Reykjavík! og Miri. Nánari upplýsingar um off-venue dag-
skrána má finna á www.icelandairwaves.is.
Ekkert armband, ekkert mál
DAGSKRÁ UTAN DAGSKRÁR Sykur er
á meðal yfir 100 hljómsveita sem
spila utan hinnar eiginlegu dagskrár
á Airwaves.
Einhver efnilegasta hljóm-
sveit Dana, When Saints
Go Machine, spilar í Hafn-
arhúsinu á Airwaves í
kvöld. Sóley Kaldal hitti
þrjá af fjórum meðlimum
bandsins í æfingahúsnæði
þeirra undir Rigshospitalet
á Norðurbrú í Kaupmanna-
höfn.
Danska ríkisútvarpið verðlaun-
aði þá fyrr á árinu sem björtustu
vonina, frægasti útvarpsmaður
Dana hefur lýst fyrstu smáskífu
þeirra, Fail Forever, sem metnað-
arfyllsta popplagi danskrar tón-
listarsögu og tískuelítan vill ólm
fá þá í samstarf. Hverjir eru þeir?
When Saints Go Machine er fjög-
urra manna popphljómsveit frá
Kaupmannahöfn skipuð söngv-
aranum Nikolaj Manuel Vonsild,
Simon Muschinsky á synth, Jonas
Kenton á hljómborð og bassa og
Silas Moldenhawer á trommur.
Lengi grúskað í tónlist
Hvar kynntust þið og hvernig varð
hljómsveitin til?
Jonas: „Við höfum allir þekkst á
einhvern hátt síðan í grunnskóla
og verið að grúska í tónlist síðan
þá, allt frá raftónlist yfir í kvik-
myndatónlist.“
Silas: „Við Simon stofnuðum
hljómsveit þegar við vorum sex
og níu ára. Ég trommaði og söng
á enskuskotnu bullmáli en list-
rænn ágreiningur varð til þess að
sú hljómsveit hélt aðeins tvenna
tónleika.“
Simon: „Já, mér fannst hann
bara ekki nógu góður söngvari.
When Saints Go Machine varð
svo til fyrir rúmum tveimur
árum þegar Silas og Jonas vildu
fá Simon með sér í hljómsveit og
hann stakk upp á Nikolaj sem
söngvara.“
Silas: „Nikolaj var eini danski
söngvarinn sem okkur þótti
spennandi á þeim tíma svo að við
sendum honum demó af því sem
við vorum að gera og viku seinna
var lagið You Should Be Someone
Else fullmótað.“
Semja á tölvur
Lagið er eitt af tíu lögum plöt-
unnar Ten Makes A Face sem
þeir segja að reki sögu bands-
ins. Titillinn vísar til þess hvert
laganna tíu sé eiginleiki heild-
arsvips hljómsveitarinnar og að
án heildarinnar sé ekki hægt að
þekkja þeirra stíl. En hvernig tón-
list varð til úr þessu samstarfi?
Simon: „Við komum allir úr
ólíkum áttum en við erum sam-
mála um að gera vandaðar popp-
melódíur og þéttar útsetningar.
Við nálgumst tónlistina á svo-
lítið óhefðbundinn hátt því við
hittumst ekki og „djömmum“ á
hljóðfærin heldur byrjum við í
tölvunum. Lokaafurðina þýðum
við svo yfir í hefðbundin hljóð-
færi í bland við raftónlist. Við
höfum stundum kallað þetta jað-
arrafpopp (e. alternative elect-
ronic pop) því við viljum gera
spennandi hluti sem höfða þó til
breiðs hóps.“
Silas: „Það sem gerir samstarf-
ið svona gott er að við vorum í
langan tíma búnir að vera aðdá-
endur hver annars og við erum
því sífellt að reyna að bæta okkur
og gera betri hluti til að ganga í
augun hver á öðrum.“
Miklir tískumenn
Þið hafið verið þekktir fyrir að ná
upp brjálaðri stemningu þegar þið
spilið, hverju megum við búast við
á tónleikunum hér á Íslandi?
Silas: „Í upptökum er tónlistin
fáguð og krafturinn beislaður en
á tónleikum sleppum við honum
lausum og erum þar af leiðandi
töluvert harðari. Við viljum bjóða
upp á almennilegt rokksjóv og
erum hvorki kurteisir né settleg-
ir á sviðinu.“
Jonas: „Á tónleikum eiga lögin
að grípa þig og heltaka fæturna,
hjartað og hugann – í þessari
röð.“
Hversu mikilvægt er útlit og
ímynd hljómsveitarinnar?
Silas: „Við höfum allir mikinn
áhuga á tísku og hönnun og við
erum kontrólfrík svo við vilj-
um helst sjá sjálfir um að gera
öll plaköt, plötuumslög og mynd-
bönd. Við erum samt í góðum
tengslum við listamenn á öðrum
sviðum skemmtanabransans
og hleypum góðu fólki inn með
ferskar hugmyndir.“
Þið eruð allir að koma í fyrsta
skipti til Íslands, eruð þið spennt-
ir fyrir því að gera eitthvað sérís-
lenskt?
Simon: „Einhver var búinn
að segja okkur að við gætum
farið í kindakappreiðar! Það var
kannski misskilningur.“
Tími hinna dönsku dýrlinga
WHEN SAINTS GO MACHINE Töff hljómsveitarstrákar frá Danmörku sem hafa vakið mikla athygli þar. Sveitin spilar í Nakta apan-
um í dag klukkan 17 og Hafnarhúsinu klukkan 23. Annað kvöld spilar sveitin klukkan 22.30 á Nasa. MYND/JAKOB
Þungarokkssveitin Sólstafir er
að ljúka mánaðarlangri tónleika-
ferð sinni um Evrópu, sem hefur
gengið vonum framar. Þeir félag-
ar hafa lent í ýmsum ævintýr-
um og meðal annars hittu þeir
stúlku í Stuttgart í Þýskalandi
sem var með nafn hljómsveitar-
innar húðflúrað á handlegginn
á sér. Tónlistargagnrýnendur
hafa hrifist af sveitinni og hafa
einhverjir líkt henni við goð-
sagnirnar í Pink Floyd. Alls hafa
Sólstafir spilað á tuttugu tónleik-
um í níu löndum Evrópu í sam-
floti með hljómsveitunum Code
og Secrets of the Moon. Ferðinni
lýkur í Finnlandi á föstudaginn
og verður síðan haldið heim á
leið 19. október.
Vel heppnuð tónleikaferð
SÓLSTAFIR Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka vel heppn-
aðri tónleikaferð um Evrópu.
Dagskráin á Airwaves:
15. okt. kl. 17 Nakti apinn
15. okt. kl. 23 Hafnarhúsið
16. okt. kl. ? Off Venue
16. okt. kl. 22.30 Nasa
Plötu When Saints Go Machine
verður hægt að nálgast á iTunes
fyrir jól en þangað til er hægt að
hlusta á lögin á: www.myspace.
com/whensaintsgomachine
WHEN SAINTS GO
MACHINE Á ÍSLANDI
> Plata vikunnar
Ego - 6. október
★★★
„Hörku rokkplata frá fornfrægu
bandi.“ - kg
> Í SPILARANUM
Mumford & Sons - Sigh No More
Lára - Surprise
The XX - xx
Sykur - Frábært eða frábært
Hafdís Huld - Synchronised Swimmers
MUMFORD & SONS HAFDÍS HULD
LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR LOSUN
GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA
Umhverfi sráðuneytið og Samtök atvinnulífsins boða til kynning-
ar- og umræðufundar um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Fundurinn fer fram á Grand Hótel þriðjudaginn 20.
október kl. 13:00-15:00. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir að
þátttakendur skrái sig með tölvupósti á postur@umhverfi sradu-
neyti.is fyrir hádegi 19. október.
Dagskrá fundarins:
• Opnun: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
• Brynhildur Davíðsdóttir: Möguleikar til að draga úr
útstreymi gróðurhúsalofttegunda - yfi rlit.
• Bryndís Skúladóttir: Aðgerðir í iðnaði og meðferð úrgangs.
• Guðbergur Rúnarsson: Aðgerðir í sjávarútvegi.
• Umræður.